Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1211 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvaða ár var næstsíðasta aftaka á Íslandi? Hver var tekin af lífi og hvar?

Næstsíðasta aftaka á Íslandi fór fram í Skagafirði sumarið 1790, nánar tiltekið í Helluhólma í Héraðsvötnum. Helluhólmar eru raunar ekki til lengur en farvegur Héraðsvatna breyttist um 1800. Kona að nafni Ingibjörg Jónsdóttir hafði verið fundin sek og dæmd til dauða vegna dulsmáls, það er fætt barn á laun. Ing...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hversu margir Íslendingar fá krabbamein í nef, munn, háls, vélinda eða maga vegna reyklauss tóbaks?

Samkvæmt upplýsingum á vef krabbameinsskrár greindust á 5 ára tímabili frá 2003-2007 að meðaltali 65 Íslendingar á ári hverju með krabbamein í munnholi, vör, vélinda eða maga. Aðal orsakavaldur þessara krabbameina er tóbaksnotkun, en ekki er gerður greinarmunur á hvort um er að ræða sígarettur eða munntóbak. Á síð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað merkir það þegar köttur dillar rófunni?

Rófan er eitt mikilvægasta tjáningartæki katta og gegnir veigamiklu hlutverki í táknmáli þeirra. Með því að fylgjast með rófunni má fá miklar upplýsingar um líðan katta. Sem dæmi má nefna að þegar köttur dillar skottinu taktfast, til dæmis þegar hann liggur og einhver klappar honum, þá er það merki um pirring og ...

category-iconLandafræði

Eru Dimmuborgir friðlýstar?

Dimmuborgir eru friðlýst náttúrvætti en náttúrvætti nefnast friðlýstar náttúrumyndanir svo sem fossar, eldstöðvar, hellar, drangar og fundarstaðir steingervinga og sjaldgæfra steinda sem mikilvægt er að varðveita vegna fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna, eins og segir í lögum um náttúruvernd nr. 44/1999. D...

category-iconSálfræði

Eru allir hlutar heilans lífsnauðsynlegir?

Heilastofninn (e. brain stem) er líklega sá hluti heilans sem er hvað lífsnauðsynlegastur. Skemmdir í honum geta dregið fólk til dauða enda finnast þar ýmsar heilastöðvar sem stjórna til dæmis öndun og hjartslætti. Heilastofninn er þróunarfræðilega gamall og einhvers konar heilastofn finnst í mörgum mismunandi dýr...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er langt síðan jarðarbúar voru raunverulega helmingi færri en þeir eru í dag?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Heyrði einhvern í viðtalsþætti (um eitthvað allt annað) halda því blákalt fram að það væri ekki lengra síðan en á 10. áratug síðustu aldar sem jarðarbúar voru helmingi færri en í dag - Getur þetta virkilega staðist? Þegar þetta er skrifað, vorið 2020, er talið að jarðarbúar séu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á geni og DNA?

Í stuttu máli er munurinn þessi: DNA er gert úr löngum kjarnsýrukeðjum og skiptist í starfseiningar sem kallast gen. Gen eru því hluti af DNA. DNA er erfðaefni allra lífvera og öll gen lífvera eru úr DNA. Í DNA-inu er hins vegar fleira að finna en aðeins gen. Genin eru á litningum sem eru DNA-þræðir í kjarna fr...

category-iconHeimspeki

Gerist það sama aftur ef allar aðstæður verða aftur þær sömu? Er þá ekki allt ákveðið fyrir fram og hægt að reikna það út?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Gerist það sama aftur ef við endursköpum nákvæmlega sömu aðstæður alls staðar, til dæmis spólum tímann afturábak? Er þá ekki í rauninni allt fyrirfram ákveðið, það er að segja ræðst af aðstæðum, og hægt að reikna það út?Þetta eru í rauninni þrjár ólíkar spurningar:Gerist það sa...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór?

Stutta svarið er að þetta vitum við ekki til hlítar þó að við getum sagt ýmislegt um það. Kannski munum við aldrei geta skorið endanlega úr því hvort alheimurinn er endanlegur, óendanlegur eða endalaus. ------- Stærð og endimörk alheimsins hafa lengi vafist fyrir manninum. Það er þó ekki fyrr en á síðustu ár...

category-iconLandafræði

Hvernig get ég fundið hver tímamunurinn er á Íslandi og öðrum löndum eða stöðum í heiminum?

Vísindavefurinn fær stundum spurningar um hvað klukkan sé á hinum ýmsu stöðum í heiminum og um tímamun á milli Íslands og annarra landa. Meðal þeirra spurninga sem okkur hafa borist eru:Hvað er klukkan í Danmörku þegar hún er 12 á hádegi á Íslandi? Hver er tímamunurinn á milli Noregs og Íslands? Hvaða tímamunur ...

category-iconVeðurfræði

Hvar á landinu hefur komið mest úrkoma?

Í þessum texta er eingöngu fjallað um mælingar á mönnuðum veðurstöðvum. Sjálfvirkum mælingum fjölgar nú ört og er úrvinnsla þeirra hafin. Hærri gildi en nefnd eru hér að neðan hafa ekki fundist enn, en þar sem mælum er nú að fjölga í fjalllendi má búast við því að met af ýmsu tagi fari að bætast við. Sérstaklega v...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvar liggja mörkin á milli þess að vera of þungur og að þjást af offitu?

Margir hafa miklar áhyggjur af líkamsþyngd sinni. Hjá þeim sem þjást af lystarstoli og lotugræðgi hafa þessar hugsanir farið út í öfgar og hreinlega orðið að sjúkdómi. Margir hafa þó fulla og réttmæta ástæðu til að huga að umframþyngd og öll höfum við gott af því að temja okkur heilbrigt mataræði og holla hreyfing...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Björn Guðfinnsson og hvert var framlag hans til íslenskra málfræðirannsókna?

Björn Guðfinnsson fæddist 21. júní 1905 að Staðarfelli í Dölum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og kennaraprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1935. Á árunum 1931–1945 kenndi hann við ýmsa skóla – Verzlunarskóla Íslands, Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Reykjavík. Ei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar margæsir dvelja hér á leið sinni til og frá varpstöðva?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Við hjónin höfum fylgst með fuglalífi á Álftanesinu, ekki síst viðkomu margæsa á vorin og aftur á haustin. Það komu allstórir flokkar margæsa í vor en óvenjulega fáir í haust frá varpstöðunum. Kunnið þið einhvern frekari deili á þessu, eða misstum við bara af þessu? Hversu stór e...

category-iconJarðvísindi

Varð til einhver ný þekking í jarðfræðirannsóknum á Surtsey?

Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Frá upphafi hefur Surtsey verið undir strangri vernd og eru áhrif mannfólks á náttúrulega ferla í eynni lágmörkuð eins og hægt er. Fáheyrt er að slík svæði séu vöktuð jafn vel og raunin er í Surtsey og má segja að eyjan sé ra...

Fleiri niðurstöður