Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3410 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir orðið penta í grísku?

Því er fljótsvarað: penta, eða pente, þýðir "fimm"! Þetta er eitt af töluorðunum í forngrísku, en frumtölurnar og raðtölurnar upp að tíu eru sem hér segir: FRUMTÖLURRAÐTÖLURkk./öll kynkvk.hk.1eismiaenprótos2duodeuteros3treistreistriatritos4tessarestessarestessaratetartos5pentepemptos6hexhektos7heptahebdomos8okt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins kleykir og hvað þýðir það?

Eftir því sem ég kemst næst lifir nafnorðið Kleykir aðeins í örnefnum sem ég kannast við frá tveimur stöðum. Annað er í Suðursveit og er Kleykir þar nafn á bröttum hól milli Uppsala og Hestgerðis. Hitt er úr Reykjadal í Þingeyjarsýslu, nafn á allbröttum melhól. Í Landnámu kemur kleykir fyrir sem viðurnafn Sigm...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort ber að óska til hamingju með nafnið eða nöfnin þegar þau eru tvö eða fleiri?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar barn er skírt eða nefnt tveimur nöfnun eða fleirum hvort er þá rétt að segja; a) Innilegar hamingjuóskir með nafnið. b) Innilegar hamingjuóskir með nöfnin. Engar fastar reglur eru til um þetta. Líklega segðu flestir við foreldrana: „Til hamingju með nafnið...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar gor er í gormánuði?

Með orðinu gor er átt við hálfmelta fæðu í innyflum dýra, einkum jórturdýra. Þetta er gamalt samgermanskt orð, samanber færeysku gor ‛þarmasaur’, sænsku gårr, gorr í sömu merkingu, nýnorsku gor ‛innyflasaur; fiskslóg’, fornensku gor ‛mykja’ og fornháþýsku gor ‛mykja, mýrarfen’. Gormánuður e...

category-iconFélagsvísindi

Hafa skólar vald til að láta börn undir lögaldri skrifa undir agabrot án þess að tilkynna foreldrum það?

Á Íslandi gilda lög um grunnskóla sem sett voru árið 1995 (lög nr. 66/1995) og fjalla þau um starfsumhverfi skóla, þjónustu og skyldur sem hvíla á skólastjórn og nemendum sem sækja grunnskóla. Hér á landi er einnig í gildi reglugerð frá menntamálaráðuneytinu um skólareglur í grunnskólum. Í þeim er skýrt kveðið...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju má ljúga þann 1. apríl?

Sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl er margra alda gamall. Líklega má rekja hann til Evrópu á miðöldum en þá tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar. Nýárið var fæ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver er munurinn á miðbaug og hádegisbaug?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Af hverju er miðbaugur kallaður hádegisbaugur?Miðbaugur er alls ekki kallaður hádegisbaugur enda er hér um tvo mismunandi hluti að ræða. Miðbaugur (e. equator) skiptir jörðinni í tvo hluta, norðurhvel og suðurhvel, og samsíða honum liggja breiddarbaugarnir. Nánar má lesa ...

category-iconHugvísindi

Hvar er akkeri gullskipsins sem sökk undan ströndum Skeiðarársands?

Skemmst er frá að segja að þessari spurningu verður ekki svarað með neinni nákvæmni út frá íslenskum ritheimildum, eftir því sem best er vitað, og varla munu koma í leitirnar gögn erlendis þar sem fram kemur nákvæm ákvörðun strandstaðar. Ef til vill má finna leifar þessa skips einhvers staðar á Skeiðarársandi en h...

category-iconHeimspeki

Hvað er fegurð og hvað er ljótleiki? Í hverju felst fegurðin?

Þótt fagurfræði sé á íslenzku kennd við fegurð, er það hugtak þó frekar sjaldgæft í fræðilegri umræðu seinni tíma. Menn tala frekar um form eða listgildi. Það fer eftir grunnviðhorfum í frumspeki og þekkingarfræði, hverjum augum menn líta fegurðina. Þeir sem telja að við höfum aðgang að einhverju sem nefnist r...

category-iconVeðurfræði

Hvar á landinu hefur komið mest úrkoma?

Í þessum texta er eingöngu fjallað um mælingar á mönnuðum veðurstöðvum. Sjálfvirkum mælingum fjölgar nú ört og er úrvinnsla þeirra hafin. Hærri gildi en nefnd eru hér að neðan hafa ekki fundist enn, en þar sem mælum er nú að fjölga í fjalllendi má búast við því að met af ýmsu tagi fari að bætast við. Sérstaklega v...

category-iconEfnafræði

Hvað heita nýjustu frumefnin í lotukerfinu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað heita sex nýjustu frumefnin í lotukerfinu, bæði á íslensku og ensku (113, 114, 115, 116, 117 og 118)? Í dag eru frumefnin í lotukerfinu 118 talsins. Af þeim hafa frumefni með sætistölurnar 1-94 öll fundist í náttúrunni en í mismiklu magni. Frumefni 95-118 hafa hins...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sturlungaöld er oft lýst sem einu ofbeldisfyllsta tímabili Íslandssögunnar. Eru til heimildir um hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld? Nokkuð hefur verið á reiki hvaða tímabil falli innan marka Sturlungaaldar. Hún hefur verið talin hefjast um miðja 12. öld, um 1200,...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig elta menn vísitölu?

Við rekstur vísitölusjóða er í grófum dráttum reynt að elta vísitölu, það er láta vægi bréfa í einstökum fyrirtækjum í sjóðnum vera sem líkast vægi bréfa í vísitölunni. Ef sjóður gæti endurspeglað vísitölu fullkomlega, það er vægi eigna í sjóðnum væri ætíð nákvæmlega það sama og í vísitölunni, og enginn kostnaður ...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í október 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör októbermánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Hvers vegna er fólk með Down-heilkenni stundum kallað mongólítar? Eru til hvítir hrafnar eða albínóahrafnar? Eru meiri líkur á því að verða fyrir eldingu, eða jafnvel loftsteini, heldur en að vinna stærst...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða nöfn á að nota um afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar?

Veirur bera nöfn eins og aðrar tegundir lífvera sem hafa verið uppgötvaðar og skilgreindar. Nöfnin eru hugsuð til hægðarauka fyrir mennina, svo hægt sé að ræða og skrifa um veirurnar og eiginleika þeirra. Til að greina sundur afbrigði veirunnar SARS-CoV-2 voru búin til, eða aðlöguð, nokkur kerfi sem byggja á mismu...

Fleiri niðurstöður