Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4374 svör fundust
Hvað merkir orðið bóhem?
Orðið bóhem er tökuorð, komið í íslensku úr dönsku boheme og merkir ‘léttúðarmaður, lausingi, maður sem telur sig ekki bundinn af hefðbundnum reglum’. Í dönsku er það tekið að láni úr frönsku bohème í merkingunni ‘sígauni’. Upphaflega var átt við mann frá Bæheimi en þaðan kom fjöldi sígauna til Vestur-Evrópu....
Af hverju erum við í nærbuxum? Er það félagslegt eða vegna þæginda?
Nærbuxur hafa væntanlega þróast fyrst sem hlífðarfatnaður, en öðlast síðan táknræna merkingu með ýmsum hætti í tímans rás. Mannfræðingar hafa í rannsóknum sínum fundið og sagt frá fjölmörgum þjóðflokkum víðs vegar um heim, sem ganga um án þess að fara í buxur eða skýlu. Því verður ekki sagt að nærbuxnan...
Er í alvörunni til rétt mataræði fyrir mismunandi blóðflokka og þá hvers vegna?
Mjög ólíklegt verður að teljast að til sé eitthvert sérstakt mataræði sem höfðar til hvers blóðflokks fyrir sig. Ef svo væri þá er næringarfræðin sem vísindagrein langt frá því að finna nákvæmlega út hvernig slíkt mataræði eigi að vera. Hugmyndir næringarfræðinnar í dag eru þær að fólk neyti fjölbreyttrar fæðu úr ...
Af hverju vex hárið?
Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Alma Vignisdóttir (fædd 1990): Hvað eru mörg hár á höfðinu á mér? Anna Jóhannsdóttir: Hvað vex hárið á höfðinu marga cm á mánuði? Rósa G. Bergþórsdóttir: Hvers vegna vaxa hár í handakrikunum á konum? Stefán Önundarson: Hvernig stendur á því að við fáu...
Hver yrðu áhrif sólarljóssins á jörðina ef ekki væri raki í andrúmsloftinu sem dreifir og endurkastar því?
Í stuttu máli má segja að raki eða vatnsgufa í lofthjúpnum sé ein af gróðurhúsalofttegundunum. Líklegast er því að minni raki í loftinu mundi leiða til nokkurrar kólnunar. Málið er þó talsvert flókið eins og nánar kemur fram í textanum hér á eftir. Ef vatnsgufan þéttist í dropa sem mynda ský eykst endurkast sól...
Hvers vegna er flugvél hálftíma lengur að fljúga frá Keflavík til Boston en öfugt?
Spurningin vísar trúlega í flugáætlanir flugfélaga en þar er algengt að gert sé ráð fyrir lengri flugtíma aðra leiðina en hina. Það stafar af því að vindi á flugleiðinni er misskipt þannig að hann er oftar í aðra áttina. Hér á Norður-Atlantshafinu eru suðvestlægir vindar ríkjandi, ekki síst í háloftunum þar sem þe...
Hvenær voru lög um bann við ættarnöfnum samþykkt á Alþingi? Hvað yrði gert ef ég byggi til mitt eigið ættarnafn í dag?
Ættarnöfn komu mjög seint til sögunnar hér á landi og má heita að Íslendingar einir norrænna þjóða haldi hinum forna sið að kenna sig til föður eða móður. Er talið að fyrstu ættarnöfnin hér á landi séu frá 17. öld en þeim fjölgaði mjög á 19. öld vegna danskra áhrifa. Árið 1881 fluttu tveir alþingismenn frumvarp ti...
Hversu margar dýrategundir hafa einungis einn maka á lífsleiðinni? Hvaða dýr eru það?
Nokkur pörunarmynstur eru þekkt í náttúrunni. Í fyrsta lagi er það svokallað einkvæni (e. monogamy). Einkvæni kallast það þegar dýr velja sér annað dýr til pörunar á hverju pörunartímabili en halda að því loknu í sitt hvora áttina. Í öðru lagi er það svokallað fjölkvæni (e. polygyny). Fjölkvæni kallast það þegar ...
Hvað eru Inkar?
Inkar kölluðust indíánar á meginlandi Suður-Ameríku. Þeir bjuggu í Inkaríkinu sem var stærsta ríki indíána. Inkaríkið var stofnað um 1200 og byrjaði sem lítið smáríki kringum höfuðborgina Cuzco en teygði sig langt norður og suður eftir Andes-fjöllunum á 15.öld. Þjóðhöfðinginn var kallaður Inkinn og var voldugastur...
Breytist útlit minka eftir árstíma eða kyni?
Útlit minka er breytilegt milli árstíða. Stafar það af breytingum á feldinum og líkamsástandi dýranna. Kynjamunur er á stærð minka en að öðru leyti eru kynin lík í útliti. Minkar fara úr hárum tvisvar á ári og nýr feldur vex. Þeir fara í sumarbúning í apríl og vetrarbúning í september og október. Nokkur mun...
Hver var Arban?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver var Arban? Eina sem ég veit um hann er að hann samdi tónlistarbók sem er enn notuð. Jean Babtiste Arban er frægastur fyrir að hafa veitt kornetthljóðfærinu brautargengi, bæði með snjöllum leik sínum og kennsluaðferðum sem nefnast 'aðferð Arbans'. Arban fæddist 28. feb...
Hver var Pandóra, og hver er sagan á bak við öskjuna hennar?
Samkvæmt grískri goðafræði var Pandóra fyrsta konan á jörðinni. Guðirnir höfðu falið bræðrunum Epimeþeifi (nafnið þýðir eftirsjá) og Prómeþeifi (“forsjálni”) að fylla jörðina lífi. Epimeþeifur byrjaði á að skapa dýrin og gaf þeim ýmsa eiginleika, styrk, hraða og klókindi, og feld og fjaðrir til að verja sig með...
Mega samkynhneigðir á Íslandi ekki ættleiða börn?
Samkynhneigðir á Íslandi hafa ekki heimild að lögum til svokallaðrar frumættleiðingar barna. Samkynhneigður aðili í staðfestri samvist má hins vegar ættleiða stjúpbarn sitt, það er barn sem maki hans á fyrir. Þetta kemur fram í 2. gr. laga 130/1999 um ættleiðingar og 1. mgr. 6. gr. laga 87/1996 um staðfesta samvis...
Getur einstaklingur lært og geymt lærdóm í heilanum endalaust og notfært sér hann?
Vísindamenn vita nú orðið margt um heilann í okkar, til að mynda það að hann getur geymt meira af upplýsingum en við gætum nokkurn tíma þurft að muna. Um þetta má til dæmis lesa í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt? Við getum þess vegna svarað fyrri hluta spurningari...
Hversu háa greindarvísitölu þarf manneskja að hafa til að geta gengið í Mensa?
Baldvin spurði: Eru til íslensk Mensa-samtök eða er hægt að taka Mensa-próf á íslensku og fá það gilt til inngöngu? Mensa eru alþjóðleg samtök fólks með háa greind, stofnuð árið 1946. Hugmyndin var að skapa þessu fólki vettvang til að hittast og skiptast á skoðunum, og að hvetja til frekari rannsókna á mannleg...