Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif hafa sólvindar og sólblettir á jörðu?

Aðalbjörn Þórólfsson

Svör við spurningunni um sólvinda má lesa um í svari við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin?

Lesa má um sólbletti í svari við spurningunni Hvað eru sólgos og segulstormur? Til viðbótar er spurt um áhrif sólbletta á hitafar á jörðinni. Vitað er að fjöldi sólbletta eykst og minnkar í sveiflu sem tekur um 11 ár. Árið 2013 vorum við nálægt hámarki sveiflunnar, það er að segja sólblettir eru í hámarki og í janúarbyrjun 2014 sást mjög stór sólblettur.

Þegar sólblettir eru margir eykst orkustreymið frá sólinni eilítið og því gætu þeir haft áhrif á hitastig á jörðinni. Mælingar á fjölda sólbletta í gegnum aldirnar og samanburður við hitastig á jörðu niðri gefa til kynna mögulega fylgni þar á milli en vísindamenn eru enn ekki sammála um hvort áhrifin séu fyrir hendi eða ekki. Einnig ber að hafa í huga að áhrif sólblettanna (ef þau eru til staðar) eru aðeins brot úr gráðu og hækkanir á hitastigi á jörðinni síðastliðin 30-40 ár er til dæmis ekki hægt að skýra með auknum fjölda sólbletta.

Segulsvið jarðar (bláu línurnar umhverfis jörðina) hrindir flestum hlöðnum ögnum sólarinnar frá svo þær streyma umhverfis jörðina. Undantekning frá þessu er í kringum segulpólana en þar sleppur lítill hluti þessara agna inn í segulsvið jarðar og orsakar norður- og suðurljós. Sólblettirnir hafa þó nánast engin áhrif á hækkun hitastigs á jörðunni.

Eftirfarandi spurningu var einnig svarað
  • Hvað eru sólblettir og hver eru áhrif þeirra á hitafar á jörðinni?

Mynd:

Höfundur

háloftaeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Íslandsbanka

Útgáfudagur

8.1.2014

Spyrjandi

Hrönn Guðmundsdóttir, Helgi Þór

Tilvísun

Aðalbjörn Þórólfsson. „Hvaða áhrif hafa sólvindar og sólblettir á jörðu?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2014, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=8288.

Aðalbjörn Þórólfsson. (2014, 8. janúar). Hvaða áhrif hafa sólvindar og sólblettir á jörðu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=8288

Aðalbjörn Þórólfsson. „Hvaða áhrif hafa sólvindar og sólblettir á jörðu?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2014. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=8288>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hafa sólvindar og sólblettir á jörðu?
Svör við spurningunni um sólvinda má lesa um í svari við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin?

Lesa má um sólbletti í svari við spurningunni Hvað eru sólgos og segulstormur? Til viðbótar er spurt um áhrif sólbletta á hitafar á jörðinni. Vitað er að fjöldi sólbletta eykst og minnkar í sveiflu sem tekur um 11 ár. Árið 2013 vorum við nálægt hámarki sveiflunnar, það er að segja sólblettir eru í hámarki og í janúarbyrjun 2014 sást mjög stór sólblettur.

Þegar sólblettir eru margir eykst orkustreymið frá sólinni eilítið og því gætu þeir haft áhrif á hitastig á jörðinni. Mælingar á fjölda sólbletta í gegnum aldirnar og samanburður við hitastig á jörðu niðri gefa til kynna mögulega fylgni þar á milli en vísindamenn eru enn ekki sammála um hvort áhrifin séu fyrir hendi eða ekki. Einnig ber að hafa í huga að áhrif sólblettanna (ef þau eru til staðar) eru aðeins brot úr gráðu og hækkanir á hitastigi á jörðinni síðastliðin 30-40 ár er til dæmis ekki hægt að skýra með auknum fjölda sólbletta.

Segulsvið jarðar (bláu línurnar umhverfis jörðina) hrindir flestum hlöðnum ögnum sólarinnar frá svo þær streyma umhverfis jörðina. Undantekning frá þessu er í kringum segulpólana en þar sleppur lítill hluti þessara agna inn í segulsvið jarðar og orsakar norður- og suðurljós. Sólblettirnir hafa þó nánast engin áhrif á hækkun hitastigs á jörðunni.

Eftirfarandi spurningu var einnig svarað
  • Hvað eru sólblettir og hver eru áhrif þeirra á hitafar á jörðinni?

Mynd:

...