Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1111 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími?

Lungnakrabbamein er mörg ár að þróast og því miður veldur það litlum einkennum lengi vel. Í langflestum tilfellum greinist það því seint. Skipta má lungnakrabbameini í fjögur stig eftir stærð æxlisins og dreifingu til aðlægra eða fjarlægra líffæra. Á I stigi er æxlið aðeins eitt, minna en 3 cm að stærð og eng...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?

Spurningin í heild var: Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn þegar maður er búinn að borða? Ég þekki þetta ekki frá Þýskalandi. Þýskir siðir geta verið talsvert mismunandi eftir landshlutum en víðast hvar er ekki venja að þakka fyrir matinn á sama hátt og á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju þyngist maður með aldri?

Eftir því sem fólk eldist hefur það meiri tilhneigingu til þess að þyngjast og byrjar það oft þegar fólk er á fertugsaldri. Aukin líkamsþyngd hjá bæði konum og körlum stafar oft af minni hreyfingu, meiri hitaeininganeyslu og minni brennslu. Hjá flestum koma allir þrír þættirnir við sögu. Erfðaþættir geta einnig ha...

category-iconÞjóðfræði

Er lambablóð í Guinness-bjór?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er notað lambablóð við bruggun á Guinness-bjór? Ef ekki, af hverju er hann þá svona járnríkur og hressandi?Flökkusögur spretta oft upp í kringum fyrirbæri sem almenningi er tíðrætt um. Það er einmitt raunin með dökka Guinness-bjórinn. Hann hefur verið bruggaður síðan 1759 og...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getur maður vakað lengi samfleytt?

Samkvæmt því sem næst verður komist er viðurkennt met í vöku án aðstoðar lyfja 264 klukkutímar eða 11 sólahringar. Þetta gerðist árið 1964 og þar átti í hlut 17 ára gamall bandarískur piltur að nafni Randy Gardner. Þessi langa vaka var í tengslum við vísindaverkefni sem hann vann að en hann vildi slá fyrra heimsme...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru heilar og ræðar tölur?

Við höfum áður fjallað um náttúrlegar tölur í svari við spurningunni Hvað eru náttúrlegar tölur?. Þær eru ágætar til síns brúks en duga skammt einar og sér. Þess vegna þurfum við meðal annars á heilum og ræðum tölum að halda. Ef við ætlum til dæmis að stunda viðskipti að einhverju ráði, þá verður fljótt þægileg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fer talning á refum fram á landsvísu?

Eini refurinn sem býr á Íslandi er tófan en hún er af tegundinni Vulpes lagopus (áður Alopex lagopus) og finnst um allt norðurheimskautið. Tófur eru um allt land en þéttleikinn er mismunandi eftir svæðum. Af augljósum ástæðum er ekki hægt að telja allar tófur á Íslandi en þar sem veiðar hafa verið stundaðar með re...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er exem og hver eru einkenni þess?

Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og einnig algengast hjá börnum. Orsök þess er óþekkt en fylgni við ofnæmi er vel þekkt. Mörg börn fá fyrstu einkenni um exem á fyrsta ári og talið er að um 80% greinist fyrir f...

category-iconVeðurfræði

Hvenær er sumardagurinn fyrsti og er hann vel valinn sem upphaf sumarsins?

Sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18. Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. Á þessum tíma er hlýnun á vori komin vel í gang, meðalhiti 25. apríl er 0,3 stigum hærri en 1...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi?

Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna gagnasafn sem kallast Bæjatal. Þar má leita að bæjarheitum eftir stafrófsröð, með því að slá inn tiltekið nafn eða leita eftir sveitarfélögum og sýslum. Þegar leitað er að ákveðnu bæjarnafni birtast niðurstöður sem sýna öll bæjarnöfn þar sem viðkomand...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Veiða Íslendingar hákarla í útrýmingarhættu?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég er með fyrirspurn frá erlendu ferðafyrirtæki. Það spyr hvort að Íslendingar veiði hákarla í útrýmingarhættu. Vitið þið hver staðan á veiðum hér við land er? Í svonefndum Washingtonsáttmála (CITES, Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna an...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Nýta menn marglyttur, væri hægt að borða þær?

Upprunaleg spurning Ásu hljóðaði svona:Hvað er marglytta og hvaða gagn gerir hún fyrir okkur mennina? Marglyttur tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria). Holdýr eru gjarnan flokkuð í hveljur, sem skiptast í smáhveljur (Hydrozoa) og stórhveljur (Scyphozoa), en til þeirra heyra marglyttur, og holsepa (Anthozoa) sem ...

category-iconStærðfræði

Hvers vegna er stærðfræði námsefni?

Snemma á miðöldum varð til námsefni sem nefndist hinar sjö frjálsu listir. Þær voru tvenns konar. Annars vegar var þrívegurinn – trivium: Mælskulist, rökfræði og málfræði. Þessar greinar lögðu undirstöðu að tjáningunni, töluðu og ritaðu máli. Hins vegar var fjórvegurinn – quadrivium: Reikningur, flatarmálsfræði, s...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Getur þú sagt mér frá stjörnumerkinu Vatnsberanum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Getur þú sagt mér frá stjörnumerkinu Vatnsberanum (stjörnufræðilega)? Vatnsberinn (lat. Aquarius) er tiltölulega stórt en ekkert sérstaklega áberandi stjörnumerki á norðurhveli himins. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos lýsti í ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er íslenska notuð í geimnum?

Já, íslenska er notuð í geimnum! Ekki þó í þeim skilningi að þar tali menn almennt íslensku heldur eru til nokkrir staðir í sólkerfinu sem bera íslensk heiti. Frá árinu 1919 hefur það verið í verkahring nafnanefndar Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) að nefna fyrirbæri á hnöttum s...

Fleiri niðurstöður