Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2581 svör fundust
Hver er tilgangurinn með hvalveiðum Íslendinga í rannsóknaskyni?
Á síðastliðnu vori kynnti Hafrannsóknastofnunin tveggja ára áætlun um veiðar þriggja hvalategunda í rannsóknaskyni. Í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir að rannsóknaveiðarnar stæðu í tvö ár og hvort ár yrðu veiddar 100 hrefnur á tímabilinu maí-september. Auk þess var gert ráð fyrir veiðum á 100 langreyðum og 50...
Hvar heldur síldin til eftir árstíðum við Ísland?
Síldin er árstíðabundin þar sem hún hrygnir á ákveðnum stöðum og gengur síðan eftir hrygningu á ætisstöðvar. Á síldarárunum svokölluðu fóru síldveiðar á norsku vorgotssíldinni, eða norsk-íslensku síldinni eins og hún nefnist í dag, fram á vorin og sumrin og var hún því árstíðabundin hérlendis. Þrír síldarstofna...
Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór G. Svavarsson rannsakað?
Halldór G. Svavarsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknaviðfangsefni hans hafa spannað vítt svið, frá steinsteypu og keramíks til smáþörunga og örtækni. Undanfarinn áratug hefur meginviðfangsefni hans verið þróun nýrra kynslóða sólarsella og ljósnema sem byggir á því að móta ef...
Voru konur fleiri en karlar árið 1944?
Ef átt er við Ísland þá voru konur aðeins fleiri en karlar árið 1944. Samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar voru Íslendingar alls 125.967 það ár. Af þeim voru konur um 50,5% en karlar 49,5% eða 100 konur á móti rétt rúmlega 98 körlum. Þannig hafði þetta verið um langan tíma, það er að segja konur voru ívið flei...
Hvaða rannsóknir stundaði Gunnhildur Óskarsdóttir?
Gunnhildur Óskarsdóttir var dósent í kennslufræði við Deild kennslu- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beindust einkum að námi og kennslu ungra barna í grunnskóla, náttúrufræðikennslu og kennaramenntun. Bók byggð á doktorsritgerð hennar The Brain Controls Everything var gefin út af Informati...
Hversu lengi eru hreindýrskálfar á spena?
Nýborinn hreindýrskálfur Meðganga hjá hreindýrakúm er að meðaltali 228 dagar. Þær bera einn kálf og er hann á spena í allt að hálft ár. Fengitími hreindýra er á haustin, yfirleitt í október, og kýrnar bera í seinni hluta maí og júní. Heimildir og mynd:V. Geist og L. Baskin. 1990. „Reindeer (genus Rangifer).“ ...
Hvar eru kóngulær á veturna?
Hér er einnig svarað spurningu Önnu Andrésdóttur og Axels Fannars: Hvað er algengt að kóngulær lifi lengi?Á Íslandi lifa kóngulær að jafnaði í eitt til tvö ár. Í hitabeltislöndum verða kóngulær mun eldri; tarantúlur geta til að mynda orðið 15 ára. Kóngulær verða kynþroska eftir að síðustu hamskiptum er lokið....
Eru til tölur yfir hlutfall eineggja tvíbura á Íslandi?
Langflestir tvíburar eru tvíeggja en því miður hefur ekki tekist að afla upplýsinga um hvernig hlutfallið á milli eineggja og tvíeggja tvíbura er á Íslandi. Hins vegar má nálgast upplýsingar um fjölburafæðingar á heimasíðu Hagstofu Íslands, þar með talið tvíburafæðingar, en ekki er tilgreint hversu mörg egg koma v...
Hvenær varð 1. janúar upphafsdagur ársins á Íslandi?
Eins og spurningin gefur til kynna hefur árið ekki alltaf hafist á sama degi. Til forna var ýmist miðað við vorjafndægur (þegar dagurinn verður lengri en nóttin, 19.-21. mars), haustjafndægur (þegar nóttin verður lengri en dagurinn, 21.-24. september) eða vetrarsólstöður (þegar nóttin er lengst, 20.-23. desember)....
Af hverju kemur svona lítill snjór á Íslandi?
Það eru sjálfsagt ekki allir sammála því að það snjói lítið á Íslandi þó að síðustu vetur hafi vissulega verið óvenju snjóléttir. Til að snjór verði til í háloftunum þarf bæði kulda og raka í loftinu. Einnig skiptir hitastig við jörðu máli þar sem það hefur áhrif á það hvort sá raki sem þéttist í háloftunum sem sn...
Ef maður kæmist á ljóshraða hvað væri maður lengi frá sólinni til Plútó?
Til þess að finna út úr því hversu lengi ljósið, eða maður á ljóshraða, væri að fara frá sólinni til Plútó þurfum við í fyrsta lagi að vita hversu hratt ljósið fer og í öðru lagi hversu langt er á milli sólarinnar og Plútó. Ljósið fer reyndar mishratt eftir efninu sem það fer um eins og fjallað er um í svari vi...
Er nautablóð notað til að fá rauða litinn í rauðvín?
Við framleiðslu á rauðvíni eru notuð dökk vínber. Hýði berjanna er látið gerjast, ásamt aldinkjötinu, safanum og steinunum. Ljós vínber eru hins vegar notuð til að búa til hvítvín; þá er hýðið vanalega skilið frá og það sem eftir stendur er látið gerjast. Eiginleikar ólíkra rauðvína koma úr vínberjunum og er le...
Hvaða áhrif hafa sólvindar og sólblettir á jörðu?
Svör við spurningunni um sólvinda má lesa um í svari við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin? Lesa má um sólbletti í svari við spurningunni Hvað eru sólgos og segulstormur? Til viðbótar er spurt um áhrif sólbletta á hitafar á jörðinni. Vitað er að fjöldi sólbletta eykst og minnkar í sveiflu sem ...
Hver er sjávarhitinn í Reykjavík að meðaltali?
Gögn um sjávarhita við Ísland er meðal annars að finna hjá Hafrannsóknastofnun undir liðnum sjávarhiti. Sú síða sýnir sjávarhita í rauntíma í Reykjavík og sjávarhitann við Grímsey til samanburðar. Á síðunni birtist einnig þriggja mánaða tímabil á grafi. Til þess að skoða sjávarhita við fjölmargar mælistöðvar[1]...
Hvað eru nútímahraun?
Nútímahraun eru öll þau hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Núverandi jarðsögutímabil kallast kvarter og það skiptist í tvö önnur jarðsögutímabil. Eldra tímabilið nefnist pleistósen, eða ísöld á íslensku, en hið yngra hólósen, eða nútími á íslensku.[...