Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaHugvísindiMálvísindi: íslenskHvað þýðir „skor“ í orðum eins og stærðfræðiskor, og hvernig er það tilkomið? Eru til samsvarandi orð í skyldum tungumálum?
Orðið skor hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra er ‛deild í her Rómverja’ og er sú merking merkt „söguleg“ í Íslenskri orðabók. Frá þessari merkingu er vísast leidd sú notkun að nefna undirdeildir í skólum, einkum háskólum, skorir. Þá er um að ræða þann hluta háskóladeildar sem er saman um námsgreinar, til dæmis stærðfræðiskor, eðlisfræðiskor, íslenskuskor og fleira.
Í ýmsum erlendum háskólum tíðkast að skipta háskóladeildum niður á svipaðan hátt. Algeng heiti eru til dæmis afdeling á dönsku, Abteilung á þýsku og department og division á ensku en sjálfsagt eru fleiri heiti notuð.
Mynd:
Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir „skor“ í orðum eins og stærðfræðiskor, og hvernig er það tilkomið? Eru til samsvarandi orð í skyldum tungumálum?“ Vísindavefurinn, 9. september 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=14050.
Guðrún Kvaran. (2010, 9. september). Hvað þýðir „skor“ í orðum eins og stærðfræðiskor, og hvernig er það tilkomið? Eru til samsvarandi orð í skyldum tungumálum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=14050
Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir „skor“ í orðum eins og stærðfræðiskor, og hvernig er það tilkomið? Eru til samsvarandi orð í skyldum tungumálum?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=14050>.