Þegar barn er skírt eða nefnt tveimur nöfnun eða fleirum hvort er þá rétt að segja; a) Innilegar hamingjuóskir með nafnið. b) Innilegar hamingjuóskir með nöfnin.Engar fastar reglur eru til um þetta. Líklega segðu flestir við foreldrana: „Til hamingju með nafnið“, væri það eitt en „til hamingju með nöfnin“ væru þau tvö eða fleiri. Hafi barnið verið gefið nafn ættingja eða vinar er ósköp eðlilegt að segja við þann hinn sama: „Til hamingju með nafnið“, jafnvel þótt barni hafi verið gefin tvö eða fleiri nöfn, og höfða þá til þess að barnið beri nafn þess sem rætt er við. Stundum er barn til dæmis látið heita í höfuðið á báðum ömmum eða báðum öfum sínum og er þá hægt að segja við hvorn afann um sig eða hvora ömmuna: „Til hamingju með nafnið“. Mynd:
- Pexels. Baby in white top. (Sótt 25.03.2019).