Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við með málshættinum „Ekki má kasta svartri konu úr sæng“?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:

Í málsháttasafni Nönnu Rögnvaldardóttur er setning sem hljómar svona: "Ekki má kasta svartri konu úr sæng." Það hlýtur að vera að þetta þurfi ekki túlka bókstaflega - en hver er uppruni málsháttarins og hvað þýðir hann í rauninni?

Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um málsháttinn Ekki má kasta svartri konu úr sæng er úr málsháttasafni Guðmundar Jónssonar frá 1830. Í lítið eitt annarri mynd er málshátturinn Ekki skal svartri konu úr sæng kasta sem finnst í málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar frá 17. öld og gefið var út 1930.

Jón G. Friðjónsson fjallar um málsháttinn í riti sínu Orð að sönnu og segir merkinguna vera ‘ekki er rétt að koma ljótri konu úr hvílu’ (2014:318). Rætur málsháttarins segir hann erlendar og vísar í málsháttasafn danska fræðimannsins Peders Låle sem uppi var á 14. öld. Rit hans, Östnordiska och Latinska medeltidsordspråk, var gefið út 1889–1892. Þar er málshátturinn Man scal eij kasthe soorth kone tijl sænghæ fiæll sem Jón skýrir ‘að rúmfjöl, til rúmbríkur’. Jón telur að svört kona muni hér vísa til eiginkonu.

Rætur málsháttarins eru erlendar. Í málsháttasafni danska fræðimannsins Peders Låle sem uppi var á 14. öld er málshátturinn Man scal eij kasthe soorth kone tijl sænghæ fiæll. Jón G. Friðjónsson telur að svört kona muni hér vísa til eiginkonu.

Í málsháttasafni Bjarna Vilhjálmssonar og Óskars Halldórssonar (1966:185) er málshátturinn í myndinni Ekki má kasta svartri konu úr sæng og hafa þeir hann úr málsháttasafni Hallgríms Schevings. Engin skýring fylgir.

Heimildir:
  • Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson. 1966. Íslenzkir málshættir. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • [Guðmundur Jónsson]. 1830. Safn af íslenzkum orðskviðum, fornmælum, heilræðum, snilliyrðum, sannmælum og málsgreinum. Samanlesið og í stafrofsröð sett af Guðmundi Jónssyni. Kaupmannahöfn.
  • [Guðmundur Ólafsson.] 1930. Gudmundi Olaui Thesaurus adagiorum linguæ Septentrionalis antiquæ et modernæ. Lundi.
  • Hallgrímur Scheving. 1843–1847. Islendskir málshættir safnadir, útvaldir og í stafrofsrød færdir af Skólakennara Dr. H. Schevíng. Bodsrit Bessastada Skola.
  • Jón G. Friðjónsson. 2014. Orð að sönnu. Íslenskir málshættir og orðskviðir. Forlagið: Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.7.2021

Spyrjandi

Zsolt

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við með málshættinum „Ekki má kasta svartri konu úr sæng“?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2021, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81539.

Guðrún Kvaran. (2021, 5. júlí). Hvað er átt við með málshættinum „Ekki má kasta svartri konu úr sæng“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81539

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við með málshættinum „Ekki má kasta svartri konu úr sæng“?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2021. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81539>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með málshættinum „Ekki má kasta svartri konu úr sæng“?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Í málsháttasafni Nönnu Rögnvaldardóttur er setning sem hljómar svona: "Ekki má kasta svartri konu úr sæng." Það hlýtur að vera að þetta þurfi ekki túlka bókstaflega - en hver er uppruni málsháttarins og hvað þýðir hann í rauninni?

Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um málsháttinn Ekki má kasta svartri konu úr sæng er úr málsháttasafni Guðmundar Jónssonar frá 1830. Í lítið eitt annarri mynd er málshátturinn Ekki skal svartri konu úr sæng kasta sem finnst í málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar frá 17. öld og gefið var út 1930.

Jón G. Friðjónsson fjallar um málsháttinn í riti sínu Orð að sönnu og segir merkinguna vera ‘ekki er rétt að koma ljótri konu úr hvílu’ (2014:318). Rætur málsháttarins segir hann erlendar og vísar í málsháttasafn danska fræðimannsins Peders Låle sem uppi var á 14. öld. Rit hans, Östnordiska och Latinska medeltidsordspråk, var gefið út 1889–1892. Þar er málshátturinn Man scal eij kasthe soorth kone tijl sænghæ fiæll sem Jón skýrir ‘að rúmfjöl, til rúmbríkur’. Jón telur að svört kona muni hér vísa til eiginkonu.

Rætur málsháttarins eru erlendar. Í málsháttasafni danska fræðimannsins Peders Låle sem uppi var á 14. öld er málshátturinn Man scal eij kasthe soorth kone tijl sænghæ fiæll. Jón G. Friðjónsson telur að svört kona muni hér vísa til eiginkonu.

Í málsháttasafni Bjarna Vilhjálmssonar og Óskars Halldórssonar (1966:185) er málshátturinn í myndinni Ekki má kasta svartri konu úr sæng og hafa þeir hann úr málsháttasafni Hallgríms Schevings. Engin skýring fylgir.

Heimildir:
  • Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson. 1966. Íslenzkir málshættir. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • [Guðmundur Jónsson]. 1830. Safn af íslenzkum orðskviðum, fornmælum, heilræðum, snilliyrðum, sannmælum og málsgreinum. Samanlesið og í stafrofsröð sett af Guðmundi Jónssyni. Kaupmannahöfn.
  • [Guðmundur Ólafsson.] 1930. Gudmundi Olaui Thesaurus adagiorum linguæ Septentrionalis antiquæ et modernæ. Lundi.
  • Hallgrímur Scheving. 1843–1847. Islendskir málshættir safnadir, útvaldir og í stafrofsrød færdir af Skólakennara Dr. H. Schevíng. Bodsrit Bessastada Skola.
  • Jón G. Friðjónsson. 2014. Orð að sönnu. Íslenskir málshættir og orðskviðir. Forlagið: Reykjavík.

Mynd:...