Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hljóðdvalarbreyting?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Með hljóðdvalarbreytingu er átt við breytingu á framburði sérhljóða sem lengdin ein hafði aðgreint í öndverðu. Talið er að þessi breyting hafi gengið yfir á 16. öld. Áður en breytingin hófst gátu áhersluatkvæði bæði verið stutt og löng. Ef áhersluatkvæði voru stutt höfðu þau stutt sérhljóð með stuttu samhljóði á eftir (tak) en ef þau voru löng höfðu þau annaðhvort langt sérhljóð og eitt samhljóð eða fleiri á eftir (áma, gætt) eða stutt sérhljóð og langt samhljóð eða samhljóðaklasa á eftir (enni, felld).

Eftir að hljóðdvalarbreytingin var gengin um garð voru öll sérhljóð í málinu, bæði einljóð og tvíhljóð, ýmist stutt eða löng í áhersluatkvæði og fór lengdin eftir því hvað á eftir sérhljóðinu kom. Þannig eru sérhljóð eftir hljóðdvalarbreytinguna löng ef þau eru í bakstöðu (síðast í orði), ef eitt samhljóð fer á eftir eða samhljóðaklasarnir p, t, k, s + j, r, v, til dæmis trú, vita, glopra, fletja, hrekja, Esja. Sérhljóð er hins vegar nú stutt á eftir löngu samhljóði og samhljóðaklösum öðrum en þeim sem þegar eru nefndir, til dæmis kanna, kerra, hurð, lenda, kemba. Eftir hljóðdvalarbreytinguna voru öll áhersluatkvæði löng.

Um þetta má lesa til dæmis í greininni Tungan eftir Stefán Karlsson sem birtist í ritinu Stafkrókar árið 2000 síðu 24–25 og í ritinu Íslensk tunga I eftir Kristján Árnason frá 2005 síðu 334–336.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.10.2006

Spyrjandi

Ólafur Heiðar Helgason, f. 1992

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er hljóðdvalarbreyting?“ Vísindavefurinn, 18. október 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6320.

Guðrún Kvaran. (2006, 18. október). Hvað er hljóðdvalarbreyting? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6320

Guðrún Kvaran. „Hvað er hljóðdvalarbreyting?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6320>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hljóðdvalarbreyting?
Með hljóðdvalarbreytingu er átt við breytingu á framburði sérhljóða sem lengdin ein hafði aðgreint í öndverðu. Talið er að þessi breyting hafi gengið yfir á 16. öld. Áður en breytingin hófst gátu áhersluatkvæði bæði verið stutt og löng. Ef áhersluatkvæði voru stutt höfðu þau stutt sérhljóð með stuttu samhljóði á eftir (tak) en ef þau voru löng höfðu þau annaðhvort langt sérhljóð og eitt samhljóð eða fleiri á eftir (áma, gætt) eða stutt sérhljóð og langt samhljóð eða samhljóðaklasa á eftir (enni, felld).

Eftir að hljóðdvalarbreytingin var gengin um garð voru öll sérhljóð í málinu, bæði einljóð og tvíhljóð, ýmist stutt eða löng í áhersluatkvæði og fór lengdin eftir því hvað á eftir sérhljóðinu kom. Þannig eru sérhljóð eftir hljóðdvalarbreytinguna löng ef þau eru í bakstöðu (síðast í orði), ef eitt samhljóð fer á eftir eða samhljóðaklasarnir p, t, k, s + j, r, v, til dæmis trú, vita, glopra, fletja, hrekja, Esja. Sérhljóð er hins vegar nú stutt á eftir löngu samhljóði og samhljóðaklösum öðrum en þeim sem þegar eru nefndir, til dæmis kanna, kerra, hurð, lenda, kemba. Eftir hljóðdvalarbreytinguna voru öll áhersluatkvæði löng.

Um þetta má lesa til dæmis í greininni Tungan eftir Stefán Karlsson sem birtist í ritinu Stafkrókar árið 2000 síðu 24–25 og í ritinu Íslensk tunga I eftir Kristján Árnason frá 2005 síðu 334–336. ...