Hvaðan kemur nafnið hansahillur, var það einhver Hans sem hannaði þær?Hansahillurnar voru hannaðar af dönskum manni sem hét Poul Cadovius (1911-2011) en heiti þeirra er dregið af fyrirtækinu Hansa h.f. sem hafði einkaleyfi á smíði þeirra á Íslandi. Fyrirtækið Hansa h.f. var stofnað í Reykjavík um áramótin 1947-48 og framkvæmdastjóri þess var Daninn Robert Bendixsen (stundum líka skrifað Bendixen, d. 1965). Verksmiðja og skrifstofur fyrirtækisins voru í húsi Sveins Egilssonar á Laugavegi 105. Í fyrstu framleiddi Hansa h.f. sólgluggatjöld sem gengu undir nafninu hansa-gluggatjöld og hansa-gardínur.

Hansahillurnar voru hannaðar af Dananum Poul Cadovius. Fyrirtækið Hansa h.f. hafði einkaleyfi á framleiðslu þeirra á Íslandi. Ekki er vitað af hverju fyrirtækið hlaut það nafn.
- Alþýðublaðið, 08.02.1946 - Timarit.is. (Sótt 10.10.2017).
- Tíminn, 25.08.1948 - Timarit.is. (Sótt 10.10.2017).
- Tíminn, 29.04.1973 - Timarit.is. (Sótt 10.10.2017).
- Dagur, 20.03.1965 - Timarit.is. (Sótt 10.10.2017).
- Vikan, 21. árgangur 1959, 36. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 10.10.2017).
- Vikan, 21. árgangur 1959, 50. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 11.10.2017).
- Vikan, 21. árgangur 1959, 50. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 11.10.2017).
- Poul Cadovius. (Sótt 10.10.2017).
- Bréf til Vísindavefsins 4.10.2017, frá Jóni Fr. Sigvaldasyni og Agli Þ. Jónssyni, fyrrverandi starfsmönnum Hansahurða, dótturfyrirtækis Hansa h.f.
Athugasemd ritstjórnar: Svar við þessari spurningu var fyrst birt 17.1.2012. Svarið var endurskrifað 10.10.2017 og endurbirt 13.10.2017. Vísindavefurinn þakkar Jóni Fr. Sigvaldasyni fyrir upplýsingar við gerð svarsins.