Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1581 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að beita sauðfé og hrossum á lúpínu?

Alaskalúpína framleiðir töluvert af eiturefnum, svonefnd beiskjuefni, sem gerir hana óhentuga til beitar. En þar sem að lúpínan er næringarrík, eins og aðrar plöntur af ertublómaætt, sækir sauðfé í að bíta hana. Lúpínan er oft þétt utan girðingar á meðan innan hennar, þar sem beit er, sjást engar plöntur. Ef...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig geta gróðurhúsalofttegundir hækkað hitastig á jörðinni?

Varmageislun frá sólinni hitar jörðina en ræður alls ekki öllu um yfirborðshitann. Jörðin geislar líka frá sér varma, rétt eins og sólin. Við sjáum vel geislunina frá sólinni, því mest af henni er sýnilegt ljós. Varmageislunin frá jörðinni liggur hins vegar langt utan sýnilega sviðsins. Eðlisfræðingar hafa leng...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um makríl?

Makríll (Scomber scombrus) getur orðið allt að 60 cm á lengd en algengast er að hann sé á bilinu 35-45 cm. Makríllinn ber þess merki að vera mikill sundfiskur, hann er rennilegur í vexti, gildastur um miðjuna og mjókkar til sporðs og kjafts. Hann er oftast grænn eða blár á baki með 30-35 dökkum hlykkjóttum rákum e...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er G8-hópurinn, hvaða ríki eru í honum og hvert er hlutverk þessa hóps?

G8-hópurinn (e. Group of Eight) er hópur átta stærstu iðnríkja heims; Bandaríkjanna, Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Japan, Bretlands, Kanada og Rússlands auk þess sem Evrópusambandið á fulltrúa í hópnum. Hópurinn er í raun óformlegt samstarf þessara þjóða á ýmsum sviðum sem er haldið gangandi með fundum ráðherra ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast flóðbylgjur og af hverju?

Flóðbylgjur geta orðið til vegna jarðskjálfta en einnig vegna eldgosa og skriðufalla eða blöndu af þessu þrennu. Þegar flóðbylgja verður til vegna jarðskjálfta er það sökum lóðréttra hreyfinga á hafsbotninum. Við það kemst hreyfing á sjóinn og flóðbylgja fer af stað. Þegar jarðskjálfti á sér stað verða ekki alltaf...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni og hvaða skaðlegu efni geta losnað? Ál er mjög sterkt efni og er því mjög lengi að brotna niður í náttúrunni. Hversu fljótt það eyðist fer eftir því hversu mikil veðrunin er, það er vindur, úrkoma...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Sigurður Fáfnisbani og átti hann sér raunverulega fyrirmynd?

Sigurður Fáfnisbani var ein af sögufrægustu hetjunum á germönsku málsvæði. Í eddukvæðunum er hann sagður fyrri eiginmaður Guðrúnar Gjúkadóttur sem síðan gekk að eiga Atla Húnakonung. Ekki aðeins er fjallað um hann í norrænum eddukvæðum, Völsungasögu og Þiðreks sögu varðveittum í íslenskum handritum 13. og 14. alda...

category-iconJarðvísindi

Hversu stóran hluta Íslands þekja nútímahraun?

Nútímahraun eru hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Skil á milli ísaldar og nútíma eru fyrir um 11.500 árum, þegar framrás ísaldarjökulsins lauk. Rétt er að hafa í huga að það tók jökulinn nokkur þúsund ár að hörfa og þess vegna er stundum gerður gre...

category-iconJarðvísindi

Verða eldgos aðeins á flekaskilum?

Stutta svarið við spurningunni er að eldgos verða ekki aðeins á flekaskilum heldur einnig á flekamótum og á svonefndum heitum reitum sem geta verið fjarri flekamörkum. Hugtakið flekamörk er notað um svæði þar sem flekar mætast. Flekaskil eru þar sem flekar færast hvor frá öðrum og ný bergkvika kemur upp en flekam...

category-iconNæringarfræði

Er vatn á Íslandi betra en annars staðar í heiminum, og þá af hverju?

Hér á landi er reglubundið eftirlit með gæðum neysluvatns í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og framkvæmt í samræmi við reglugerð um neysluvatn frá 1995. Sýni eru tekin reglulega á hverjum stað og fer fjöldi sýna eftir fólksfjölda á hverju svæði. Sem dæmi má nefna að í Reykjavík eru tekin um 180 sýni á ár...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hraðinn í þróun tölvutækninnar kominn á ljóshraða? Hvað svo eftir það?

Þessi spurning er engan veginn ástæðulaus. Hraði í þróun tölvutækni er oft sagður fylgja lögmáli Moores, sem nefnt er eftir Gordon Moore, einum af stofnendum örgjörvafyrirtækisins Intel. Hann spáði því að taka mundi fastan tíma að tvöfalda afköst tölvubúnaðar. Þróunin hefur fylgt þessari spá nokkuð vel og afl örgj...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að fá fóstur til þess að þroskast utan móðurkviðar?

Spurningin er ekki alls kostar heppilega orðuð. Það er ekki hægt að fá fóstur til að gera neitt, heldur er hægt að gera tilraun til þess að láta fóstur þroskast utan móðurkviðar. Þetta er gert til dæmis í glasafrjóvgunum þar sem egg móður er frjóvgað í tilraunaglasi og sett upp aftur sem fósturvísir (nokkrar fr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu mikið af fiski éta hvalir?

Spurningin í heild var svohljóðandi:Hversu mikinn fisk er talið að hvalir hafi étið á ári áður en þeir voru friðaðir og hversu mikið er talið að þeir éti nú?Erfitt er að meta fæðunám hvala þar sem oft er mikil óvissa um fæðuval, orkuþörf og stofnstærðir. Stofnstærðir hvala eru metnar út frá talningum og getur mat...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver eru bestu fiskimið í Faxaflóa?

Í hinu mikla ritverki Íslenskir sjávarhættir fjallar höfundurinn, Lúðvík Kristjánsson, um fiskimið í III bindi verksins. Þar segir m.a. "Landnemarnir munu brátt hafa kynnst því er þeir byrjuðu að róa til fiskjar, að ekki var sama hvar þeir stungu niður færi. Þeir reyndu þó að setja á sig þau svæði sem fiskisælu...

category-iconFélagsvísindi

Hve ríkir eru Íslendingar miðað við aðrar þjóðir?

Það er dálítið snúið að mæla meðaltekjur eða framleiðslu á íbúa, einkum vegna þess að verðlag og neysluvenjur eru mjög misjafnar á milli landa. Ein leið til að bera saman tekjur í mismunandi löndum felst í því að reikna út meðaltekjur í hverju landi sem verið er að skoða í mynt viðkomandi lands og umreikna svo...

Fleiri niðurstöður