Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 648 svör fundust
Hver var vísindakonan Marie Curie og hverjar voru helstu uppgötvanir hennar?
Marie Curie er einn frægasti eðlis- og efnafræðingur sögunnar. Hún hlaut tvisar sinnum Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni og frumefninu radíni. Rannsóknir hennar voru sannkallað brautryðjendastarf varðandi eiginleika frumefna og þróun og nýtingu kjarnorku. Marie Curie, eða Maria Sklodowska ein...
Hvenær lærðu Íslendingar að prjóna og af hverjum?
Eftir því sem best er vitað hefur prjón borist til Íslands með kaupmönnum, þýskum, enskum eða hollenskum, á fyrri hluta 16. aldar. Líklegast þykir að þýskir kaupmenn hafi átt mestan hlut að máli. Elsta varðveitta prjónles eða prjónaði fatnaður sem til er á Íslandi og af íslenskum uppruna, mun vera sléttprjónaður b...
Af hverju voru galdraofsóknir svona algengar á Ströndum?
Ofsóknir á hendur galdramönnum breiddust jafnan út í litlum samfélögum þar sem nábúakrytur og tortryggni náðu að grafa um sig. Undirrótin var sá málflutningur kirkjunnar manna að engum væri að treysta, djöfullinn væri alls staðar með vélar sínar að villa um fyrir mönnunum. Þessi málflutningur hafði gengið linnulau...
Til hvers er umskurður?
Innskot ritstjórnar: Þetta svar fjallar um umskurð karlmanna. Umskurður kvenna tíðkast einnig á sumum stöðum en er bannaður á flestum vestrænum löndum, enda af mörgum talinn hrottalegri aðgerð og læknisfræðilega vitagagnslaus. Forhúðin Forhúðin er skinnið á limnum sem er aðeins of stórt fyrir han...
Getur hárið orðið grátt ef maður verður fyrir skelfilegu áfalli?
Margar sögur eru til af því að fólk hafi gránað snögglega í kjölfar áfalls en þetta hefur ekki verið staðfest með vísindalegum rannsóknum. Eins segja foreldrar oft að óþekkir krakkar séu að gera þá gráhærða. Undir eðlilegum kringumstæðum er grátt hár þó hvorki tengt áföllum né óþekkum börnum heldur afleiðing öldru...
Hvernig búa hafmeyjar til aðrar hafmeyjar?
Það leynist ýmislegt í þessari spurningu enda höfum við aldrei heyrt um hafmenn meðal hafmeyja og það er líklega ástæðan fyrir því að spyrjandi orðar spurninguna á þennan hátt. Að vísu er rétt að geta þess að marbendla þekkjum við til dæmis úr íslenskum þjóðsögum. Marbendlunum er stundum lýst þannig að þeir vor...
Er vændi ólöglegt á Íslandi eða bara í gegnum þriðja aðilann?
Í 1. mgr. 206. gr. hegningarlaga er kveðið á um að hver sem greiði eða heiti „greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi“ skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Sé um að ræða barn undir 18 ára aldri, eru sektir eða allt að tveggja ára fangelsisvist. Í 3. mgr. segir að hver sem hafi atvinnu eða við...
Hver var Caroline Herschel og hvert var hennar framlag til stjörnufræðinnar?
Caroline Lucretia Herschel (1750-1848) var breskur stjörnufræðingur. Hún er kunnust fyrir að uppgötva átta halastjörnur og dvergvetrabrautina M110 sem er fylgivetrarbraut Andrómeduþokunnar. Caroline var systir stjörnufræðingsins Williams Herschel (1738-1822) sem var tólf árum eldri en hún og er frægur fyrir að haf...
Hvers vegna er hin gamla lögbók Íslendinga kölluð Grágás?
Einnig var spurt:Hvaðan kemur nafnið Grágás og hvað þýðir það? Nafnið Grágás er haft um elstu lögbók Íslendinga, þá sem var í gildi á þjóðveldistímanum og nokkur ár fram yfir hann en gekk úr gildi þegar hér var lögtekin bók sem hefur (af óþekktri ástæðu) fengið nafnið Járnsíða. Það gerðist á árunum 1271–73. Engin...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Pétursdóttir rannsakað?
Guðrún Pétursdóttir er forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir og dósent í fósturfræði og lífeðlisfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (HÍ). Sem ungur lífeðlisfræðingur tók Guðrún þátt í rannsóknum sem var ætlað að varpa ljósi á þátt erfða og umhverfis í h...
Hvaða íslensku nöfnum geta bæði karlar og konur heitið?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hversu mörg nöfn í íslensku er hægt að nota bæði fyrir karla og konur? Spurningin er nokkuð erfið að því leyti að ómögulegt er að segja fyrir um hvaða nöfn eru skyndilega valin á annað kyn en hefðbundið er (sbr. Sigríður, sjá neðar). Ég mun því tína til þau nöfn í nafnagru...
Af hverju gerir NATO ekkert stórtækt varðandi stríðið milli Ísraels og Palestínu?
Á alþjóðavettvangi er engin alheimsstjórn sem setur sameiginlegar reglur og fylgir þeim eftir. Alþjóðakerfið er sjálfshjálparkerfi sem byggir á samstarfi fullvalda ríkja. Sameinuðu þjóðirnar eru stærsti sameiginlegi vettvangur fullvalda ríkja til að leita lausna á vandamálum heimsins með friðsamlegum hætti. ...
Hvernig var vísinda- og fræðaiðkun háttað í Evrópu á miðöldum?
Á miðöldum mátti finna mikil menntasetur víða um lönd kristinna manna og múslima. Má þar til dæmis nefna Bagdad á 9. öld, en fræðimenn frá öllum löndum streymdu þangað til að gerast hluti af því samfélagi sem myndaðist í kringum „hús viskunnar“ (ar. Bayt al-Hikmah). Í Konstantínópel á 11. öld myndaðist einnig fræ...
Til hvers tóku Íslendingar saman ættfræðirit á fyrri öldum?
Fyrstu minningar hverrar manneskju eru tengdar uppruna og ættmennum. Sérhverjum manni er því náttúrulegt að vita uppruna sinn, vita hvaðan og hverjar kynkvíslir að honum renna. Ættfræði hefir því verið stunduð frá ómunatíð í flestum menningarsamfélögum og er elsta grein sagnfræði meðal þjóða heims. Ættfræði var st...
Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?
Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin ...