Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1219 svör fundust
Af hverju var Surtsey friðlýst?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Surtsey er mikil náttúruperla. Af hverju er nauðsynlegt að vernda eyna gegn ágangi manns? Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Á þeim tíma byggðist eyjan upp en jafnframt mynduðust þrjár smærri eyjar, Surtla, Syrtlingur o...
Hvenær voru fyrstu rímur ortar og hvaða fyrirmyndir voru fyrir þessum kveðskap?
Ólafs ríma Haraldssonar í Flateyjarbók er elst varðveittra rímnatexta. Hún á sinn þátt í því samhljóða áliti fræðimanna að rímnagerð hafi hafist á fyrri hluta 14. aldar og jafnvel þegar um eða upp úr 1300. Með athugun á málstigi miðaldarímna hafa rannsóknir leitt i ljós að nokkrir nú varðveittir rímnaflokkar hafi ...
Hverjar eru elstu fornleifar sem fundist hafa á Íslandi?
Einnig var spurt: Hafa fundist einhverjar fornleifar frá Rómarveldi á Íslandi? Svo sem peningar eða önnur ummerki um að áhrif Rómarveldis hafi náð til landsins með einhverjum hætti? Elstu fornleifar sem hér hafa fundist eru rómverskir peningar. Þeirra á meðal er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í Li...
Hvaða „sýling“ er í Sýlingarfelli fyrir norðan Grindavík?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað merkið orðið „sýling“ í heiti á Sýlingarfelli fyrir ofan Grindavík? Sýlingarfell, sem stundum er kallað Svartsengisfell, er um 200 m hátt fell á Reykjanesskaga, rétt austan við Svartsengi. Í örnefnalýsingu fyrir Hóp í Grindavíkurhreppi er heiti fellsins skýrt svo:...
Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?
Vafalaust myndu einhverjir líta á heimspekinginn Sókrates (470-399 f.Kr.) sem ónytjung væri hann uppi í dag, enda gerðu það margir fyrir 2400 árum í Grikklandi. Okkur er ekki kunnugt um að hvítskeggjaður öldungur hafi sést nýlega í hvítum kyrtli og sandölum, sprangandi um Ingólfstorg, umkringdur ungum mönnum með b...
Hvar og hvenær var tokkaríska töluð og af hverjum? Er eitthvert tungumál komið af tokkarísku?
Svar í hnotskurn: Tokkarísku málin tvö, sem yfirleitt eru táknuð “A” og “B” eða kölluð austur- og vesturtokkaríska, voru töluð af afkomendum indóevrópsks þjóðflokks í norðanverðri Tarim-lægð, sem er á sjálfstjórnarsvæðinu Sinkíang í Vestur-Kína. Tokkarísku málheimildirnar eru frá því um 500 til 900 eftir Krist...
Þarf maður að vera snillingur til að verða vísindamaður eða -kona?
Í stuttu máli er svarið nei. Skoðum augnablik forsendur þess svars: Fyrst þarf að fallast á einhvers konar skilgreiningar á orðunum „snillingur“ og „vísindamaður“. Hvort manneskja telst vísindamaður eða ekki er misjafnt eftir því hver er spurður. Flestir teldu raunvísindamenn svo sem eðlisfræðinga, efnafræðinga...
Hvað var franska byltingin og hefur hún enn einhver áhrif á samfélagsmál í Evrópu og annars staðar í heiminum?
Þekkt saga segir af því þegar forsætisráðherra Kína var spurður í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar út í áhrif frönsku byltingarinnar. Hann á að hafa svarað því til að sagan ætti eftir að leiða í ljós hver þau yrðu. Sumum hefur þótt svarið vera til marks um að Kínverjar væru framsýnni en aðrar þjóðir en vel m...
Af hverju setti Nikulás Kópernikus fram nýja heimsmynd?
Einhver forvitnilegasta spurningin sem saga Kópernikusar vekur er um það hvað honum gekk til að vilja setja fram nýja heimsmynd. Hefðbundin söguskoðun gefur vitaskuld það einfalda svar að þarna hafi blátt áfram verið um að ræða einarða sannleiksást og vísindalega snilli. Ýmsir fræðimenn síðari ára hafa þó viljað s...
Var það einhver Hans sem hannaði hansahillurnar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur nafnið hansahillur, var það einhver Hans sem hannaði þær? Hansahillurnar voru hannaðar af dönskum manni sem hét Poul Cadovius (1911-2011) en heiti þeirra er dregið af fyrirtækinu Hansa h.f. sem hafði einkaleyfi á smíði þeirra á Íslandi. Fyrirtækið Hansa h....
Hver var ástæðan fyrir kalda stríðinu? Var það nauðsynlegt eða hefði verið hægt að sleppa því?
Margar spurningar hafa borist Vísindavefnum um kalda stríðið og vígbúnaðarkapphlaupið sem því fylgdi. Hér er reynt að svara þeim Kristborgu Ágústsdóttur, Davíð Sigurðarsyni, Thelmu Hrönn Sigurdórsdóttur, Einari Hafliðasyni, Ernu Valdísi Jónsdóttur, Söndru Guðmundsdóttur, Berglindi Þorsteinsdóttur, Jarþrúði Hólmdís...
Prumpa hvalir og losa þeir þá mikið af metangasi sem veldur hlýnun jarðar?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað má reikna með að hvalur (t.d. hnúfubakur) gefi mikið frá sér af metangasi, eða skaðlegum efnum fyrir andrúmsloftið? Tímaeiningin gæti t.d. verið mánuður eða ár. Við erum að tala um hvalaprump. Það væri fróðlegt að fá samanburð t.d. við nautgripi. Langflest spendýr o...
Hvers vegna geta sumir reykt tóbak í 70-80 ár án þess að það hafi sýnileg áhrif til heilsubrests á þá?
Þessi spurning varðar grundvallaratriði í skilningi okkar á sjúkdómum og áhrifum lífshátta á þá, sem og í beitingu tölfræði og líkindareiknings í heilbrigðisvísindum og víðar. Við skulum fyrst hugleiða það að líf manna er flókið og margþætt og býsna margt hefur áhrif á æviferil okkar. Í fyrsta lagi ráða erfðir...
Hvað merkir það að þeir sem drekka einn tebolla á dag séu líklegri eða ólíklegri til að fá einhvern sjúkdóm?
Fullyrðingin snýst um þann hóp manna sem drekkur um það bil einn tebolla á dag, án tillits til annarra einkenna þeirra sem í hópnum eru. Tíðni sjúkdómsins, til dæmis fjöldi tilfella á hvert þúsund einstaklinga, er þá önnur en meðaltalið hjá fólki yfirleitt. Líkur einstaklinganna hvers um sig kunna hins vegar að ve...
Hvaða áhrif hefur óvissulögmál Heisenbergs haft á heimsmynd vísindamanna?
Óvissulögmál Heisenbergs segir fyrir um það til dæmis að margfeldi af óvissunni í stað og skriðþunga tiltekinnar agnar í ákveðna stefnu sé alltaf stærra en tiltekið lágmark. Þess vegna er ógerlegt að ákvarða báðar stærðirnar í senn án óvissu. Þetta breytir hugmyndum vísindanna um hreyfingu, orsakir og löggengi. Mi...