Eldvirkni á Íslandi er á belti sem nær frá Reykjanesskaga í suðvestri norður í Langjökul og frá Vestmannaeyjum um vestanverðan Vatnajökul og norður fyrir land. Að auki er nokkur eldvirkni á Snæfellsnesi. Kortið [...] sýnir hraun sem runnin eru frá lokum ísaldar fyrir um 11 þúsund árum. Dökki liturinn sýnir hraun sem runnin eru á síðustu 3000 árum, hin eru eldri.Heimild og mynd: almannavarnir.is
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.