Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7589 svör fundust
Hvernig varð Bláa lónið til?
Bláa lónið er fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands en þangað koma um 90% allra erlendra ferðamanna sem heimsækja landið. Lónið er þekkt víða um heim fyrir fegurð sína þar sem það liggur furðublátt í kolsvörtu hrauninu við Svartsengi. Orðstír Bláa lónsins er þó ekki síður tilkominn vegna eiginleika baðvatnsins, se...
Hvar á Íslandi á að vera mestur draugagangur?
Þessari spurningu er ógjörningur að svara. Draugagangur fer í rauninni eftir því hversu mikið er um sagnamenn eða sagnasafnara á hverjum stað. Fyrir fáum áratugum mátti sjá því haldið fram að Austur-Skaftafellssýsla og sérstaklega Suðursveit væri meira draugabæli en önnur héruð. Það var blátt áfram vegna þess hve ...
Hver fann upp keiluíþróttina, hvenær var það og hvernig gerðist það?
Eins og við á um margar spurningar um uppruna fyrirbæra, eru skýr og klár svör ekki alveg á hreinu. Þetta geta menn til dæmis séð ef þeir lesa svar við spurningunni Hver fann upp fótboltann?. Þar kemur fram að hægt er að rekja sögu fótbolta eins og við þekkjum hann langt aftur, eftir ýmsum leiðum. Til dæmis til kí...
Hvaða merkingu hefur tabula rasa eiginlega í heimspeki?
Orðin tabula rasa eru latína og þýða óskrifað blað. Þau eru gjarnan notuð til þess að lýsa hugmyndum raunhyggjumanna um eðli mannshugans við fæðingu, það er að hugurinn sé eins og óskrifað blað sem reynslan fyllir út. Enska heimspekingnum John Locke er oft eignuð þessi orð en í riti sínu Ritgerð um mannlegan skiln...
Af hverju fær maður ekki marblett ef maður er laminn með appelsínum í poka?
Marblettir myndast þegar högg sem lendir á líkamanum nær að rjúfa litlar bláæðar og háræðar undir húðinni. Þá lekur blóð úr æðunum og rauðkornin sem safnast fyrir undir húðinni valda bláum, fjólubláum, rauðum og svörtum lit fyrstu dagana eftir höggið. Nánar er sagt frá marblettum í svari Þuríðar Þorbjarnardóttu...
Hefur einhver lífvera á jörðinni loðið nef?
Nefið gegnir lykilhlutverki við öndun. Hjá fjölmörgum dýrategundum er nefið einnig mikilvægur þáttur í hitastjórnun. Flest dýr, svo sem apar, rándýr, hófdýr og klaufdýr, hafa hárlaus nef. Það er þó ekki án undantekninga því til eru dýr með loðin nef. Má þar til að mynda nefna sunnlenska loðtrýnisvambann (Lasiorhin...
Hvaða mánuði er hægt að veiða grjótkrabba til matar við strendur Faxaflóa?
Grjótkrabbi (Cancer irroratus) veiðist í gildrur nánast allt árið um kring við strendur Faxaflóa en þó í mismiklu magni eftir árstíðum og mánuðum. Samkvæmt rannsóknum hjá Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum, Náttúrustofu Suðvesturlands og Hafrannsóknastofnun, hefur mesta veiðin verið síðsumars og fram eftir vetri. Hel...
Hvers konar gos varð í Nevado del Ruiz 1985 og af hverju dóu svona margir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt mér um eldgosið í eldfjallinu Nevado del Ruiz árið 1985? Hinn 13. nóvember 1985 hófst gos í eldfjallinu Nevado del Ruiz í Kólumbíu. Þetta var ekkert sérstaklega stórt gos en olli engu að síður einu mesta manntjóni sem orðið hefur í eldgosi á tuttugu...
Af hverju er Plútó rauðbrúnn á litinn?
Stjörnufræðingar hafa lengi vitað að Plútó er rauðleitur eða rauðbrúnn svo minnir á ferskjulit. Liturinn er ekki ósvipaður litbrigðum Mars en ástæðan er gerólík. Mars fær sinn rauðbrúna lit frá járnoxíði eða ryði úr járnríku berginu. Rauðbrúni litur Plútós er sennilegast kominn til af flóknum kolefnasamböndum. ...
Hvað er sinnepsgas?
Sinnepsgas (e. mustard gas) er almenna heitið yfir það sem kallast á máli efnafræðinnar 1,1-thiobis(2-chloroethane). Efnaformúla þess er Cl-CH2-CH2-S-CH2-CH2-Cl. Þjóðverjar notuðu sinnepsgas fyrst í fyrri heimsstyrjöldinni árið 1917 og Frakkar og Bretar beittu því 1918. Eftir því sem best er vitað hefur sinneps...
Eru meiri líkur á að eignast barn með Down-heilkenni ef einhver í fjölskyldunni er með heilkennið?
Down-heilkenni getur verið af þremur mismunandi orsökum. Algengasta orsökin (96% tilfella) er svokölluð þrístæða 21 en þá eru þrjú eintök af litningi 21 í stað tveggja (eins frá hvoru foreldri) í frumum einstaklingsins. Slíkt gerist vegna mistaka í rýriskiptingu við myndun kynfrumna. Af þessum 96% má rekja 88% til...
Hvernig fer laxinn að því að lifa bæði í sjó og ferskvatni?
Við höfum áður fjallað um hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn, fiskurinn deyr fljótlega vegna þess að allt vökvajafnvægi raskast. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn? Það er þess vegna eðlilegt að menn furði sig á því hvernig laxar fari að því a...
Af hverju nýtum við ekki vindorku í öllu þessu brjálaða roki á Íslandi?
Helsta ástæða þess að vindorka hefur lítið verið nýtt hérlendis er sú að kostnaður við að framleiða rafmagn með henni hefur verið mun meiri en fyrir vatnsafls- og jarðhitavirkjanir. Með hærra raforkuverði, þróun aðferða og bættri tækni, meðal annars betri nýtni vindmylla, verður vindorka sífellt raunhæfari valkost...
Af hverju kallast matarlím húsblas?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til? er matarlím prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmsa rétti, eins og búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Í mörgum erlendum málum gengur matarlím undir heitinu ...
Hverjir eru 10 merkilegustu atburðir Íslandssögunnar á 20. öld?
Á Vísindavefnum er svar mitt við spurningu um hvaða ár var merkilegast í sögu Íslands. Þar reyni ég að útskýra hvers vegna spurningum um hvað var merkilegt í sögunni verður ekki svarað á einfaldan vísindalegan hátt. Þar kemur til mat hvers og eins á því hvað sé merkilegt í mannlífinu yfirleitt. Þeir sem meta efnah...