Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1934 svör fundust
Hversu margir deyja árlega úr krabbameini á Íslandi?
Þó að miklar framfarir hafi orðið á sviði krabbameinslækninga á undanförnum árum og áratugum þá fjölgar sífellt þeim sem fá krabbamein og er það nú næst algengasta dánarorsök Íslendinga á eftir sjúkdómum í blóðrásarkerfi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um fjölda dauðsfalla á ári, greind eftir dá...
Ef maður fæðist í Bandaríkjunum fær maður þá sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt?
Meginreglan um ríkisborgararétt er að hvert ríki ræður því sjálft hverjir séu ríkisborgarar þess. Tveimur meginaðferðum er beitt við að ákveða skilyrði ríkisborgararéttar; jus soli sem felur í sér að sá sem fæðist í ákveðnu landi er ríkisborgari þess og jus sanguinis sem byggir á blóðtengslum og felur því í sér að...
Eru fuglaber eitruð?
Þegar spyrjandinn talar um fuglaber á hann væntanlega við ber reyniviðarins eða reyniber. Berin eru afar áberandi á haustinn þegar laufin taka að falla og þau laða að sér fjölda skógarþrasta (Turdus illiacus). Reyniberin eru lítið nýtt af okkur mannfólkinu, nema þá til skrauts. Þau hafa eitthvað verið soðin ni...
Hvar búa flestir frumbyggjar Ástralíu?
Talið er að frumbyggjar Ástralíu hafi verið á bilinu 315.000-1.000.000 fyrir komu hvítra manna. Eins og víða annars staðar fækkaði frumbyggjum eftir að Evrópumenn settust að í landi þeirra og hélt sú þróun áfram fram á 20. öldina; talið er að í kringum 1920 hafi fjöldi þeirra verið kominn niður í 72.000. Síðustu á...
Af hverju fá kýr júgurbólgu?
Júgurbólga er einfaldlega bakteríusýking í spenum/mjólkurkirtlum spendýra. Hjá kúm eru það bakteríur úr umhverfi þeirra eða frá öðrum kúm sem berast á júgrið og þaðan inn um spenaopið. Eftir því sem fleiri kýr í fjósinu eru með júgurbólgusmit og hreinlæti er lakara, þeim mun meiri hætta er á að heilbrigðar kýr smi...
Hvað eru landsteinar og hvert fara þeir sem halda út fyrir landsteinana?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Til hvers er vísað með hugtakinu „landsteinar“? Sbr. út fyrir landsteinana. M.ö.o. Hvað eru/voru „landsteinar“? Orðið landsteinar merkir ‘steinar í fjöruborði’ og er notað enn. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í þriðja árgangi Rita þess Islendska lærdóms-li...
Hvað er "landfræðileg alin"?
Menn hafa notað einhvers konar lengdareiningar frá alda öðli. Elstu einingarnar miðast nær allar við við mannslíkamann: Þumlungur eða tomma, spönn, fet, alin, stika, faðmur og svo framvegis. Og við veljum okkur einingu eftir því hvað við ætlum að mæla. Þess vegna tilgreinum við, jafnvel enn þann dag í dag, lengd á...
Er vitað hversu margir loftsteinar hafa fallið á jörðina?
Hér er einnig svarað eftirtöldum spurningum: Hvaða loftsteinar eru taldir þeir stærstu sem fallið hafa á jörðina og hvar féllu þeir? (Guðbjörg Bergsdóttir)Hvað hafa margir loftsteinar rekist á jörðu? (Emil Gunnarsson, f. 1990)Þegar loftsteinn skellur á jörðinni myndast gígur, en hvað verður um loftsteinin sem ger...
Hvar get ég lesið um einstök lönd heims?
Til Vísindavefsins berast reglulega spurningar um ýmis lönd en fáum þeirra hefur verið svarað hingað til. Ástæðan fyrir því er sú að oftar en ekki eru spurningarnar mjög opnar og svar við þeim væri efni í heila bók eða jafnvel bókaröð. Dæmi um slíkar spurningar eru: Hvað getur þú sagt mér um Panama?Getið þið sagt ...
Hafa eldgos áhrif á veðrið?
Eldgos geta haft mikil áhrif á veðurfar til skemmri tíma, en til þess að svo megi verða þurfa þau að vera mjög stór eða „vel“ staðsett og helst hvoru tveggja. Langflest stór gos eru sprengigos. Þau dreifa miklu magni tiltölulega grófra gosefna í veðrahvolfið en gosefnin falla tiltölulega fljótt út og því er það lí...
Má láta grafa sig án líkkistu á Íslandi?
Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 og í reglugerð um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu nr. 668/2007 er ekki að finna skýrt ákvæði um að skylt sé að nota líkkistu við greftranir, eða að það sé ófrávíkjanlegt. Það segir þó ekki alla söguna um útfararsiði því til eru skýr ákvæði um ki...
Hvernig veit ég hvort ég hafi fundið loftstein eða bara venjulegan stein og hvert er best að fara með hann í greiningu?
Loftsteinar eru margvíslegir, bæði að stærð og samsetningu. Þeir hafa fallið til jarðar utan úr geimnum og eiga flestir uppruna sinn í smástirnabeltinu (e. asteroid belt) milli Mars og Júpíters, en suma má rekja til tunglsins og Mars. Loftsteinum er skipt í þrjá hópa, járnsteina (e. irons), járn-bergsteina (e....
Af hverju er hitastig og vatnsmagn lindáa nærri því jafnt yfir allt árið?
Frá fornu fari hafa straumvötn hér á landi verið greind í tvennt, bergvatnsár og jökulár. Skiptingunni ræður litur ánna, bergvatnið er blávatn en jökulvötnin eru lituð af aurnum, jökulsvarfi, sem þau bera með sér. Í Náttúrufræðingnum 19451 greindi Guðmundur Kjartansson bergvatnsár í lindár og dragár. Mest af því s...
Hafa konur í Mið-Austurlöndum kosningarétt?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvar í heiminum er það algengast að konur hafi ekki kosningarétt? Í hvaða löndum hafa konur ekki kosningarétt? Ekki er til ein og algild skilgreining á því hvaða lönd teljast til Mið-Austurlanda. Afmörkunin getur að einhverju leyti farið eftir samhenginu eða forsendum hverju s...
Af hverju kallast vöðvasamdrættir í auga fjörfiskur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ég hef velt fyrir mér orðinu fjörfiskur og uppruna þess í svolítinn tíma. Ég hef farið í margar bækur, orðabækur og aðrar bækur sem skilgreina uppruna íslenskra orða en hef enn ekki fundið neitt dæmi um fjörfisk. Ég er sjálf komin með kenningu, hún er sú að orðið fjörfiskur ...