Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Birgir Hrafnkelsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Birgir Hrafnkelsson er prófessor í tölfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Birgis snúa að þróun tölfræðilíkana fyrir veðurfræði, vatnafræði, jarðskjálftaverkfræði og jöklafræði. Líkönin byggja á Bayesískri tölfræði og mörg þeirra taka tillit til landfræðilegrar staðsetningar mælinganna. Hluti af rannsóknum Birgis felast í að auka spágetu líkananna með því að nota mælanlegar eða útreiknanlegar stærðir sem tengjast eðlisfræðilegum eiginleikum þeirra viðfangsefna sem er verið að skoða.

Birgir stýrir og tekur þátt í mörgum rannsóknarverkefnum. Hann stýrir rannsóknarverkefni sem fjallar um tölfræðileg líkön til að meta þykkt jökla. Verkefnið er unnið í samstarfi við jöklafræðinga við Háskóla Íslands og erlenda tölfræðinga. Eðlisfræðileg líkön fyrir hreyfingu jökla eru notuð til að auka spágetu tölfræðilíkansins. Gert er ráð fyrir skekkju í mælingum og í eðlisfræðilega líkaninu. Bayesíska tölfræðin gerir kleift að meta óvissu í spágildum sem er komin til vegna þessara tveggja skekkjuliða.

Rannsóknir Birgis snúa að þróun tölfræðilíkana fyrir veðurfræði, vatnafræði, jarðskjálftaverkfræði og jöklafræði.

Birgir er einnig samstarfsaðili að rannsóknarverkefni á sviði jarðskjálftaverkfræði sem snýr meðal annars að úrvinnslu jarðskjálftagagna frá þéttum mælanetum frá Hveragerði og Húsavík. Verkefnið er unnið í alþjóðlegu samstarfi við fjölmarga sérfræðinga á sviði jarðskjálftaverkfræði og skyldra greina. Birgir stýrir rannsóknaverkefni sem snýr að aðferð til að flýta fyrir tölfræðilegum útreikningum fyrir ákveðna gerð Bayesískra tölfræðilíkana. Þessari aðferð er beitt á gögn í veðurfræði og vatnafræði. Birgir vinnur með rannsóknahópi í læknisfræði við Háskóla Íslands sem rannsakar áhrif bólusetningar á Íslandi með pneumókokkabóluefni á pneumókokkasýkingar. Í fyrri samstarfsverkefnum hefur Birgir unnið með sérfræðingum í hafrannsóknum, erfðafræði, vindorkuverkfræði, matvælaverkfræði, heilsuhagfræði, læknisfræði, hjúkrunarfræði og lýðheilsuvísindum.

Birgir er fæddur árið 1969. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1988, CS-prófi og MS-prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árin 1993 og 1995. Birgir lauk doktorsprófi í tölfræði frá Texas A&M-háskóla árið 1999. Doktorsverkefni hans fjallaði um tölfræðiaðferðir fyrir margvíðar tímaraðir. Eftir doktorsnámið starfaði Birgir við tölfræðirannsóknir hjá Ohio State-háskóla. Hann var sérfræðingur við Hafrannsóknastofnun frá 2000 til 2001 og við Íslenska erfðagreiningu frá 2001 til 2003. Birgir hefur starfað við Háskóla Íslands frá 2003. Hann varð dósent í tölfræði við Raunvísindadeild árið 2012 og prófessor árið 2016. Birgir er meðhöfundur fjölda ritrýndra vísindagreina sem hann hefur ritað í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

4.1.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Birgir Hrafnkelsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2019, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76939.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 4. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Birgir Hrafnkelsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76939

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Birgir Hrafnkelsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2019. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76939>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Birgir Hrafnkelsson rannsakað?
Birgir Hrafnkelsson er prófessor í tölfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Birgis snúa að þróun tölfræðilíkana fyrir veðurfræði, vatnafræði, jarðskjálftaverkfræði og jöklafræði. Líkönin byggja á Bayesískri tölfræði og mörg þeirra taka tillit til landfræðilegrar staðsetningar mælinganna. Hluti af rannsóknum Birgis felast í að auka spágetu líkananna með því að nota mælanlegar eða útreiknanlegar stærðir sem tengjast eðlisfræðilegum eiginleikum þeirra viðfangsefna sem er verið að skoða.

Birgir stýrir og tekur þátt í mörgum rannsóknarverkefnum. Hann stýrir rannsóknarverkefni sem fjallar um tölfræðileg líkön til að meta þykkt jökla. Verkefnið er unnið í samstarfi við jöklafræðinga við Háskóla Íslands og erlenda tölfræðinga. Eðlisfræðileg líkön fyrir hreyfingu jökla eru notuð til að auka spágetu tölfræðilíkansins. Gert er ráð fyrir skekkju í mælingum og í eðlisfræðilega líkaninu. Bayesíska tölfræðin gerir kleift að meta óvissu í spágildum sem er komin til vegna þessara tveggja skekkjuliða.

Rannsóknir Birgis snúa að þróun tölfræðilíkana fyrir veðurfræði, vatnafræði, jarðskjálftaverkfræði og jöklafræði.

Birgir er einnig samstarfsaðili að rannsóknarverkefni á sviði jarðskjálftaverkfræði sem snýr meðal annars að úrvinnslu jarðskjálftagagna frá þéttum mælanetum frá Hveragerði og Húsavík. Verkefnið er unnið í alþjóðlegu samstarfi við fjölmarga sérfræðinga á sviði jarðskjálftaverkfræði og skyldra greina. Birgir stýrir rannsóknaverkefni sem snýr að aðferð til að flýta fyrir tölfræðilegum útreikningum fyrir ákveðna gerð Bayesískra tölfræðilíkana. Þessari aðferð er beitt á gögn í veðurfræði og vatnafræði. Birgir vinnur með rannsóknahópi í læknisfræði við Háskóla Íslands sem rannsakar áhrif bólusetningar á Íslandi með pneumókokkabóluefni á pneumókokkasýkingar. Í fyrri samstarfsverkefnum hefur Birgir unnið með sérfræðingum í hafrannsóknum, erfðafræði, vindorkuverkfræði, matvælaverkfræði, heilsuhagfræði, læknisfræði, hjúkrunarfræði og lýðheilsuvísindum.

Birgir er fæddur árið 1969. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1988, CS-prófi og MS-prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árin 1993 og 1995. Birgir lauk doktorsprófi í tölfræði frá Texas A&M-háskóla árið 1999. Doktorsverkefni hans fjallaði um tölfræðiaðferðir fyrir margvíðar tímaraðir. Eftir doktorsnámið starfaði Birgir við tölfræðirannsóknir hjá Ohio State-háskóla. Hann var sérfræðingur við Hafrannsóknastofnun frá 2000 til 2001 og við Íslenska erfðagreiningu frá 2001 til 2003. Birgir hefur starfað við Háskóla Íslands frá 2003. Hann varð dósent í tölfræði við Raunvísindadeild árið 2012 og prófessor árið 2016. Birgir er meðhöfundur fjölda ritrýndra vísindagreina sem hann hefur ritað í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...