Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3490 svör fundust
Hvað er EBITDA fyrirtækja og hvernig er hún reiknuð út?
EBITDA er ensk skammstöfun og stendur fyrir Earnings Before Interest, Taxes, Depreciation and Amortization. Með EBITDA er því átt við afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta. Á íslensku er algengt að þýða bæði depreciation og amortization sem afskrift...
Hver er eðlismassi lofts?
Hér er einnig svarað spurningunni: Er eðlismassi andrúmsloftsins minni eða meiri en 1 g/cm3? Eðlismassi er skilgreindur sem massi á rúmmálseiningu, eining alþjóða einingakerfisins (SI) er kg m-3, (kíló í rúmmetra) en oft má einnig sjá eininguna g cm-3 (grömm í rúmsentímetra) sem er sama og kg/l (kílógramm í lít...
Hvernig fer talning á refum fram á landsvísu?
Eini refurinn sem býr á Íslandi er tófan en hún er af tegundinni Vulpes lagopus (áður Alopex lagopus) og finnst um allt norðurheimskautið. Tófur eru um allt land en þéttleikinn er mismunandi eftir svæðum. Af augljósum ástæðum er ekki hægt að telja allar tófur á Íslandi en þar sem veiðar hafa verið stundaðar með re...
Hvert er öflugasta eldfjall sólkerfisins?
Loki Patera er um 200 km breið skeifulaga hrauntjörn, rétt norðan miðbaugs Íó, fylgitungls Júpíters. Eldfjallið er nefnt eftir norræna jötninum Loka Laufeyjarsyni. Loki reyndist vera virkt eldfjall á myndum sem Voyager 1 tók af tunglinu er það þaut fram hjá Júpíter árið 1979. Síðar kom í ljós að það er öflugast...
Hvort bráðnar snjór og ís betur í roki og rigningu eða roki og sterku sólskini?
Til að geta svarað þessari spurningu þarf helst að vita fleira. Hver er forsaga snævarins, er hann nýr eða gamall, hreinn eða skítugur? Hver er lofthitinn, er hiti ofan eða neðan frostmarks? Hvert er rakastigið, er loftið ofan snævarins þurrt eða rakamettað? Hvaða árstíð er, hversu hátt er sól á lofti, hversu lang...
Búa pokadýr aðeins í Ástralíu?
Fjöldi og fjölbreytileiki pokadýra er langmestur í Ástralíu þar sem þessi undirflokkur spendýra hefur blómstrað. Í dag finnast pokadýr einnig í Nýju-Gíneu, Suður-Ameríku, Norður-Ameríku og Nýja-Sjálandi. Suður- og Norður-Ameríka Eftir aðskilnað í 200 milljón ár tengdust Norður- og Suður-Ameríka á ný fyrir um ...
Hvenær hefur lögreglan leyfi til þess að nota piparúða á almenning?
Lögregla hefur heimild samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 til þess að grípa til aðgerða í þágu almannafriðar og allsherjarreglu. Í 15. gr. laganna segir meðal annars að lögreglu sé heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til ...
Hvað éta refir, éta þeir til dæmis krumma?
Fæðuval refa er mjög breytilegt bæði eftir tegundum og búsvæðum. Dr. Páll Hersteinsson prófessor við Háskóla Íslands hefur gert viðamiklar rannsóknir á íslenska refnum eða melrakkanum (Alopex lagopus) og þá meðal annars skoðað fæðuvistfræði hans. Niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á sýnum sem safnað var á áru...
Hversu margar tegundir af tígrisdýrum hafa verið til og hverjar eru útdauðar?
Það hefur aðeins ein tegund tígrisdýra komið fram í þróunarsögunni, tegund sem á fræðimáli kallast Panthera tigris og við köllum einfaldlega tígrisdýr. Tegundinni hefur hins vegar verið skipt í deilitegundir eða undirtegundir en það er stundum gert þegar mikill breytileiki er í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund...
Hvaða rannsóknir hefur Þórólfur Matthíasson stundað?
Þórólfur Matthíasson lauk embættisprófi í hagfræði (Cand.oecon-prófi) frá Háskólanum í Osló í Noregi vorið 1981. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði (Dr. Polit.) frá sama skóla vorið 1998. Þórólfur starfaði um hríð sem hagfræðingur hjá Fjármálaráðuneytinu í Reykjavík, en hefur verið starfsmaður Háskóla Íslands frá j...
Hvaðan kemur orðið doðrantur sem stundum er notað um þykkar bækur?
Orðið doðrant 'stór og þykk bók' þekkist í málinu allt frá 18. öld. Það kemur meðal annars fyrir í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík sem varðveitt er á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (AM 433 fol.). Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn frá 1734 og fram undir dánardægur Jóns 1779. Flettio...
Hversu stór er einingin hundrað, sem notuð var um stærð jarða?
Hundrað að fornu merkti 120. Upphaf orðsins er ekki yngra en frá 11. öld, sennilega eldra, og merkti fyrst 120 álnir vaðmáls þar sem hver alin skyldi vera af tilskilinni stærð og réttum gæðum. Eftir því sem tímar liðu urðu tengslin við vaðmálið ógleggri og virðast vera með öllu horfin á 17. öld. Bæði alin og hundr...
Er íslenska elsta tungumál í Evrópu? Hve gömul er hún?
Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...
Hvernig verður hvítur vikur til í eldgosi eins og Heklugosinu 1970?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hekla gaus 1970 hvítum vikri sem lengi var hægt að sjá. Hvað gerir vikur hvítan og er enn hægt að sjá leifar af þessu? Guðmundur E. Sigvaldason lýsir berg- og efnafræði gosefna svo í grein þeirra Sigurðar Þórarinssonar um Heklugosið 1970:[1] Gosefnunum má skipta í fe...
Hvert er elsta tungumál sem enn er talað og hvert er elsta tungumál sem vitað er um?
Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem enn er afar margt á huldu um tungumál heimsins og margt sem þarfnast rannsókna. Enginn veit um raunverulegan aldur ýmissa indíánamála í Suður-, Mið- og Norður-Ameríku svo að dæmi sé tekið. Allmikið er vitað um sum ævaforn mál. Arabíska er til dæmis afar gamalt mál o...