Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1363 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir „skor“ í orðum eins og stærðfræðiskor, og hvernig er það tilkomið? Eru til samsvarandi orð í skyldum tungumálum?

Orðið skor hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra er ‛deild í her Rómverja’ og er sú merking merkt „söguleg“ í Íslenskri orðabók. Frá þessari merkingu er vísast leidd sú notkun að nefna undirdeildir í skólum, einkum háskólum, skorir. Þá er um að ræða þann hluta háskóladeildar sem er saman um námsgreinar, ...

category-iconVísindi almennt

Hversu mörg skip eru á Íslandi ef smábátar eru taldir með?

Samkvæmt lögum nr. 115/1985 eru öll skip sem eru 6 m eða lengri skráningarskyld. Siglingastofnun Íslands hefur umsjón með skráningunni. Á hverju ári er gefin út heildarskrá fyrir íslensk skip sem byggð er á þessari skráningu og þar er að finna ýmsar upplýsingar sem áhugafólki um skip og báta gætu þótt forvitnilega...

category-iconHugvísindi

Af hverju heita egg skötunnar pétursskip?

Tindabikkjan sem er skötutegund gerir hylki utan um egg sín og ganga þau undir ýmsum nöfnum. Algengust eru pétursbudda og pétursskip en einnig eru þau nefnd pétursbörur, péturspungur og skötuskip. Orðabók Háskólans á dæmi um pétursskip og pétursbuddu frá síðari hluta 18. aldar en hin virðast öll yngri. Nafnið...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er vindhani?

Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Marðar Árnasonar frá 2002 getur orðið vindhani haft tvenns konar merkingu:veðurviti á húsmæni, flatt spjald (oft í hanalíki) sem snýst eftir vindáttóstöðugur, hverflyndur maðurAuðskilið er að menn hafi látið sér detta hana í hug í tengslum við veðurvitann og yfirfærslan frá f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðatiltækið að vera á mála hjá einhverjum?

Orðasambandið að vera á mála hjá einhverjum er haft um það þegar maður er samningsbundinn til að vinna fyrir einhvern með því að vera hluti af liði hans. Í íþróttafréttum er þetta stundum notað um samninga leikmanna. Eiður Smári var á mála hjá Barcelona áður en hann gerði samning við Monaco. Orðið máli merkir a...

category-iconFélagsvísindi

Hversu mikils virði er ein íslensk króna í dag miðað við eina krónu árið 1935?

Erfitt er að fá einhlítan mælikvarða á breytingu verðlags, sérstaklega yfir svo langt tímabil. Skýringarnar eru margar og ein er sú að vörur og þjónusta og neysla manna hafa breyst mjög á þessum tíma. Engu að síður má reyna að meta slíkar verðbreytingar með ýmiss konar verðvísitölum. Hér verður stuðst við svokalla...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju hafa íslensk börn fitnað svona mikið undanfarin ár? Er Ísland að ná Ameríku?

Tvær meginástæður eru til þess að menn eða önnur dýr fitna: Annars vegar of mikið af orkuríkum mat og hins vegar of lítil orkunotkun með hreyfingu. Breytingar á íslenskum börnum og öðrum Íslendingum að undanförnu stafa af þessum tveimur ástæðum. Annars vegar þarf fólk ekki lengur að spara við sig matinn eins og ge...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er skilgreiningin á dvergi og eru til íslensk heiti yfir dwarf, midget og pygmy?

Dvergur er oftast skilgreindur sem einstaklingur sem er lægri en 147 cm á fullorðinsaldri. Ensku orðin "dwarf", "midget" og "pygmy" eru öll þýdd með íslenska orðinu dvergur. Til eru orðin skógardvergur og dvergsvertingi yfir þá sem nefnast pygmy á ensku og einnig er orðið íslenskað sem pygmýi. Brjóskkyrkingur e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað felst í útlenda orðinu parkour og er til einhver íslensk þýðing á parkour-hlaupi?

Parkour er upprunnið í Frakklandi og er heitið komið af franska orðinu „parcours“ sem merkir leið. Í stuttu máli snýst parkour um að komast á milli staða eins fljótt og hægt er, nota hindranir og skemmta sér í leiðinni. Parkour má stunda hvar sem er og algengast er að leikvöllurinn sé borgarumhverfi, svo sem veggi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli?

Til að svara þessari spurningu könnuðum við orðtíðni þriggja texta: Nýja testamentisins, Njáls sögu og handrits af væntanlegri bók með völdum svörum af Vísindavefnum. Lítið tölvuforrit var smíðað til að sjá um talninguna og helstu niðurstöður eru þessar: Algengir stafir, algengustu efst. Nýja testamentiðNjál...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur vatn verið þurrt?

Gestir okkar hafa greinilega gaman af að velta fyrir sér merkingu orðanna þó að tengingin við raunveruleikann sé að vísu oft á næstu grösum. Við kveinkum okkur alls ekki undan þessu því að við höfum líka lúmskt gaman af að spá í orðin og tungumálið. Hins vegar þurfa kannski báðir aðilar að gæta sín á því að festas...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan eru eyrnamörk á búfénaði?

Eignarmörk voru hvarvetna nauðsynleg þar sem búfé gekk sjálfala um lengri eða skemmri tíma. Einfaldast var að skera með ýmsum hætti í eyru dýranna eða brennimerkja þau sem voru hyrnd. Einnig voru viðarmörk eðlileg þar sem rekavið bar á fjöru tiltekinnar jarðar og ekki voru strax tök á að hirða hann. Jafnvel þótti ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég veit að flestir líkamshlutar okkar eiga sér samsvörun í germönskum málum. En sum þeirra virðast ekki falla í þann flokk. Hvaðan koma heiti eins og heili, enni, mæna, vélinda, lófi, il, þind og bris? Germönsk mál skiptast í þrjár málaættir, norðurgermönsk mál (ís...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða merkingu hefur það þegar barn fæðist í „sigurkufli”?

Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar merkir orðið sigurkufl ‘(órofin) fósturhimna utan um nýfætt barn’. Fósturhimnan eða líknarbelgurinn er belgur sem umlykur fóstur ásamt legvatni í móðurkviði. Við fæðingu rofnar belgurinn yfirleitt og kemur út ásamt fylgjunni eftir að barnið er fætt. Stund...

category-iconMálvísindi: íslensk

Fólk notar sögnina að jánka, má þá ekki nota sögnina að neinka?

Sögnin að jánka merkir 'játa einhverju (dræmt), segja já (með semingi)'. Um hana eru dæmi í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans allt frá því á 17. öld. Hún er einnig til í færeysku sem jánka og gjánka 'dragast á, hálflofa einhverju'. Ekki er vitað með vissu um upprunann. Giskað hefur verið á að sögnin sé blendingsm...

Fleiri niðurstöður