Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMannfræði

Er hægt með rannsóknum á Y-litningum Íslendinga að finna út hve landnámsmenn voru margir?

Upphafleg spurning var á þessa leið:Ég sá þátt í sjónvarpinu (60 mínútur) þar sem var sýnt fram á að mjög margir gyðingar höfðu sama Y-litning þar sem hann erfist óbreyttur frá föður til sonar. Kenningin sem var sett fram var að allir afkomendur Arons hefðu sama Y-litning. Ef ég hef skilið þetta rétt hljóta mjög m...

category-iconLögfræði

Þarf maður ekki að vera með hreint sakavottorð til að bjóða sig fram til forseta?

Í 4. gr. stjórnarskrárinnar segir eftirfarandi: “Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis, að frátöldu búsetuskilyrðinu.” Í 33. gr. stjórnarskrárinnar er fjallað um skilyrði kosningaréttar til Alþingis:Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa a...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Er vitað með vissu að Freysdagur hafi verið svo nefndur en ekki Friggjardagur eða Freyjudagur?

Svarið er nei; þetta er hreint ekki vitað með vissu heldur er þetta rangt! Í Norðurlandamálunum þremur, dönsku, norsku og sænsku, eru nöfn vikudaganna nokkurn veginn eins: Söndag, mandag/måndag, tirsdag/tisdag, onsdag, torsdag, fredag, lördag. Þessi nöfn voru líka notuð á Íslandi þangað til Jón helgi Ögmundsson...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið "renta", þegar talað er um að e-ð beri nafn með rentu?

Orðið renta er notað um vexti eða ávöxtun á fjármunum eða öðrum verðmætum. Það er tökuorð úr dönsku rente í sömu merkingu frá 16. öld. Orðatiltækið að bera nafn með rentu merkir að 'heita eitthvað með réttu, standa undir nafni sínu'. Það er til í fleiri en einni gerð. Hin elsta í safni Orðabókar Háskólans er að...

category-iconLæknisfræði

Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími?

Lungnakrabbamein er mörg ár að þróast og því miður veldur það litlum einkennum lengi vel. Í langflestum tilfellum greinist það því seint. Skipta má lungnakrabbameini í fjögur stig eftir stærð æxlisins og dreifingu til aðlægra eða fjarlægra líffæra. Á I stigi er æxlið aðeins eitt, minna en 3 cm að stærð og eng...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ef heilum hunds og kattar yrði víxlað, hvort mundi kötturinn með hundsheilann gelta eða mjálma?

Við fyrstu sýn virðist þessi spurning frekar í ætt við vísindaskáldskap en vísindi, en raunar er hún ekki svo fjarri því sem sumir taugavísindamenn hafa rannsakað undanfarin ár. Reynt hefur verið með margvíslegum hætti að endurtengja heila dýra og athuga hvaða áhrif það hafi. Til að mynda hafa taugabrautir frá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni þess að lýsa undrun með upphrópun á borð við "jeeee" eða "jiiii"?

Upphafleg spurning var: Hver er uppruni málfyrirbærisins "je" eða "ji". Þ.e.a.s. þegar manneskja lýsir undrun sinni á einhverju með því að segja ýmist "jeeee" eða "jiiii". Upphrópanirnar je, ji og jeminn voru algengar fyrir nokkrum áratugum og heyrast að einhverju leyti enn. Je og ji eru styttingar á orðinu ...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að lækna hrygggigt eða er bara hægt að halda einkennum niðri með lyfjum?

Hrygggigt (Spondylitis ankylopoetica) er sjúkdómur sem greinilega hefur fylgt mannkyninu lengi. Sýnt hefur verið fram á hryggikt í múmíum úr gröfum Forn-Egypta og einnig hafa fundist merki um sjúkdóminn í líkamsleifum frá því um 3000 árum fyrir Krist. Ekki er vitað með vissu um algengi hrygggigtar, en talið er...

category-iconLæknisfræði

Af hverju er vont að bíta í álpappír ef maður er með silfurfyllingar í tönnum?

Þegar fólk hefur silfurfyllingar í munni og bítur í álpappír myndast rafstraumur sem kallast galvanismi. Galvanismi myndast í þessu tilfelli vegna snertingar ólíkra málma (ál og silfur). Málmar leiða vel rafstraum sem hefur áhrif á kviku (taugar) tanna og veldur sársauka (galvanic shock). Þessi sársauki er ...

category-iconEfnafræði

Ég missti mæli með kvikasilfri í gólfið og hann brotnaði, hvað á ég að gera?

Kvikasilfur er baneitrað og þess vegna forðast menn að nota það nema nauðsyn beri til. Kvikasilfursgufur eru hættulegar og ef menn brjóta mæli með kvikasilfri er mikilvægt að hreinsa allt kvikasilfrið upp sem fyrst. Við hreinsunina er ráðlegt að hafa góða loftræstingu, opna til dæmis glugga og dyr. Börn ættu ekki ...

category-iconEvrópuvefur

Sumir segja að Mannréttindasáttmáli Evrópu kunni að vera stjórnarskrárígildi, hvað er átt við með þessu?

Mannréttindasáttmáli Evrópu, sem Ísland er aðili að, hefur rík túlkunaráhrif á mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands og því er stundum sagt að Mannréttindasáttmálinn hafi nokkurs konar stjórnarskrárígildi. Dómar Hæstaréttar hafa sýnt að leitast er við að túlka mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til samræmis ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er lengsta setning sem hægt er að mynda með því að nota einungis skammstafanir?

Þessari spurningu er nánast ómögulegt að svara. Eðlileg setning þarf að hafa frumlag, umsögn og (helst) andlag eða forsetningarlið. Þess vegna er ekki hægt að hrúga saman röð af skammstöfunum og fá vit úr setningunni. Eðli skammstafana er að stytta algenga liði innan setningar í ritun en ekki tali. Vel má hugs...

category-iconHeimspeki

Er það góð aðferð til að bæta heiminn að reka hið illa út með ofbeldi?

Hver veit nema engin aðferð sé skilvirkari þegar bregðast þarf við einhverju böli. Í þeim skilningi getur aðferðin talist vera góð, enda kannast allir við orðtakið „með illu skal illt út reka“. Til dæmis er sjaldgæft að kvikmyndir sýni áhorfendum annars konar leiðir þegar mæta þarf þeim öflum sem fara um með ofbel...

category-iconStjórnmálafræði

Er hægt að fylgjast með talningu atkvæða í kosningum og hverjir sjá um að telja?

Um kosningar, og þar með talningu atkvæða, er fjallað í lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Sömu lög gilda að mestu leyti um kosningar til Alþingis og forsetakjör. Samkvæmt fyrrnefndum lögum er landinu skipt í sex kjördæmi. Í hverju kjördæmi er fimm manna yfirkjörstjórn sem kosin er af Alþingi. Hún ber...

category-iconHugvísindi

Hvort á maður að segja viskustykki eða viskastykki og hvað er átt við með orðinu?

Bæði orðin viskustykki og viskastykki eru vel þekkt um land allt. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru þó engin dæmi um viskastykki, aðeins viskustykki. Halldór Laxness talar um hinn alltuppþurrkandi hollustusvip viskustykkisins í Fuglinum í fjörunni 1932 og í Gerska æfintýrinu virðist hann nota viskustykki sem ...

Fleiri niðurstöður