Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9751 svör fundust
Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru Papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna?
Ritheimildir segja frá veru Papa hér á landi áður en norrænir menn komu en að þeir hafi síðan horfið á braut. Þó að vissulega sé hægt að þreifa á gömlum handritum er líklega átt við annars konar áþreifanlegar sannanir. Gallinn við ritheimildir er sá að þær geta logið eða farið með fleipur, einkum og sér í lagi ...
Hver var aðdragandinn að stofnun Ísraelsríkis árið 1948? Hver átti landið fyrir?
Í margar aldir bjuggu gyðingar víðs vegar um Evrópu en ýmsar hræringar, svo sem andgyðingleg hreyfing í Þýskalandi og ofsóknir í Rússlandi, urðu til þess að undir lok 19. aldar fékk sú hugmynd hljómgrunn að stofna ætti sjálfstætt ríki gyðinga. Áhugavert er að meðal annars var stungið upp á Úganda í Afríku sem hugs...
Hver er Julia Kristeva og hvaða áhrif hafa kenningar hennar haft?
Julia Kristeva fæddist í Búlgaríu árið 1941. Hún er af menntafólki komin, ólst upp í austur-evrópsku, kommúnísku ríki á kaldastríðsárunum og gekk í Háskólann í Sofíu. Hún lagði þar stund á bókmenntir, málvísindi og heimspeki, lærði sinn Marx og Hegel auk málvísinda og rússnesku og hafði þar af leiðandi beinan aðg...
Gætu fuglar flogið á tunglinu (já eða nei)?
Svarið er nei; fuglar geta ekki flogið í opnu rými við yfirborð tunglsins. Flug fugla byggist á loftmótstöðu; þeir spyrna í loftið kringum sig og svífa á því. Á tunglinu er hins vegar ekkert loft til að spyrna í. Þar er enginn lofthjúpur því að þyngdarkraftur tunglsins er of lítill til þess að gassameindir hal...
Hvernig mynduðust Kvosin og Tjörnin í miðbæ Reykjavíkur?
Kvosin er lægð, eins og Fossvogur og Kópavogur, sem ísaldarjöklar hafa sorfið niður í Reykjavíkurgrágrýtið en það liggur yfir öllu svæðinu frá Mosfellssveit suður fyrir Hafnarfjörð. Tjörnin er í þessari dæld og afmarkast af Vatnsmýri annars vegar og sjávarkambi (þar sem Alþingishúsið stendur) hins vegar. Í ís...
Hvar eru eldfjöllin á Íslandi?
Á vefsíðunni almannavarnir.is er að finna ýmsar upplýsingar um eldgos. Þar er meðal annars kort sem sýnir hraunrennsli á Íslandi frá lokum ísaldar. Dökkrauði liturinn sýnir hraun sem hafa runnið á síðustu 3000 árum en ljósrauði liturinn sýnir eldri hraun. Jöklarnir eru litaðir bláir. Kortið gefur góða mynd af...
Hvað þýða landvættir? Og eru til sjóvættir?
Hér er einnig svarað spurningunni: Eru til sögur af því hvernig landvættirnar komu til landsins? (Gunnar Logi, f. 1996) Orðið vættur er oftast notað um yfirnáttúrlegar verur frá öðrum heimi. Það er því yfirheiti fyrirbæra eins og drauga, huldufólks, trölla, dverga og ýmiss konar kynjadýra eins og dreka. Sigurður...
Hver er algengasti blóðflokkur í heimi?
Þegar fjallað er um blóðflokka er oftast átt við ABO-blóðflokkakerfið og Rhesus-kerfið, enda þótt mun fleiri blóðflokkakerfi séu til. Þegar talað er um blóðflokka í ABO-kerfinu er átt við fjóra flokka, O, A, B og AB. Um blóðflokkakerfið má lesa nánar í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvernig verkar bl...
Hvað veldur jarðskjálftum?
Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þannig að ný skorpa myndast, samanber gosbeltin, eða þrýstast hver undir annan þannig að gömul s...
Hafa konur í Mið-Austurlöndum kosningarétt?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvar í heiminum er það algengast að konur hafi ekki kosningarétt? Í hvaða löndum hafa konur ekki kosningarétt? Ekki er til ein og algild skilgreining á því hvaða lönd teljast til Mið-Austurlanda. Afmörkunin getur að einhverju leyti farið eftir samhenginu eða forsendum hverju s...
Hvað éta úlfar?
Úlfar (Canis lupus) eru kjötætur og veiða bráð af ýmsu tagi. Sé útbreiðsla úlfa skoðuð í rás sögunnar má ætla að fá eða engin landdýr af ættbálki rándýra (Carnivora) hafi farið víðar. Af því leiðir að úlfar hafa veitt fjölmargar tegundir. Fæðuvalið hefur fyrst og fremst markast af framboði á bráð og úlfar eru ekki...
Af hverju verða karlmenn ekki óléttir?
Karlmenn verða ekki óléttir af því að þeir hafa ekki þau líffæri sem þarf til þess að nýr einstaklingur geti þroskast og dafnað innan líkama þeirra. Eitt af einkennum lífvera er að þær fjölga sér. Fjallað er um æxlun í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlu...
Hvernig virkar almynd?
Upplýsingar sem stýra því hvernig almynd eða heilmynd (e. hologram) verður eru skráðar á fínkorna ljósmyndafilmu eða ljósmyndaplötu. Filman eða platan eru í grundvallaratriðum sömu gerðar og þær sem notaðar eru í venjulegri ljósmyndun. Ljósgeisla, annaðhvort með hvítu ljósi eða einlitum leysigeisla (e. laser beam)...
Hver var Cecilia Payne-Gaposchkin og hvernig sýndi hún fram á að sólin væri að mestu úr vetni?
Cecilia Helena Payne-Gaposchkin er eflaust frægust fyrir að hafa sýnt fram á að sólin væri að mestu leyti úr vetni. Áður fyrr höfðu vísindamenn talið að sólin og aðrir himinhnettir hefðu efnasamsetningu svipaða jörðinni en Payne-Gaposchkin sýndi fram á að svo var ekki í doktorsritgerð sem rússnesk-bandaríski stjar...
Hvað er staðalfrávik?
Staðalfrávik (e. standard deviation) er algengasta mæling á dreifingu talna, það er hversu ólíkar þær eru. Því hærra sem það er þeim mun ólíkari eru tölurnar. Til þess að reikna staðalfrávik tiltekinna talna þarf fyrst að reikna meðaltal þeirra og síðan að draga hverja tölu frá meðaltalinu, og sá mismunur kall...