Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir orðið hörgur?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað þýðir íslenska orðið hörg? Orðið er til dæmis notað í götunöfn eins og Hörgshlíð, Hörgsland, Hörgás og svo framvegis. Er um að ræða sama orð og hörgull?

Fyrri liður orðanna Hörgshlíð, Hörgsland og Hörgás er karlkynsorðið hörgur 'heiðið blóthús eða blótstallur, grjóthóll, hæð, fjall, hnjótur, hrjósturland, skortur'. Það á sér samsvaranir í grannmálunum, til dæmis í nýnorsku horg 'klettur, namin og klettótt háslétta', í sænskum mállýskum harg, horg 'grýtt svæði' og þar merkir illharge 'grýtt og hrjóstrugt haglendi'. í fornsænsku er til harg og fornensku hearg og er merkingin 'heiðið hof eða vé'. Af sama toga eru einnig kvenkynsorðin hörgur (ft.) og hörgrur (ft.) 'hrjósturland'.

Bærinn Hörgshlíð í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi.

Ásgeir Blöndal Magnússon telur í Íslenskri orðsifjabók (1989:413) að karlkynsorðið hörgull 'skortur, hörsl, hrjóstur; útjaðar, ystu mörk' og lýsingarorðið hörgull, sem virðist ungt í málinu, í merkingunni 'naumur, sem lítið er af' séu líklega skyld hörgur. Upphaflega merkingu orðsins hörgull telur Ásgeir þá vera 'grýtt land, hrjóstur' en að merkingarnar 'útskikar' og 'skortur' séu afleiddar.

Örnefnin skírskota þá til þess að landið umhverfis sé eða hafi verið grýtt og hrjóstrugt eða að í grenndinni hafi fundist eða séu heimildir um heiðið blóthús.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.5.2006

Síðast uppfært

4.10.2023

Spyrjandi

Freyr Einarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið hörgur?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5978.

Guðrún Kvaran. (2006, 29. maí). Hvað þýðir orðið hörgur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5978

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið hörgur?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5978>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir orðið hörgur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvað þýðir íslenska orðið hörg? Orðið er til dæmis notað í götunöfn eins og Hörgshlíð, Hörgsland, Hörgás og svo framvegis. Er um að ræða sama orð og hörgull?

Fyrri liður orðanna Hörgshlíð, Hörgsland og Hörgás er karlkynsorðið hörgur 'heiðið blóthús eða blótstallur, grjóthóll, hæð, fjall, hnjótur, hrjósturland, skortur'. Það á sér samsvaranir í grannmálunum, til dæmis í nýnorsku horg 'klettur, namin og klettótt háslétta', í sænskum mállýskum harg, horg 'grýtt svæði' og þar merkir illharge 'grýtt og hrjóstrugt haglendi'. í fornsænsku er til harg og fornensku hearg og er merkingin 'heiðið hof eða vé'. Af sama toga eru einnig kvenkynsorðin hörgur (ft.) og hörgrur (ft.) 'hrjósturland'.

Bærinn Hörgshlíð í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi.

Ásgeir Blöndal Magnússon telur í Íslenskri orðsifjabók (1989:413) að karlkynsorðið hörgull 'skortur, hörsl, hrjóstur; útjaðar, ystu mörk' og lýsingarorðið hörgull, sem virðist ungt í málinu, í merkingunni 'naumur, sem lítið er af' séu líklega skyld hörgur. Upphaflega merkingu orðsins hörgull telur Ásgeir þá vera 'grýtt land, hrjóstur' en að merkingarnar 'útskikar' og 'skortur' séu afleiddar.

Örnefnin skírskota þá til þess að landið umhverfis sé eða hafi verið grýtt og hrjóstrugt eða að í grenndinni hafi fundist eða séu heimildir um heiðið blóthús.

Mynd:...