að vernda sérstæðar jarðmyndanir. Jafnframt er það markmið með friðlýsingunni að varðveita jarðmyndanir svæðisins vegna mikils fræðslu- og útivistargildis, en svæðið í heild sinni hefur um langan tíma verið afar vinsæll útivistarstaður heimamanna og viðkomustaður ferðamanna sem um Mývatnssveit fara.Á vef Umhverfisstofnunar er að finna upplýsingar um öll friðlýst svæði á Íslandi. Þar segir meðal annars um Dimmuborgir:
Dimmuborgir eru friðlýstar vegna sérstakra hraunmyndana og landslags. Svipaðar hraunmyndanir og Dimmuborgir hafa hvergi fundist utan Mývatnssveitar nema á hafsbotni undan ströndum Mexíkó. Nokkuð er um svipaðar hraunmyndanir í Mývatnssveit og eru hraundrangarnir við Höfða (Klasar og Kálfastrandarstrípar) þekktastar þeirra.Þeir sem vilja kynna sér málið nánar ættu að skoða auglýsinguna um friðlýsinguna og lesa það sem sagt er um Dimmuborgir á vef Umhverfisstofnunar. Heimildir og mynd:
- Auglýsing um náttúruvættið Dimmuborgir í Skútustaðahreppi. Umhverfisráðuneytið, 22. júní 2011.
- 1999 nr. 44 22. mars/ Lög um náttúruvernd.
- Dimmuborgir - Umhverfisstofnun.
- Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 3. 11. 2014).