Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1118 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fjall í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi er ýmist nefnt Gunnólfsfell, Gunnúlfsfell, eða Gunnungsfell. Getið þið skorið úr um rétt nafn?

Þessi nöfn koma ekki fram í miðaldaritum, en talið er að fjall sem nefnt er Kolssonafjall í Landnámabók geti átt við þetta fjall (Íslenzk fornrit I:120-121). Elstu tiltækar heimildir um nöfnin eru sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags um Setbergssókn, önnur frá 1840 eftir sr. Einar Sæmundsson, hin frá 18...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers konar letur notuðu Mayarnir og um hvað fjalla varðveittir textar þeirra?

Letur Mayanna var fræðimönnum lengstum algjör ráðgáta. Þúsundir leturflata á veggjum bygginga, á minningarsúlum (e. stele) og á þeim fáu bókum og bókarslitrum sem varðveist hafa, blöstu við mönnum án þess þeir greindu á þeim haus eða sporð. Fransiskusbiskupinn Diego de Landa (1524-1579) hóf fyrstur að rannsaka let...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða lög gilda á úthafinu?

Almennt er litið svo á að úthafið, svipað og geimurinn, sé svokölluð almenningseign. Á latínu er þetta nefnt res communes, en það merkir það sem öllum er sameiginlegt. Þetta á við um svæði eða rými sem eru utan yfirráðasvæða einstakra ríkja og eru öllum frjáls til umferðar og nota. Ekkert ríki á betri eða meiri ré...

category-iconHugvísindi

Hvernig töldu stóumenn að við gætum orðið dygðug?

Um stóuspeki er fjallað meira í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvað er stóuspeki? og Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina? Við bendum lesendum á að kynna sér þau svör. Stóumenn voru nauðhyggjumenn og töldu að allt sem gerðist væri fyrirfram ákveðið. Nauðhyggjan var óaðskiljanlegur hlut...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna valda dýr ofnæmisáhrifum og er hægt að hafa ofnæmi fyrir feldi af sel?

Það er ekki vitað hvers vegna dýr valda ofnæmi, en öll pelsdýr geta valdið því. Þó eru einkenni mismikil eftir dýrum. Þannig eru einkenni við kattaofnæmi yfirleitt meiri en einkenni frá hundum. Einkenni frá hestum og nautgripum geta einnig verið mikil, en ofnæmi fyrir sauðfé er sjaldgæft og þá yfirleitt einnig mjö...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er líf á öðrum stöðum en jörðinni?

Menn hafa lengi velt lífi í geimnum fyrir sér enda er geimurinn gríðarstór. Við skulum reyna að gera okkur í hugarlund hversu stór alheimurinn er en meira má lesa um það í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni: Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt? Í okkar sólkerfi eru 8 reikistjörnur, þar á m...

category-iconLögfræði

Í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi í Grettis sögu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, í LXXVIIunda kapítula Grettis sögu má lesa um útlegð á þjóðveldistímanum. En í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi? Fjalla-Eyvindur dugir ekki til, en engin svör í Grágás heldur. Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum? Bestu kveðjur ...

category-iconLögfræði

Er löglegt að skjóta dróna sem fer inn á einkalóð niður með haglabyssu?

Dróni er samkvæmt íslenskri orðabók fjarstýrt loftfar. Drónar eru ómönnuð loftför en samkvæmt lögum um loftferðir nr. 60/1998 er loftfar sérhvert tæki sem haldist getur á flugi vegna verkana loftsins, annarra en loftpúðaáhrifa við yfirborð jarðar. Lögin gilda því um dróna. Einnig er reglugerð nr. 770/2010 um f...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Birgir Hrafnkelsson rannsakað?

Birgir Hrafnkelsson er prófessor í tölfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Birgis snúa að þróun tölfræðilíkana fyrir veðurfræði, vatnafræði, jarðskjálftaverkfræði og jöklafræði. Líkönin byggja á Bayesískri tölfræði og mörg þeirra taka tillit til landfræðilegrar staðsetningar mælinganna. Hluti af ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Stefanía Óskarsdóttir stundað?

Rannsóknir Stefaníu Óskarsdóttur, dósents í Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, eru á sviði samanburðarstjórnmála með áherslu á íslensk stjórnmál. Síðustu ár hefur Stefanía einkum skoðað þróun þingræðisskipulagsins hérlendis og aðkomu hagsmunasamtaka að opinberri ákvarðanatöku. Hún hefur sýnt fram á að íslensk s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju notum við Norðmenn en ekki Normenn um fólk frá Noregi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvers vegna íslenska orðið yfir fólk frá Noregi ritað með ð-i, Norðmaður, en ekki Normaður. Hvaðan kemur ð-ið? Skýringin á Noregur í Íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, sem aðgengileg er nú á málið.is hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju loga svona miklir gróðureldar í Ástralíu?

Frá haustinu 2019 og fram að því að þetta er skrifað snemma í janúar 2020 hafa geisað miklir gróðureldar í Ástralíu. Ásæður þess að eldarnir eru svona miklir nú eru bæði nærtækar (e. proximal) og fjarrænar (e. distal). Það nærtæka er að fólk kveikir í af slysni eða gáleysi. Ef sina, sprek og lauf á jörðinni er þur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um aldur grænlandshákarlsins, gæti hann orðið 400 ára?

Grænlandshákarl (Somniosus microcephalus) er kunnasta hákarlategundin sem finnst hér við land og gengur einfaldlega undir heitinu hákarl á íslensku. Tilveran gengur hægt fyrir sig hjá grænlandshákarlinum. Hann vex afar hægt eða að jafnaði um 1 cm á ári. Stærstu dýrin verða rúmlega fimm metrar á lengd og því má ...

category-iconVeðurfræði

Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur? Skiptir máli í hvaða hæð hann er mældur? Vindhraði er að jafnaði mældur í 10 metra hæð yfir jörðu og er það í samræmi við reglur Alþjóðaveðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna. Það kostar töluvert að koma vindhraðamæli upp í 10 metra h...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er bráðlega hægt að nota gerviþyngdarafl svo að menn geti gengið á venjulegan hátt í geimskutlum?

Mönnum er eðlilegast að hreyfa sig við yfirborð jarðar þar sem þyngdarhröðun er yfirleitt nokkurn veginn hin sama, eða um 9,8 m/s2. Sú stærð er oft táknuð með bókstafnum g. Þyngdarkrafturinn á tiltekinn hlut er síðan massinn sinnum þyngdarhröðunin:Þ = m g Þegar hlutur er kyrrstæður verkar þessi kraftur á hann en j...

Fleiri niðurstöður