Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 745 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan koma nöfnin á mánuðunum?

Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju heita mánuðirnir júlí, september o.s.frv? Hvernig gefa nöfn mánuðanna september, október, nóvember og desember til kynna að þeir séu 7., 8., 9. og 10. mánuðirnir? Mánaðanöfnin sem við notum í dag eru byggð á latneskum heitum sem Rómverjar notuðu um mánuðina í sínu alma...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er líffærakerfi?

Allar lífverur eru gerðar úr frumum. Í fjölfrumungum eru frumurnar sjaldnast stakar heldur raðast þær saman og mynda vefi. Í flestum dýrum, þar á meðal manninum, raðast ólíkir vefir saman og mynda líffæri. Mismunandi líffæri vinna svo saman sem ein heild og mynda líffærakerfi. Sum líffæri tilheyra fleiri en einu ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um sæbjúgu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er sæbjúga? Eru sæbjúgu fiskar eða gróður?Hvað eru til margar tegundir af sæbjúgum?Geta sæbjúgu eignast börn? Hvað geta sæbjúgu orðið gömul?Hvaða þjóðir borða helst sæbjúgu? Sæbjúgu (Holothuroidea) eru hvorki gróður né fiskar heldur einn sex ættbálka innan fylkingu skrápdýra ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér það helsta um skjaldbökur?

Skjaldbökur eru afar frumstæð skriðdýr af ættbálknum Chelonia. Helsta einkenni þeirra er skjöldurinn sem umlykur skrokkinn og geta þær dregið bæði fætur og höfuð inn undir hann ef hætta steðjar að. Fæðuval skjaldbaka er nokkuð fjölbreytilegt. Þar sem þær eru tannlausar, og hafa sennilega verið það í 150 milljó...

category-iconFornfræði

Um hvað fjalla Hómerskviður?

Hómerskviður eru tvær, Ilíonskviða og Ódysseifskviða. Ilíonskviða er talin vera eldri, ort um 750 f. Kr. Ilíonskviða Ilíonskviða fjallar um atburði Trójustríðsins, þegar Akkear (Grikkir) sátu um Trójuborg. Ilíonsborg er annað heiti á Tróju en stofnandi borgarinnar var sagður hafa verið Ilíos. Umsátrið, sem ...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?

Árið 1989 dæmdi Ruhollah Khomeini, æðsti klerkur byltingarstjórnarinnar í Íran, rithöfundinn Salman Rushdie (f. 1947) til dauða fyrir guðlast. Að mati Khomeinis fól bókin Söngvar Satans eftir Rushdie í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans. Jafnframt taldi Khomeini að bókin rangt...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um fléttur?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað geturðu sagt mér um fléttur? Hver er stofn þeirra, er einhver samkeppni og hvert er kjörbýli þeirra? Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (e. cyanobacteria) eða grænþörungs. Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fl...

category-iconHugvísindi

Hvernig skrifa ég nafnið mitt á arabísku, mongólsku og rúnaletri?

Vísindavefnum berast stundum spurningar um það hvernig eigi að umrita nöfn eða orð á öðru stafrófi. Hér eru dæmi um nokkrar spurningar af þessu tagi: Hvernig skrifa ég Bergur Bjarki Ingason á arabísku? Hvernig á ég að skrifa nafnið mitt á rúnaletri? Hvernig á að umrita íslensk orð á devanagari-stafrófi? Getið ...

category-iconEfnafræði

Hvað er kadmín og hvaða áhrif hefur það á líkamann?

Kadmín er mjúkur og silfurlitur málmur.Kadmín (e. cadmium) er frumefni númer 48 í lotukerfinu og er skammstöfun þess Cd. Kadmín er mjúkur og silfurlitur málmur með bræðslumarkið 321°C. Rafeindir á ysta hvolfi frumeindar kallast gildisrafeindir (e. valence electrons) og ræður skipan þeirra miklu um eiginleika fr...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig er hægt að rekja IP-tölur?

Að rekja IP-tölu getur haft mismunandi merkingu. Samskipti sem fara um Internetið sendast á milli staða í gegnum netbúnað Internetfyrirtækja (e. internet service provider, skammstafað ISP). Þessi netbúnaður er eins konar æðakerfi Internetsins og sér hann um að senda alla umferð á milli notenda á sinn stað. Marg...

category-iconFornleifafræði

Hver er elsta rúnarista sem hefur fundist á Íslandi?

Elst er án efa spýtubrot úr ýviði, sem fannst í byrjun árs 2010 við fornleifarannsóknir á Alþingisreitnum, í viðarsýnum úr IV. og elsta fasanum, sem er frá tímabilinu 871–1226 á svæði C. Spýtan fannst neðarlega í mýrarefju þar sem mikið var af náttúrulegum og unnum viði. Undir þessum sýnum í mýrarefjunni voru ekki...

category-iconLandafræði

Hvenær varð Evrópa til?

Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu. Ef við lítum til jarðsögunnar má segja að Evrópa hafi myndast einhvern tíma frá lokum trías-tímabilsins, fyrir um 200 milljónum ára, fram til krítar-tímabilsins, fyrir um 65 milljónum ára. Hægt er að sjá ágæta skýringarmynd af myndun meginlandanna í svari við spurn...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað eru nýyrði?

Íslenska orðið nýyrði samsvarar að flestu leyti því sem vísað er til með enska orðinu neologism, hinu norska orði neologisme og með sambærilegum orðum í mörgum fleiri málum. Á merkingunni er þó mikilvægur munur sem gert verður grein fyrir hér á eftir. Lítum á tvær erlendar skýringar á neologism(e): Úr alfræ...

category-iconEfnafræði

Hvernig virkar litrófsgreinir?

Litrófsgreinir (e. spectrophotometer) er almennt heiti yfir tæki sem mælir styrk ljóss (rafsegulbylgna) eftir bylgjulengdum, ýmist fyrir ljómun (e. emission) eða gleypni (e. absorption) efna. Slík tæki eru mismunandi að gerð eftir því hvort um er að ræða ljómunar- eða gleypnimælingar og háð því um hvaða litrófssv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munur á mjólkurfernu og mjólkurhyrnu?

Orðið hyrna er skylt orðinu horn og hefur verið notað í margs konar merkingu, meðal annars um hvassa fjallstinda eins og ýmis örnefni bera vitni um (Skarðshyrna og Lýsuhyrna) og um klúta eða sjöl, einkum þau sem eru þríhyrnd (samanber samsetta orðið þríhyrna) eða brotin í horn. Þegar fyrst var farið að selja mj...

Fleiri niðurstöður