Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1697 svör fundust
Af hverju er andrúmsloftið gegnsætt?
Efni teljast gegnsæ ef sýnilegt ljós nær að skína að fullu eða mestu óhindrað í gegnum þau (sbr. svar við spurningunni Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? eftir sama höfund). Helsta orsök ógegnsæis efna er ljósgleypni þeirra. Slík ljósgleypni á sér stað þegar orka ljóssins yfirfærist á eindir...
Eru renminbi og yuan sami gjaldmiðillinn?
Gjaldmiðill Kína heitir renminbi. Það þýðir gjaldmiðill alþýðunnar og er hann gefinn út af Alþýðubankanum þar í landi. Renminbi er skammstafað RMB. Algengasta eining renminbi er eitt yuan en það þýðir kringlóttur hlutur eða kringlótt mynt. Tákn yuansins á alþjóðamörkuðum er CNY. Einnig eru til jiao og fen. Eitt yu...
Hvað merkir orðatiltækið 'ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið' og hvaðan er það komið?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvort er rétt: „Kálið verður ekki sopið fyrr en í ausuna er komið“ eða „Kálið er ekki sopið þó að í ausuna sé komið“?Orðatiltækið eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið þekkist þegar í fornu máli. Í 11. kafla Þórðar sögu hreðu stendur: Ríða þeir nú fram að þeim með ...
Hvað þýðir orðið hörgur?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað þýðir íslenska orðið hörg? Orðið er til dæmis notað í götunöfn eins og Hörgshlíð, Hörgsland, Hörgás og svo framvegis. Er um að ræða sama orð og hörgull? Fyrri liður orðanna Hörgshlíð, Hörgsland og Hörgás er karlkynsorðið hörgur 'heiðið blóthús eða blótstallur, grjóthóll, h...
Hvað er fyrir innan verksvið Vísindavefsins og hvað fellur utan þess?
Vísindavefurinn fjallar um öll vísindi og reynir að gera ekki upp á milli fræðigreina, hvort sem þær heita eðlisfræði, líffræði, sálfræði, málvísindi, sagnfræði eða eitthvað annað. Ritstjórn vefsins tekur með glöðu geði við spurningum af öllum fræðasviðum. Á hverjum degi berast Vísindavefnum ótal margar góðar ...
Hvað syndir hvítháfur hratt?
Ekki er alveg ljóst hversu hratt hvítháfurinn (Carcharodon carcharias) getur synt þar sem það hefur lítið verið mælt. Á vef ReefQuest Centre for Shark Research kemur þó fram að margir hákarlafræðingar telji hvítháfinn geta náð að minnsta kosti hraðanum 40 km/klst. Þar kemur einnig fram að sumir telji hann getað ná...
Hvað hugsa mállausir? Hugsa þeir í orðum, myndum eða á annan hátt?
Sá sem er mállaus getur samkvæmt skilgreiningu ekki talað eða tjáð sig í orðum. Það gefur því að skilja að afskaplega erfitt er að rannsaka hvernig mállausir hugsa, þar sem ekki er hægt að spyrja þá að neinu ráði út í hugarstarf þeirra. Því kemur líklega lítið á óvart að ekki fundust neinar rannsóknir sem geta gef...
Hvenær á að nota "myrkur í máli" og hvenær "ómyrkur í máli"?
Sá sem er myrkur í máli talar þannig að erfitt getur verið að skilja hvert hann er að fara, hver skoðun hans er. Þá er til dæmis hægt að segja: ,,Ræðumaðurinn var svo myrkur í máli í málflutningi sínum að áhorfendur skildu illa boðskap hans.” Oft er sagt eitthvað á þessa leið: ,,Hann var ekki myrkur í máli í ræðu ...
Hvers vegna notuðu Vestfirðingar "d" í stað "ð" í orðum eins og sagdi, fardu?
Framburðurinn rd, gd, fd í stað rð, gð, fð í orðum eins og harður, sagði, hafði hefur verið talinn eitt af einkennum vestfirsks framburðar. Ásgeir Blöndal Magnússon skrifaði um hann grein í tímaritið Íslenzk tunga (1959: 9–25) og benti á að heimildir hafi verið um hann víðar á landinu: í Mýrasýslu, á Snæfellsnesi,...
Er tvö þúsund króna seðill verðmætur?
Tvö þúsund króna seðill hefur ekkert sérstakt verðmæti umfram það sem á honum segir. Hann er sem sé tvö þúsund króna virði. Það má því kaupa fyrir hann jafnmikið og fyrir til dæmis tvo þúsund krónu seðla eða fjóra fimm hundruð króna seðla. Tvö þúsund krónu seðlar eru hins vegar frekar lítið notaðir og því alge...
Hvort eyðir LCD- eða plasmasjónvarp meira rafmagni og hversu miklu rafmagni eyða þau?
Bæði plasma- og LCD-skjáir fara sparlega með orkuna. Oft er sagt að LCD-skjáir krefjist minni orku og séu þar af leiðandi sparneytnari, en málið er lítið eitt flóknara en svo. Í plasmasjónvörpum er ljósstyrk hvers einasta díls (e. pixel) stjórnað fyrir sig en styrkurinn er háður birtu myndarinnar. Þannig krefst...
Hvað veldur déjà vu, það er tilfinningunni um að maður hafi gert eða séð eitthvað áður?
Déjà vu er upprunalega franska og merkir bókstaflega 'þegar séð'. Í þeim sálfræðihandbókum sem við höfum flett í er lítið sem ekkert fjallað um fyrirbærið. Við höfum aðeins rekist á tvær kenningar um déjà vu og eru þær báðar eftir fræðimanninn Graham Reed. Skilgreiningin á déjà vu er sú að okkur finnst við haf...
Af hverju vísar skottið á ljónum og rófan á köttum alltaf upp í loft?
Skottið á ljónum og rófan á köttum vísar alls ekki alltaf upp á við. Staða rófunnar (eða skottsins í tilviki ljónsins) lýsir geðslagi viðkomandi kattardýrs og er afar mikilvæg í samskiptum þess við aðra meðlimi tegundar sinnar. Sperrt rófan á þessum kettlingi gæti verið merki um áhuga eða forvitni. Oft er hægt ...
Hversu margir búa í Norður-Kóreu og hvaða aðilar veita upplýsingar um fólksfjölda þar?
Norður-Kórea er eitt lokaðasta ríki jarðar og erfitt er að nálgast traustar upplýsingar um land og þjóð. Það á jafnt við um lýðfræði (svo sem fólksfjöldi, fæðingartíðni, dánartíðni, fólksflutningar og svo framvegis) sem og önnur svið. Upplýsingar um fólksfjölda eru því ekki byggðar á opinberum tölum frá Norður-Kór...
Hvað þýðir mannsnafnið Órækja?
Forliðurinn í nafninu Órækja er ekki ór- heldur ó- í neitandi merkingu. Orðið er til sem samnafn, sérnafn og viðurnefni. Nafnorðið órækja merkir ‛sóði, mannskræfa, hirðulaus maður’ og sögnin er notuð í merkingunni ‛vanrækja’, það er ‛sá sem ekki rækir eitthvað’. Elsta dæmi um sögnina í Ritmálssaf...