Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1124 svör fundust
Hvað merkir þessi stafaruna sem rituð er með rúnum á trjábút: RB FIR KUI KLK IBBII?
Spyrjandi á líklega við rúnirnar á pínulitlu spýtubroti sem fannst í Viðey 1993 og er nú geymt á Árbæjarsafni. Við fornleifarannsóknir í Viðey fannst brot úr rúnakefli í rúst skála nokkurs. Brotið fannst í röskuðu lagi og er álitið að gólfskánin* sé frá 10. eða 11. öld. Rúnirnar sjálfar benda þó fremur til 11. ald...
Hvað eru vættir? Eru þeir til í alvörunni?
Vegna orðalagsins í spurningunni skal þess fyrst getið að í íslensku mun orðið vættur upphaflega hafa verið notað í kvenkyni. Þannig er það í fornritum og karlkynsmyndin sést ekki með vissu í rituðu máli fyrr en á 19. öld. Uppruni orðsins er ekki fyllilega ljós. Mynd þess finnst í fornenskum og fornþýskum mállýsku...
Hvaðan kemur orðasambandið „þeir sletta skyrinu sem eiga það“ og hver er merkingin í því?
Orðasambandið þeir sletta skyrinu sem eiga það er notað í háði um ásakanir annarra, til dæmis um þá sem tala eða láta sem þeir hafi ráð á einhverju eða geti leyft sér eitthvað. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 18. öld. Uppruninn er óviss en líklegast er að einhver saga liggi að baki. Í Grettis ...
Hver er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi?
Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör og ber að taka öllu því sem kemur hér á eftir með ákveðnum fyrirvara enda þetta svar einungis gert til gamans. Mjög viðamikla rannsókn þyrfti til að skera úr um óyggjandi svar við ofangreindri spurningu. Spurningin þrengir þó töluvert það sem þyrfti að skoða. Hér þarf ek...
Hvað eru limrur og hvernig eru þær ortar?
Limra er bragarháttur sem kom upp í enskum skáldskap á fyrri hluta 19. aldar. Á ensku nefnst limrur limerick en uppruni orðsins er ekki kunnur. Á Írlandi er til borg með sama nafni. Fyrstu prentuðu limrurnar birtust í bókunum Anecdotes and Adventures of Fifteen Young Ladies og The History of Sixteen Wonderful Old ...
Hvað er átt við með málshættinum „Ekki má kasta svartri konu úr sæng“?
Öll spurningin hljóðaði svona: Í málsháttasafni Nönnu Rögnvaldardóttur er setning sem hljómar svona: "Ekki má kasta svartri konu úr sæng." Það hlýtur að vera að þetta þurfi ekki túlka bókstaflega - en hver er uppruni málsháttarins og hvað þýðir hann í rauninni? Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans...
Hvað er það sem hundar mega ekki éta og af hverju?
Hundar þola alls ekki jafn fjölbreytta fæðu og menn. Þeir geta brugðist illa við ýmissi fæðu sem er okkur hættulaus. Þetta kemur bersýnilega í ljós þegar litið er á viðbrögð hunda gagnvart sumum ávöxtum. Hér á eftir er listi yfir matvæli sem má alls ekki gefa hundum en listinn er þó ekki tæmandi: Áfengi: Það g...
Hvað eru arabískar tölur og hvernig urðu þær til?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvað getið þið sagt mér um arabískar tölur, það er hver er saga þeirra á heimaslóðum? Hvernig urðu þær til upphaflega? Arabískar tölur, sem svo eru nefndar, eru ættaðar frá Indlandi. Þær eru oft nefndar indó-arabískar tölur í öðrum tungumálum, til dæmis ensku (e. Hin...
Geta sniglar lifað það af að missa hausinn?
Stutta svarið er já, vissar tegundir sæsnigla lifa þetta af. Eða réttara sagt, hausinn lifir af og endurmyndar nýjan líkama. Þekkt er að tré missa lauf og greinar án vandræða en dýr missa yfirleitt ekki líkamsparta án aukaverkana. Undantekningarnar eru reyndar nokkrir hópar dýra sem missa líffæri, til dæmis de...
Hvað er hestur?
Hestar (Equus caballus) eru hófdýr af ættinni Equidea. Í fornöld tóku menn hestinn í sína þjónustu enda er hann auðtaminn. Í dag eru til ótal ræktunarafbrigði af þessu gresjudýri. Í fyrstu notuðu menn hesta sem veiðidýr. Í eina tíð lifðu ættbálkar manna af indóevrópskum uppruna á sléttum sem nú tilheyra sunnan...
Hvað er hugmynd?
Íslenska orðið hugmynd er yfirleitt notað sem þýðing á erlendum orðum sem rekja uppruna sinn til gríska orðsins idea (enska idea, þýska Idee, franska idée). Upphaflega merkti þetta orð hina sýnilegu hlið hlutar eða persónu, og síðar einnig eiginleika hlutar eða tegund hans. Samkvæmt orðsifjafræðinni er orðið k...
Af hverju er eyðing skóga talin vera alvarlegt vandamál?
Þessa spurningu er hægt að skilja á tvo vegu: Hvað er svona mikilvægt við skóga að eyðing þeirra skuli vera talin alvarlegt vandamál?Er eyðing skóga svo mikil að að hún teljist alvarlegt vandamál og af hverju stafar eyðingin? Svar við fyrri spurningu: Þýðing skóga fyrir mannkynið og reyndar allt líf á jö...
Þegar maður er í megrun eða með lystarstol hvort ræðst líkaminn á fituna eða vöðvana í líkamanum?
Í stuttu máli er svarið við spurningunni það að líkaminn gengur bæði á fitu og vöðvaprótín ef honum er neitað um fæðu í einhvern tíma. Fita, prótín og sykrur eru orkuefni eða eldsneyti líkamans. Þegar inntaka fæðu (og þar með orkuefna) minnkar við megrun eða föstu þarf líkaminn að nota orkubirgðir sínar til að...
Hver eru helstu bókmenntaverk sem skrifuð voru á sjöunda áratugnum og hvað einkennir þau helst?
Sjöundi áratugurinn markaði um margt tímamót í íslenskri bókmenntasögu. Þá náði módernisminn fótfestu í íslenskri skáldsagnaritun. Áður hafði módernismi komið fram í ljóðagerð og smásagnagerð á Íslandi, en það var hins vegar ekki fyrr en upp úr 1965 sem stefnan varð ríkjandi meðal skáldsagnahöfunda. Erlendis var m...
Af hverju tengist hjartað ástinni og hvers vegna er hjartað teiknað eins og það er?
Fleiri spyrjendur um svipað efni eru: Sigríður Ólafsdóttir, f. 1989, Ingi Haraldsson, f. 1988, Guðjóna Þorbjarnardóttir, Jón Daði, f. 1992, Björn Áki Jóhannsson, f. 1989, Katrín Stefanía Pálsdóttir, f. 1988, og Egill Sigurður, f. 1994. Það er gömul trú að í hjartanu búi hugsun og tilfinningar. Forn-Egyptar lýstu...