Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Miðbaugur er alls ekki kallaður hádegisbaugur enda er hér um tvo mismunandi hluti að ræða.
Miðbaugur (e. equator) skiptir jörðinni í tvo hluta, norðurhvel og suðurhvel, og samsíða honum liggja breiddarbaugarnir. Nánar má lesa um bauganet jarðar í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum?.
Miðbaugur himins er beint yfir miðbaug jarðar og skiptir himinkúlunni í tvo jafna hluta á sama hátt og miðbaugur jarðar skiptir henni í tvennt. Miðbaugur er hornréttur á stefnuna til himinpólanna. Himinhvelfingin virðist snúast um þá frá austri til vesturs, þannig að fastastjörnur færast í sífellu samhliða miðbaug.
Hádegisbaugur (e. meridian), oftar nefndur hábaugur, er skilgreindur svo í orðabanka Íslenskrar málstöðvar:
stórhringur sem menn hugsa sér á himinkúlunni gegnum himinpól og hvirfilpunkt (hápunkt himins) á athugunarstað; liggur einnig um norður- og suðurpunkt á sjónhring athugunarstaðar. Hábaugur og lengdarbaugur staðarins liggja í sömu sléttu eða plani. Himintungl eru í hágöngu þegar þau fara um hádegisbaug, t.d. er sól þá í hádegisstað
Stórhringur er sá ferill sem verður til þegar kúla er skorin með sléttu sem gengur í gegnum miðju hennar. Stysta leiðin milli tveggja punkta á yfirborði kúlu er eftir stórbaug sem liggur um þá.
Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er munurinn á miðbaug og hádegisbaug?“ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3125.
Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 11. febrúar). Hver er munurinn á miðbaug og hádegisbaug? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3125
Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er munurinn á miðbaug og hádegisbaug?“ Vísindavefurinn. 11. feb. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3125>.