Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær varð Evrópa til?

Brynhildur Ingimarsdóttir

Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu. Ef við lítum til jarðsögunnar má segja að Evrópa hafi myndast einhvern tíma frá lokum trías-tímabilsins, fyrir um 200 milljónum ára, fram til krítar-tímabilsins, fyrir um 65 milljónum ára. Hægt er að sjá ágæta skýringarmynd af myndun meginlandanna í svari við spurningunni Af hverju brotnaði Pangea upp?

Hugmyndin um Evrópu og heiti álfunnar varð þó vitanlega til miklu seinna. Eins og fram kemur í svörum Sverris Jakobssonar við spurningunum Hvað merkir orðið Evrópa? og Hvaða fornu heimildir segja frá goðsögunni um Evrópu? var upprunalega vísað í hugtakið Evrópa í grískum goðsögum. Talið er að orðið Evrópa hafi hugsanlega merkt „meginland“ hjá Forn-Grikkjum en elsta dæmið um notkun Evrópu sem álfu er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr.

Forngríski sagnaritarinn Heródótos frá Halikarnassos (f. um 484 f.Kr) skipti svo heiminum í þrjár heimsálfur, það er Evrópu, Asíu og Líbíu (Afríku), en nánar er fjallað um það í svari við spurningunni Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur? Þessi þrískipting heimsins var ríkjandi fram til loka 15. aldar þegar könnun Norður- og Suður-Ameríku hófst.

Mörk Evrópu héldust þó lengur. Í norðri, vestri og suðri voru mörk Evrópu nokkuð ljós þar sem álfan lá að hafi en málið vandaðist hins vegar þegar kom að afmörkun hennar í austri. Samkvæmt Heródótosi voru mörk Asíu og Evrópu mörkuð af ánni Don í Úkraínu, sem þá var nefnd Tanais. Þessi mörk Evrópu í austri héldust fram til loka 17. aldar.

Í upphafi 18. aldar vildi Pétur mikli, þáverandi keisari Rússlands, færa Rússland nær Evrópu og bað landfræðinginn Vassili Tatichtchev að færa mörk Evrópu austar. Tatichtchev ákvað þá að miða mörk Evrópu í austri við Úralfjöllin í Rússlandi.

Evrópa og mörk hennar á þessu korti eru almennt viðurkennd í dag. Flatarmál Evrópu er um 10 milljón ferkílómetrar, nánar tiltekið 10.392.855 km2.

Í dag eru flestir landfræðingar sammála um að miða eystri mörk Evrópu við línu sem dregin er um austurhlíðar Úralfjalla og ána Úral að Kaspíahafi. Nánar er fjallað um landamæri Evrópu í svari við spurningunni Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?

Heimildir og mynd:

Höfundur

Brynhildur Ingimarsdóttir

alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Útgáfudagur

29.11.2013

Spyrjandi

Elín Kristjánsdóttir

Tilvísun

Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvenær varð Evrópa til?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=11170.

Brynhildur Ingimarsdóttir. (2013, 29. nóvember). Hvenær varð Evrópa til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=11170

Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvenær varð Evrópa til?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=11170>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær varð Evrópa til?
Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu. Ef við lítum til jarðsögunnar má segja að Evrópa hafi myndast einhvern tíma frá lokum trías-tímabilsins, fyrir um 200 milljónum ára, fram til krítar-tímabilsins, fyrir um 65 milljónum ára. Hægt er að sjá ágæta skýringarmynd af myndun meginlandanna í svari við spurningunni Af hverju brotnaði Pangea upp?

Hugmyndin um Evrópu og heiti álfunnar varð þó vitanlega til miklu seinna. Eins og fram kemur í svörum Sverris Jakobssonar við spurningunum Hvað merkir orðið Evrópa? og Hvaða fornu heimildir segja frá goðsögunni um Evrópu? var upprunalega vísað í hugtakið Evrópa í grískum goðsögum. Talið er að orðið Evrópa hafi hugsanlega merkt „meginland“ hjá Forn-Grikkjum en elsta dæmið um notkun Evrópu sem álfu er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr.

Forngríski sagnaritarinn Heródótos frá Halikarnassos (f. um 484 f.Kr) skipti svo heiminum í þrjár heimsálfur, það er Evrópu, Asíu og Líbíu (Afríku), en nánar er fjallað um það í svari við spurningunni Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur? Þessi þrískipting heimsins var ríkjandi fram til loka 15. aldar þegar könnun Norður- og Suður-Ameríku hófst.

Mörk Evrópu héldust þó lengur. Í norðri, vestri og suðri voru mörk Evrópu nokkuð ljós þar sem álfan lá að hafi en málið vandaðist hins vegar þegar kom að afmörkun hennar í austri. Samkvæmt Heródótosi voru mörk Asíu og Evrópu mörkuð af ánni Don í Úkraínu, sem þá var nefnd Tanais. Þessi mörk Evrópu í austri héldust fram til loka 17. aldar.

Í upphafi 18. aldar vildi Pétur mikli, þáverandi keisari Rússlands, færa Rússland nær Evrópu og bað landfræðinginn Vassili Tatichtchev að færa mörk Evrópu austar. Tatichtchev ákvað þá að miða mörk Evrópu í austri við Úralfjöllin í Rússlandi.

Evrópa og mörk hennar á þessu korti eru almennt viðurkennd í dag. Flatarmál Evrópu er um 10 milljón ferkílómetrar, nánar tiltekið 10.392.855 km2.

Í dag eru flestir landfræðingar sammála um að miða eystri mörk Evrópu við línu sem dregin er um austurhlíðar Úralfjalla og ána Úral að Kaspíahafi. Nánar er fjallað um landamæri Evrópu í svari við spurningunni Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?

Heimildir og mynd:

...