Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Sá sem er mállaus getur samkvæmt skilgreiningu ekki talað eða tjáð sig í orðum. Það gefur því að skilja að afskaplega erfitt er að rannsaka hvernig mállausir hugsa, þar sem ekki er hægt að spyrja þá að neinu ráði út í hugarstarf þeirra. Því kemur líklega lítið á óvart að ekki fundust neinar rannsóknir sem geta gefið bein svör við þessari spurningu.
Það má þó leiða að því líkur að það skipti máli hver ástæða málleysisins er. Til eru þeir sem tala ekki jafnvel þótt málskilningur sé góður, til dæmis vegna feimni eða galla í talfærum. Þetta fólk getur líklega vel hugsað í orðum í bland við myndir og önnur form hugsunar, rétt eins og aðrir. Aftur á móti eru líka til manneskjur sem geta hvorki tjáð sig í orðum né skilið hvað aðrir segja, til dæmis vegna þroskahömlunar. Þar sem þetta fólk getur ekki tileinkað sér eiginlegt tungumál er ólíklegt að það geti hugsað í orðum og setningum.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.
Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd
HMS. „Hvað hugsa mállausir? Hugsa þeir í orðum, myndum eða á annan hátt?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6573.
HMS. (2007, 2. apríl). Hvað hugsa mállausir? Hugsa þeir í orðum, myndum eða á annan hátt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6573
HMS. „Hvað hugsa mállausir? Hugsa þeir í orðum, myndum eða á annan hátt?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6573>.