Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2754 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hver er Kerberos og hvernig lítur hann út?

Kerberos var hundur Hadesar sem var undirheimaguð í grískum goðsögum og ríkti í Hadesarheimi. Kerberos gætti undirheima, varnaði lifandi mönnum inngöngu og hinum látnu útgöngu. Gríska skáldið Hesíod (8. öld f. Kr.) segir að Kerberos hafi verið með 50 höfuð en gríska leikritaskáldið Sófókles (4. öld f. Kr.) lýs...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er ýsan hrææta?

Svarið við þessari spurningu er nei, ýsan (Melanogrammus aeglefinus, e. haddock) er ekki hrææta heldur lifir hún aðallega á botndýrum meginhluta lífs síns. Ýsa (Melanogrammus aeglefinus) Þetta kom í ljós í rannsókn sem gerð var á vegum Hafrannsóknastofnunar á fyrri hluta 9. áratugar síðustu aldar. Rannsökuð var ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er DAFO-greining?

Hér er nokkur vandi á höndum því að skammstöfunin DAFO er notuð yfir nokkur fyrirbrigði og ekki augljóst til hvers verið er að vísa með þessari spurningu. Hér verður þó gerð grein fyrir notkun hugtaksins DAFO-greiningar innan viðskiptafræði. Á spænsku stendur skammstöfunin DAFO fyrir „debilidades, amenazas, for...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er blóð?

Blóð samanstendur af blóðvökva, sem er rúmlega helmingur af rúmmáli blóðsins, og frumum sem fljóta í vökvanum. Blóðfrumurnar eru þrenns konar; rauðkorn, hvítkorn og blóðflögur. Af þessum þremur tegundum fruma eru rauðkornin fyrirferðamest því við eðlilegar aðstæður mynda þau um 45% af blóðinu. Lesa má ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig myndast kvistir í trjám?

Kvistur merkir í raun grein og kvistir í viði eru för eftir greinar sem bolurinn hefur vaxið utan um. Flestar greinar byrja að vaxa um leið og toppsprotar. Á barrtrjám og ungum lauftrjám er oftast einn toppsproti, sem vex á hverju ári og leggur grunninn að bol trésins. Á eldri lauftrjám með breiða krónu geta topps...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða árgangur Íslendinga er stærstur?

Á vef Hagstofunnar má sjá að árið 2009 fæddust 5.026 lifandi börn á Íslandi og er það fjölmennasti árgangur Íslandssögunnar, að minnsta kosti til þessa. Næstflest fæddust árið 1960 eða 4.916. Nýfætt barn. Talsverðar sveiflur eru í barnsfæðingum en þeim hefur heldur fækkað undanfarin ár. Árin 2008-2010 fæddu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er skarðið sem sumir hafa framan á hökunni kallað „pétursspor“?

Flestir kannast við að sumir hafa eins og skarð eða spor í höku. Þetta skarð er ýmis nefnt hökuskarð, pétursskarð eða pétursspor. Þrátt fyrir talsverða leit hefur ekki fundist sögn sem skýrir hvers vegna orðið pétursspor er kennt við Pétur, hugsanlega Pétur postula. Þó er rétt að nefna þá trú að sankti Pétur hafi ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir nafnið Ku Klux Klan? Hvaðan kemur það?

Nafnið Ku Klux Klan er notað yfir tvenn leynisamtök í Bandaríkjunum. Hin fyrri voru stofnuð um 1866 í lok þrælastríðsins og störfuðu til 1871, en þá voru þau bönnuð með lögum. Yngri samtökin voru stofnuð 1915 og eru til enn í dag. Fyrri hluti nafnsins, Ku Klux, er fenginn að láni úr grísku, en gríska orðið kýkl...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru til margar tegundir af kvefi?

Vitað er um meira en tvö hundruð veirur sem geta valdið kvefeinkennum enda er kvef einn algengasti smitsjúkdómur heims. Ekki er óalgengt að börn fái kvef 6-10 sinnum á ári og fullorðnir að meðaltali um 4 sinnum á ári. Það hversu margar veiru valda kvefi gerir það að verkum að við verðum ekki ónæm fyrir því eins o...

category-iconLandafræði

Hvað eru margar eyjar í heiminum?

Það er gjörsamlega ómögulegt að segja til um hversu margar eyjar eru á jörðinni allri eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru mörg lönd til í heiminum ef eyjar eru taldar með? Þar segir:Það er meira að segja deilt um það hversu mörg meginlöndin eru hvað þá að það sé hægt að segja til um ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er hljóðdvalarbreyting?

Með hljóðdvalarbreytingu er átt við breytingu á framburði sérhljóða sem lengdin ein hafði aðgreint í öndverðu. Talið er að þessi breyting hafi gengið yfir á 16. öld. Áður en breytingin hófst gátu áhersluatkvæði bæði verið stutt og löng. Ef áhersluatkvæði voru stutt höfðu þau stutt sérhljóð með stuttu samhljóði á e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort varð færeyska eða íslenska til á undan?

Færeyjar eiga það sameiginlegt með Íslandi að norskir menn settust þar að á landnámsöld og síðan hafa eyjarnar verið byggðar. Upphaflega hefur sama mál verið talað bæði á Íslandi og í Færeyjum. Það var mál landnámsmannanna sem flestir komu frá vestanverðum Noregi, en einhverjir einnig frá Danmörku og Svíþjóð. Gera...

category-iconÁrtúnsskóli

Hvað eru til margir menn og konur í heiminum?

Á síðu Manntalsskrifstofu Bandaríkjanna er teljari sem sýnir áætlaðan mannfjölda í heiminum. Þar kemur fram að þegar þetta svar er endurskoðað (28. júní 2019) er áætlaður mannfjöldi í heiminum:7.581.592.200eða rétt rúmur sjö og hálfur milljarður. Okkur er ekki kunnugt um síðu á vefnum þar sem konur og karlar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að vera á kojufylliríi?

Orðið koja er notað um tvö rúm þar sem annað er yfir hinu. Stundum eru rúmin þó þrjú, sjaldan fleiri. Upphaflega voru kojur fyrst og fremst notaðar á skipum til þess að nýta plássið sem best. Talað var um að fara í koju í merkingunni ‘fara að sofa’ og orðið kojuvakt er á sjómannamáli notað um svefntíma skipverja á...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er naflaló og hvernig myndast hún í nöflum fólks?

Ló eða kusk í nafla samanstendur einkum af stökum trefjum úr fatnaði ásamt svolitlu af dauðum húðfrumum og líkamshárum. Sviti límir svo þessi efni saman í hnoðra. Samkvæmt rannsóknum Karls Kruszelnickis við Háskólann í Sydney í Ástralíu, virðist naflaló frekar berast upp frá nærfötum frekar en niður frá skyrtum og...

Fleiri niðurstöður