Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1537 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er minnsta dýr Íslands?

Ég geri ráð fyrir að hér sé átt við spendýr. Á Íslandi var aðeins eitt landspendýr þegar menn námu hér land fyrir rúmum 1100 árum. Það var tófan (Alopex lagopus). Talið er að strax á fyrstu áratugum Íslandsbyggðar hafi tvær tegundir nagdýra borist hingað með mönnum frá Noregi og/eða skosku eyjunum. Þetta voru haga...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er rafgas (plasma)? Er hægt að framleiða það á rannsóknarstofu?

Rafgas er gas sem er jónað að hluta eða að fullu og inniheldur rafeindir, jónir, hlutlausar frumeindir og sameindir. Fulljónað rafgas inniheldur einungis rafeindir og jónir en hlutjónað rafgas inniheldur jafnframt hlutlausar agnir. Megnið af alheiminum er rafgas. Iður stjarna og gufuhvolf þeirra, gaskennd geimþoka...

category-iconEfnafræði

Hvað er keyta?

Í Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar frá 1983 er gefin eftirfarandi skýring á orðinu keyta:staðið (geymt) hland (notað m.a. til þvotta)Í þvagi er mikið af efni sem kallast þvagefni (urea) og er tiltölulega einfalt, lífrænt efnasamband. Þegar það brotnar niður myndast meðal annars ammóníak, NH3, og á það mikinn þá...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru líkormar og hvernig verða þeir til?

Orðið líkormur vísar til lirfa fjölmargra skordýrategunda sem verpa eða setja lifandi lirfur sínar í ýmiss konar hræ eða sár dýra. Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á framvindu skordýralífs í hræjum. Mismunandi stigum í rotnunarferli hræs fylgir mismunandi samsetning örvera og skordýra. Menn hafa greint f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru forystusauðir yfirleitt hrútar?

Svarið er nei: Forystusauðir voru yfirleitt sauðir, það er að segja vanaðir hrútar, og forystufé virðist lengst af oftast hafa verið sauðir, meðan þeim var til að dreifa. Orðið sauður hefur tvær merkingar sem skipta máli hér. Annars vegar getur það þýtt (a) 'vanaður hrútur' en hins vegar getur það einfaldlega þ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er vegið meðaltal fjármagnskostnaðar?

Vegið meðaltal fjármagnskostnaðar fyrirtækis (e. Weighted Average Cost of Capital, WACC) er meðalkostnaður fyrirtækisins við öflun fjármagnsins sem það notar til þess að standa undir rekstrinum. Fyrirtæki hafa ýmsar leiðir til að afla fjár. Eigendur geta lagt fram fé til rekstursins eða það haldið eftir einhver...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður kvef?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Hvers vegna kvefast maður þegar manni kólnar? Er sú almenna trú manna að kuldi valdi kvefi rétt? Kvef er hvimleiður en tiltölulega meinlaus veirusjúkdómur. Vitað er um meira en tvö hundruð veirur sem valda kvefi. Veirurnar berast á milli manna með úðasmiti, það er að...

category-iconLandafræði

Hver er höfuðborg Brúnei?

Brúnei, eða Negara Brunei Darussalam eins og landið kallast formlega, er lítið soldánsdæmi á norðanverðri Borneóeyju. Það er einungis 5.765 km2 að flatarmáli eða um 5,5% af flatarmáli Íslands. Í norðri liggur landið að Suður-Kínahafi en er að öðru leyti umlukið Sarawak sem er eitt fylkja Malasíu. Sarawak skiptir ...

category-iconLögfræði

Eru virkilega enn í gildi lög um réttdræpi Tyrkja á Íslandi?

Það er hugsanlegt að í kjölfar Tyrkjaránsins árið 1627 hafi verið gefin út tilskipun eða lög um einhvers konar varnarviðbrögð. Undirritaðri og þeim sögugrúskurum sem hún bar málið undir, er ekki kunnugt um lög af þessu tagi. Á þjóðdeild Landsbókasafnsins er hægt að hafa uppi á tilskipunum frá fyrri hluta 17. alda...

category-iconSálfræði

Hvað er tilraunasálfræði, hvað er rannsakað í þeirri grein og hvert fer maður að læra hana?

Tilraunasálfræði er sú undirgrein sálfræði sem beitir tilraunaaðferð náttúruvísinda til að rannsaka huga, heila og hegðun manna og jafnvel dýra. Með tilraunum er átt við kerfisbundnar raunprófanir þar sem reynt er að hafa stjórn á öllum aðstæðum svo hægt sé að álykta um orsakasamband milli þeirra breyta sem skoða ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fer veiruvarnarforrit að því að þekkja tölvuveirur?

Veiruvarnaforrit beita fyrst og fremst tveimur aðferðum til að finna tölvuveirur, greiningu byggða á leitarstrengjum annars vegar og grunsamlegri hegðun hins vegar. Fyrri aðferðin byggir á því að fyrirtækið sem býr til veiruvörnina hafi fengið eintak af tölvuveirunni og sérfræðingar þess hafi skoðað hana. Þ...

category-iconVísindavefur

Hvað skilgreinir emo-fyrirbrigðið í tísku og tónlist?

Hugtakið emo náði upprunalega nær aðeins yfir tiltekna tegund pönktónlistar sem átti rætur að rekja til tónlistarhreyfingarinnar í Washington D.C. í Bandaríkjunum á níunda áratug síðustu aldar. Heitið er tilkomið vegna þess að sviðsframkoma emo-tónlistarmanna þótti oft tilfinningaþrungin (e. emotional). Smám saman...

category-iconHugvísindi

Bar einhver titilinn Napóleon II?

Þessi spurning kviknar ef til vill af þeirri staðreynd að tveir keisarar sem báðir tóku sér nafnið Napóleon ríktu í Frakklandi á 19. öld. Sá fyrri var Napóleon Bónaparte eða Napóleon I, en sá síðari tók sér titilinn Napóleon III. Það liggur því nokkuð beint við að undrast hvað varð um Napóleon II. Bar einhver ...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Salómon konungur og fyrir hvað var hann frægur?

Salómon var þriðji konungur hins sameinaða Ísraelsríkis (á eftir Sál og Davíð) og er jafnan talinn hafa verið þeirra mestur. Annað nafn hans var Jedídjah. Hann var fæddur í Jerúsalem í kringum árið 1000 f.Kr. og mun hafa setið að völdum á árunum 971-931 eða svo. Hann var tíundi sonur Davíðs konungs Ísaísonar e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað varð elsta kind á Íslandi gömul, hvað átti hún mörg lömb og hver er mesti lambafjöldi hjá einni kind á Íslandi?

Það þekkist að ær séu sexlembdar og vitað er um dæmi þar sem öll lömbin hafa lifað. Í þeim tilvikum ganga þau ekki öll undir ána enda geta kindur tæplega fætt fleiri en tvö lömb með góðu móti því þær hafa aðeins tvo spena. Þó eru til dæmi um að vel hafi gengið að láta þrjú lömb ganga undir. Þekkt eru dæmi um se...

Fleiri niðurstöður