Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig öðlast maður einkaleyfi á hugmyndum?

Jón Elvar Guðmundsson

Ekki er hægt að fá einkaleyfi fyrir hugmynd sem slíkri. Hins vegar er hægt að fá einkaleyfi fyrir uppfinningu. Almennt er hægt að fá einkaleyfi fyrir öllum uppfinningum sem hagnýta má í atvinnulífi en einungis er veitt einkaleyfi fyrir uppfinningum sem eru nýjar með tilliti til þess sem þekkt er fyrir umsóknardag. Uppfinningarar þurfa þar að auki að vera frábrugðnar því sem þekkt er, í verulegum atriðum, sbr. lög nr. 17/1991 um einkaleyfi.

Aðferðin til að öðlast einkaleyfi fer eftir II. kafla laga um einkaleyfi. Til að fá einkaleyfi þarf viðkomandi að senda Einkaleyfastofunni skriflega umsókn. Á vefsetri stofunnar er hægt að nálgast umsóknareyðublöð ásamt leiðbeiningum.

Umsóknin þarf að geyma lýsingu á viðkomandi uppfinningu, ásamt teikningum ef þeirra er þörf. Í umsókninni skal einnig vera greinagóð skilgreining á því sem einkaleyfis er krafist fyrir. Lýsing þessi þarf að vera svo góð að fagmaður gæti á grundvelli hennar útfært uppfinninguna. Í umsókninni þarf líka að vera ágrip sem ætlað er að veita tæknilegar upplýsingar um uppfinninguna. Þá þarf að tilgreina nafn uppfinningamanns og greiða umsóknargjald. Þurfi að nota örverur við uppfinninguna sem ekki eru aðgengilegar almenningi né hægt að lýsa í umsókn þá þarf að leggja rækt af örverustofninum inn til varðveislu.

Leiði nýnæmisrannsókn einkaleyfisyfirvalda í ljós að uppfinningin er einkaleyfishæf verður einkaleyfi jafnan veitt gegn greiðslu fyrir útgáfu á einkaleyfisskjali. Einkaleyfisyfirvöld sjá um útgáfu einkaleyfisbréfs og auglýsingu um veitingu einkaleyfis. Eftir að einkaleyfi er veitt verða umsóknargögn gerð öllum aðgengileg.

Heimild: Jón L. Arnalds og Þorgeir Örlygsson, Einkaleyfaréttur, Orator, Reykjavík, 1997.

Mynd: HB

Höfundur

héraðsdómslögmaður (hdl.)

Útgáfudagur

18.10.2002

Spyrjandi

Andri Úlfarsson, f. 1985

Tilvísun

Jón Elvar Guðmundsson. „Hvernig öðlast maður einkaleyfi á hugmyndum?“ Vísindavefurinn, 18. október 2002, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2800.

Jón Elvar Guðmundsson. (2002, 18. október). Hvernig öðlast maður einkaleyfi á hugmyndum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2800

Jón Elvar Guðmundsson. „Hvernig öðlast maður einkaleyfi á hugmyndum?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2002. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2800>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig öðlast maður einkaleyfi á hugmyndum?
Ekki er hægt að fá einkaleyfi fyrir hugmynd sem slíkri. Hins vegar er hægt að fá einkaleyfi fyrir uppfinningu. Almennt er hægt að fá einkaleyfi fyrir öllum uppfinningum sem hagnýta má í atvinnulífi en einungis er veitt einkaleyfi fyrir uppfinningum sem eru nýjar með tilliti til þess sem þekkt er fyrir umsóknardag. Uppfinningarar þurfa þar að auki að vera frábrugðnar því sem þekkt er, í verulegum atriðum, sbr. lög nr. 17/1991 um einkaleyfi.


Aðferðin til að öðlast einkaleyfi fer eftir II. kafla laga um einkaleyfi. Til að fá einkaleyfi þarf viðkomandi að senda Einkaleyfastofunni skriflega umsókn. Á vefsetri stofunnar er hægt að nálgast umsóknareyðublöð ásamt leiðbeiningum.

Umsóknin þarf að geyma lýsingu á viðkomandi uppfinningu, ásamt teikningum ef þeirra er þörf. Í umsókninni skal einnig vera greinagóð skilgreining á því sem einkaleyfis er krafist fyrir. Lýsing þessi þarf að vera svo góð að fagmaður gæti á grundvelli hennar útfært uppfinninguna. Í umsókninni þarf líka að vera ágrip sem ætlað er að veita tæknilegar upplýsingar um uppfinninguna. Þá þarf að tilgreina nafn uppfinningamanns og greiða umsóknargjald. Þurfi að nota örverur við uppfinninguna sem ekki eru aðgengilegar almenningi né hægt að lýsa í umsókn þá þarf að leggja rækt af örverustofninum inn til varðveislu.

Leiði nýnæmisrannsókn einkaleyfisyfirvalda í ljós að uppfinningin er einkaleyfishæf verður einkaleyfi jafnan veitt gegn greiðslu fyrir útgáfu á einkaleyfisskjali. Einkaleyfisyfirvöld sjá um útgáfu einkaleyfisbréfs og auglýsingu um veitingu einkaleyfis. Eftir að einkaleyfi er veitt verða umsóknargögn gerð öllum aðgengileg.

Heimild: Jón L. Arnalds og Þorgeir Örlygsson, Einkaleyfaréttur, Orator, Reykjavík, 1997.

Mynd: HB...