Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1256 svör fundust
Hvernig öðlast maður einkaleyfi á hugmyndum?
Ekki er hægt að fá einkaleyfi fyrir hugmynd sem slíkri. Hins vegar er hægt að fá einkaleyfi fyrir uppfinningu. Almennt er hægt að fá einkaleyfi fyrir öllum uppfinningum sem hagnýta má í atvinnulífi en einungis er veitt einkaleyfi fyrir uppfinningum sem eru nýjar með tilliti til þess sem þekkt er fyrir umsóknardag....
Hversu margir eru dýrlingar kaþólsku kirkjunnar?
Dýrlingar kaþólsku kirkjunnar eru líklega um 10.000 talsins en nákvæm tala þeirra er ekki þekkt. Fyrstu dýrlingarnir voru píslarvottar sem voru píndir og teknir af lífi fyrir trú sína í árdaga kristninnar. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu eftir ákveðna rannsókn á verðleikum manna. Rannsóknin er framk...
Hvaða aðferð notar ættfræðiforrit eins og Íslendingabók við að rekja saman ættir tveggja Íslendinga?
Í langflestum tilfellum er það gert með því að safna saman framættum einstaklinganna tveggja og leita að sameiginlegum forfeðrum í trjánum. Til að útskýra þetta betur getum við gert okkur í hugarlund að hver einstaklingur í gagnagrunni Íslendingabókar hafi sérstakt númer. Einstaklingurinn tengist síðan föður o...
Hvað eru stærstu rotturnar á Íslandi stórar?
Í grein sinni „Nagdýr á Íslandi“ í ritinu Villt íslensk spendýr, segir Karl Skírnisson líffræðingur að búklengd brúnrottunnar (Rattus norvegicus) sé 18-26 cm og halinn 15-22 cm langur. Þyngdin er á bilinu 140-400 g. Brúnrotta (Rattus norvegicus) Í erlendum rannsóknum kemur fram að afar sjaldgæft sé að rottur ver...
What is the shortest sentence in Icelandic to contain all the letters of the Icelandic alphabet?
Despite searching, I have not found a sentence that is said to be the shortest containing all the letters of the alphabet. It would need to have:aá b d ð eé f g h ií j k l m n oó p r s t uú v x yý þ æ ö = 32 letters.It is a good party game to try to make such a sentence but not an easy one. One would usually have ...
Hvert er upphaf áramótabrennunnar á Íslandi?
Í öðrum löndum hefur lengi tíðkast að kveikja í bálkesti við ýmis tækifæri, svo sem á hvítasunnu, kyndilmessu, Jónsmessu og allraheilagramessu. Hægt er að lesa meira um tvær síðastnefndu hátíðirnar í svörunum Hvers vegna á að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt? eftir Símon Jón Jóhannsson og Hverjar eru hefð...
Er ungt að vera 11 ára móðir?
Já, að vera 11 ára móðir mundi teljast mjög ungt. Meðalaldur kvenna þegar þær eignast sitt fyrsta barn er 26 ár, ef miðað er við tölur frá árinu 2005. Stúlkur verða venjulega kynþroska á aldrinum 9-18 ára, en að meðaltali gerist það ekki fyrr en við 13 ára aldurinn eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spu...
Af hverju fær maður gæsahúð?
Fólk fær yfirleitt gæsahúð við tvenns konar aðstæður: Þegar því er kalt og þegar það upplifir sterkar tilfinningar. Þegar kalt er í veðri reynir líkaminn að tapa sem minnstum varma. Ein leið er að láta líkamshárin rísa því þannig skapast einangrun. Þetta viðbragð kemur sér vel fyrir loðin dýr en gagnast okkur ...
Er til þjóðsaga um að í Dimmuborgum sé eitt af hliðum helvítis?
Slík þjóðsaga er ekki til í þeim þjóðsagnasöfnum sen hingað til hafa verið prentuð. Í Árbók Ferðafélags Íslands sem út kom 2006 og heitir Mývatnssveit með kostum og kynjum er ekki heldur á þetta minnst. Hún var þó skrifuð var af Mývetningi, Jóni Gauta Jónssyni, sem gerði sér meðal annars far um að tína til þjóðsög...
Geta rottur synt?
Brúnrottan (Rattus norvegicus) er mjög vel synd en svartrottan (Rattus rattus) er hins vegar ekki jafn sterk á sundi þó sést hafi til hennar taka sundtökin. Rottur sjást oft á sundi til dæmis í höfnum og vötnum. Stundum hafa þær sést synda yfir vötn og milli hafnargarða, sundleiðir sem hafa jafnvel verið nokku...
Hvers vegna er talað um að vera horaður, tengist það eitthvað hori sem kemur úr nefinu?
Lýsingarorðið horaður 'mjög magur' er dregið af nafnorðinu hor 'megurð, vesæld' með viðskeytinu -aður. Hor í þessari merkingu á ekki skylt við hor í merkingunni 'slímrennsli í nefi' (sjá Íslenska orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar 1989:362). Röntgenmynd af efri hluta mannslíkama. Talað er um að skepnur de...
Hvað er hagamúsin löng?
Jón Már Halldórsson fjallar ágætlega um hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í svari við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um hagamýs? Þar kemur meðal annars fram að lengd fullorðinnar hagamúsar, án hala, er á bilinu 8 - 10,5 cm. Því má bæta við að halinn er oft á bilinu 7 - 9,5 cm. Þannig að allt í allt eru geta þe...
Geta tvíburar átt hvor sinn föðurinn?
Já, það er möguleiki á að tvíeggja tvíburar eigi hvor sinn föður. Þá losna tvö egg í sama tíðahring hjá móðurinni og ef hún hefur samfarir við tvo menn í kringum egglosið getur sáðfruma frá þeim báðum frjóvgað sitt hvort eggið. Þetta er mjög sjaldgæft en mögulegt. Tvíburarnir og hálfbræðurnir Marcus og Lucas me...
Hvað er að hafa tögl og hagldir?
Upprunalega spurningin frá Ragnari hljóðaði svona:Nú er oft talað um að hafa töglin og hagldirnar í einhverju. Hvað er að hafa tögl og hagldir? Voru þetta verkfæri og ef svo er hvernig voru þau notuð hér áður fyrr? Kvenkynsorðið högld var notað um horn- eða trélykkju sem reipi var dregið í gegnum þegar baggar v...
Væri hægt að hafa jarfa sem gæludýr?
Það er yfirleitt ekki mælt með því að einstaklingar taki inn á heimili sín villt dýr, enda getur verið afar erfitt að venja þau af villtu eðli sínu. Þó hefur undirritaður heimildir fyrir því að jarfar (Gulo gulo) séu í einhverjum tilvikum hafðir sem gæludýr í Bandaríkjunum. Þeir eru þó ekki eins algengir og fjölmö...