Hvað þýðir íslenska orðið hörg? Orðið er til dæmis notað í götunöfn eins og Hörgshlíð, Hörgsland, Hörgás og svo framvegis. Er um að ræða sama orð og hörgull?Fyrri liður orðanna Hörgshlíð, Hörgsland og Hörgás er karlkynsorðið hörgur 'heiðið blóthús eða blótstallur, grjóthóll, hæð, fjall, hnjótur, hrjósturland, skortur'. Það á sér samsvaranir í grannmálunum, til dæmis í nýnorsku horg 'klettur, namin og klettótt háslétta', í sænskum mállýskum harg, horg 'grýtt svæði' og þar merkir illharge 'grýtt og hrjóstrugt haglendi'. í fornsænsku er til harg og fornensku hearg og er merkingin 'heiðið hof eða vé'. Af sama toga eru einnig kvenkynsorðin hörgur (ft.) og hörgrur (ft.) 'hrjósturland'.
- Mats Icelandic Image Library © Mats Wibe Lund.