Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 936 svör fundust
Hver var Kató gamli?
Marcus Porcius Cato, sem kallaður er Kató gamli, var rómverskur stjórnmálamaður og ræðumaður, uppi milli 234 og 149 fyrir Krist. Sem ungur maður barðist hann í öðru af þremur svokölluðum púnverskum stríðum sem Rómverjar háðu við Púnverja, íbúa borgarinnar Karþagó sem stóð í Norður-Afríku, ekki langt frá þeim s...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu?
Á norðurhveli jarðar er Vega næst bjartasta stjarna næturhiminsins, á eftir Síríusi, rétt aðeins bjartari en Kapella í Ökumanninum og fimmta bjartasta stjarna himins. Stjarnan er af birtustigi 0,03. Vega er pólhverf, það er sest aldrei frá Íslandi séð en er samt oft bara rétt ofan við sjóndeildarhringinn. Stjarnan...
Hvaða áhrif hafði Aristóteles á miðöldum og fyrir hvað var hann þekktur?
Aristóteles var þekktastur og áhrifamestur heimspekinga á miðöldum og með nokkrum rétti mætti kalla 12. og 13. öld aldir Aristótelesar. Þegar Tómas frá Akvínó vísar til Aristótelesar í ritum sínum lætur hann sér nægja að kalla hann “heimspekinginn” – allir vita við hvern er átt. Rit Aristótelesar voru uppgötvuð sm...
Var böðull Jóns Arasonar íslenskur glæpamaður eða danskur embættismaður?
Böðullinn sem hjó Jón Arason biskup á Hólum og syni hans tvo, Ara lögmann og séra Björn á Melstað, 7. nóvember árið 1550, var íslenskur og hét Jón Ólafsson. Norðlenskir hefndu þeirra feðga árið 1551. Í Setbergsannál segir:Þegar þeir norðlenzku riðu frá Kirkjubóli eftir hefnd fyrir þá feðga, fundu þeir böðulinn,...
Hvað getið þið sagt mér um vöðvavefi dýra?
Helstu flokkar vöðvavefja hjá hryggdýrum eru sléttir vöðvar, þverrákóttir vöðvar og hjartavöðvinn. Þessir vöðvavefir hafa mismunandi eiginleika og útlit. Þverrákóttir vöðvar samanstanda af löngum frumum sem geta orðið allt að 4 cm á lengd. Þessar frumur eru sívalar og innihalda marga kjarna (ekki einn kjarna ...
Er anarkismi pólitísk stefna? Ef svo er, hvernig þá?
Hugtakið anarkismi, eða stjórnleysisstefna, er í stjórnmálafræði notað yfir þá hugsjón að samfélagið geti, og skuli, stjórnast án miðstýrðs ríkisvalds. Stjórnleysi í þessum skilningi felur ekki í sér fullkomið skipulagsleysi eða upplausn, heldur hitt að skipulagið sé að öllu leyti sjálfsprottið. Þannig merkir grís...
Getur orðið sjálfsíkviknun í fólki, samanber móður Jakobs ærlega?
Í fyrsta kafla sögunnar Jakob ærlegur eftir enska rithöfundinn Frederick Marryat (1792-1848), segir frá drykkfelldri móður aðalsöguhetjunnar. Þegar yngri bróðir Jakobs drukknar huggar faðir Jakobs eiginkonu sína með því að færa henni stóran tebolla af gini. Eins og segir í sögunni þurfti hún að „fá nokkrum sinnum ...
Af hverju er unglingaólétta algengari í Bandaríkjunum en Evrópu?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaða breytur hafa áhrif a tíðni unglingaóléttu? Af hverju er tíðni unglingaóléttu hærri í Bandaríkjunum en Evrópu?Tíðni þungana unglingsstúlkna má skýra út frá margvíslegum sjónarhornum, það er samfélaginu, fjölskyldunni og unglingnum. Samfélagssjónarhornið kemur inn á ski...
Hver er munurinn á sprengigosi og seigfljótandi gosi?
Sprengigos einkennast af mikilli gosgufu og gosmöl en í flæðigosum (hraungosum) kemur nær eingöngu upp hraun. Það fer svo eftir efnasamsetningu kvikunnar hversu þunn- eða seigfljótandi hún er. Í flestum tilfellum er þó um að ræða blönduð gos þar sem gosefnin eru bæði gjóska og hraun. Sprengigos einkennast af...
Hvað eru spóluormar og hvers vegna fá kettir þá?
Spóluormarnir í köttum, eða kattaspóluormar (Toxocara cati), eru af hópi þráðorma (Nematoda) sem er ein ætt spóluorma (Ascaridae). Til þráðorma teljast um 15.000 tegundir ormlaga hryggleysingja. Það merkilega við þennan hóp er gríðalegur fjöldi einstaklinga. Í einni lúku af frjósömum jarðvegi getur verið að finna ...
Hvað gerist þegar maður lætur braka í puttunum?
Hér er einnig svar við spurningunum:Er vont fyrir liðina að láta braka í puttunum?Er óhollt að láta braka í puttunum á sér?Það er alltaf verið að segja að maður fái liðagigt af því að láta braka í puttunum, en hvað gerist í raun og veru?Hvað gerist þegar látið er braka eða smella í liðamótum (til dæmis í puttum) o...
Hvers vegna er reglan sú að kirkjudyrum beri að snúa í vesturátt og af hverju er stundum brugðið út af þeirri reglu?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningu frá Hörpu Lind:Hvernig snýr lík í gröfinni? Ástæðan er fyrst og fremst trúar- og táknfræðileg. Sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar skipta miklu máli í trúarlegri táknfræði, en í þessari reglu speglast þó fyrst og fremst upprisutrú kristinna manna. Kirkjur...
Hvað er greifingi?
Greifingjar tilheyra ættinni Mustelidae og ættbálki rándýra (Carnivora). Þeir flokkast í átta tegundir sem greinast í sex ættkvíslir. Svonefndur hungangsgreifingi raðast í sérstaka undirætt sem er nefnd hunangsgreifingjaætt (Mellivoinae) en aðrir greifingjar tilheyra undirættinni Melinae. Tegundirnar eru ólíkar hv...
Af hvaða ættbálki, ætt, ættkvísl og tegund er sandreyðurin?
Sandreyðurin (Balaenoptera borealis, e. sei whale) er ein algengasta tegund stórhvela sem finnast hér við land. Hún finnst í öllum höfum í heiminum en heldur sig frá hafsvæðum við miðbaug og heimskautasjó. Sandreyðurin tilheyrir öðrum af tveimur undirættbálkum núlifandi hvala, skíðishvala, en honum tilheyra aðeins...
Hvað er maurildi?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Guðný Pálsdóttir: Hvað er maurildi?Unnsteinn Guðmundsson: Maurildi, til hvaða dýrategunda flokkast þau og hver er ástæða fyrir ljósadýrðinni sem þau gefa frá sér? Skoruþörungurinn Noctilucascintillans. Smellið til aðsjá stærri mynd. Maurildi (e. phosphorescence) er ljós...