Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1028 svör fundust
Á hvaða árstíma gagga tófur aðallega?
Tófan er einfari (e. solitary) en félagskerfi tegundarinnar byggir á einkvæni og óðalshegðun. Algengasta fyrirkomulagið er að parið heldur saman svo lengi sem bæði lifa en mökun fer fram í mars. Samskipti fara fram með lyktarskilaboðum, sem eru yfirleitt þvagmerki eða með því að nudda lyktarkirtli sem staðsettur e...
Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar? Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbo...
Hvernig varð Gjáin í Þjórsárdal til?
Gjáin nefnist sérkennilegt gljúfur í Þjórsárdal innanverðum, skammt frá Stöng, og fellur Rauðá í snotrum fossi niður í það. Heitir hann Gjárfoss. Þjórsá hefur sennilega myndað Gjána í öndverðu. Til skamms tíma hljóp hún þar oft fram í vatnavöxtum, en til að varna því var gerður stíflugarður yfir skarðið frá Sandaf...
Hver var Alan Turing og hvert var framlag hans til tölvunarfræðinnar?
Alan Turing er einn þekktasti og áhrifamesti vísindamaðurinn á sviði tölvunarfræði. Til marks um það má nefna að bandarísku tölvusamtökin ACM kenna hin árlegu verðlaun sín við hann. Turing-verðlaunin eru gjarnan nefnd Nóbelsverðlaun tölvunarfræðinganna. Turing fæddist í London 23. júní 1912. Hann lærði stærðfræ...
Hvað gerðist í tónlistarlífi Íslendinga 1918?
Stutta svarið við spurningunni er að í fátt markvert gerðist beinlínis í tónlistarlífi Íslendinga árið 1918. Frá aldamótunum 1900 og fram til 1918 er hins vegar augljós stígandi í tónlistariðkun landsmanna, sá stígandi hélt áfram eftir 1918 eins og hér verður rakið. Opinber tónlistarflutningur jókst jafnt og þé...
Hvað var efst á baugi í raunvísindum árið 1944?
Ef við hefðum spurt fólk á árinu 1944 hvaða verkefni vísinda bæri þá hæst hefði nær enginn svarað því „rétt“ samkvæmt því sem síðar hefur komið í ljós. Ástand vísinda var þá mjög afbrigðilegt vegna þess að ófriður ríkti víða um heim – heimsstyrjöldin síðari sem svo er kölluð. Vísindi og stríð eiga afar illa saman,...
Er rétt að loðfílar hafi verið erfðafræðilega úrkynjaðir og var útdauði þeirra óhjákvæmilegur?
Loðfílar (Mammuthus primigenius) eru eitt frægasta dæmið um útdauða tegund. Þeir eru skyldir afríkufílnum (Loxodonta africana africana) og áttu tegundirnar sameiginlegan forföður fyrir um 6,2–17,4 milljón árum*. Vísindamenn hafa náð heillegu erfðaefni úr loðfílshræjum sem varðveist hafa í sífreranum. Með nútímatæk...
Hvað getur þú sagt mér um Hubblessjónaukann?
Hubble-geimsjónaukinn (e. Hubble Space Telescope, HST), eða Hubblessjónaukinn, er geimsjónauki sem skotið var á loft með geimferjunni Discovery hinn 24. apríl árið 1990 og á því 25 ára afmæli þegar þetta er skrifað í apríl 2015. Hann er spegilsjónauki og geta mælitæki hans numið vítt svið rafsegulrófsins: Nær-útfj...
Er það rétt að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi hent goðum í Goðafoss?
Örnefnið Goðafoss er að minnsta kosti til í 6 ám á landinu:Fyrst er að nefna Goðafoss í Hallardalsá í landi Klúku í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í Goðdalsá í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í örnefnaskrá er talað um að Goði sem fossinn sé kenndur við sé heygður í Goða í túninu í Goðdal. Í Hofsá í Svarfaða...
Hver fann upp skriðdrekann?
Eins og á oft við um uppfinningar getur verið snúið að segja til um hver fann upp hitt og þetta. Sú hugmynd að nota varin farartæki nær aftur til 9. aldar f.Kr. hjá Assyríumönnum. Assyría var fornt stórveldi í Vestur-Asíu. Notkun farartækja í hernaði má svo rekja aftur til 2. aldar f.Kr. meðal Egypta og fleiri...
Hvenær voru gallabuxur fyrst búnar til?
Upprunalega spurningin var: Hver er uppruni og saga gallabuxnanna? Gallabuxur eru síðbuxur úr þykku, þéttofnu bómullarefni, oftast bláu. Rekja má sögu gallabuxanna aftur til seinni hluta 19. aldar. Í lok árs 1870 fékk klæðskerinn Jacob Davis í Nevada-fylki í Bandaríkjunum það verkefni að útbúa sterkbyggðar ...
Hver er dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi í samanburði við önnur lönd?
Upprunalega var spurningin: Eru Íslendingar hátt á heimslista yfir tíðni hjarta- og æðasjúkdóma? Kransæðasjúkdómar sem valda blóðþurrð eru algeng birtingarmynd hjarta- og æðasjúkdóma. Nýgengi kransæðasjúkdóma á Íslandi hefur farið stöðugt lækkandi undanfarna þrjá áratugi. Samkvæmt gögnum úr Hjartaáfallaskrá...
Hvað hefur vísindamaðurinn Pálmi V. Jónsson rannsakað?
Pálmi V. Jónsson er prófessor og yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítalans. Hann beitti sér fyrir stofnun Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum og hefur verið formaður hennar frá 1999. Þar starfa nú 11 doktorsnemar auk annarra nema og nokkurra sérfræðinga. Pálmi er einn upphafsmann...
Hvað hefur vísindamaðurinn Steven Campana rannsakað?
Steven Campana er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar rannsóknir á fiski- og hákarlastofnum og þáttum sem hafa áhrif á heilbrigði þeirra og fjölda. Veruleg fækkun hefur átt sér stað í mörgum hákarlastofnum í heiminum og ástand þeirra því talið alvarlegt. Þrátt fyrir að vera...
Hvaða rannsóknir hefur Gauti Kristmannsson stundað?
Gauti Kristmannsson, dr. phil., fæddur árið 1960, er prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA-prófi í ensku frá HÍ 1987 og varð löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi sama ár. Hann tók meistarapróf í skoskum bókmenntum við Edinborgarháskóla árið 1991. Hann lauk svo doktorsprófi í þýðingafræði með e...