Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5747 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er minnsti froskur í heimi?

Froskategundin Brachycephalus didactylus (e. gold frog) sem á íslensku gæti kallast brasilískur gullfroskur, er gjarnan talin minnst allra froskategunda. Þessi tegund lifir í þéttum regnskógum Amasonsvæðisins, aðallega innan landamæra Brasilíu. Fullorðnir froskar verða mest um 9,8 mm á lengd og er þá átt við hryg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er hættulegasta geitungategund í heimi?

Það er erfitt að meta hvaða geitungategund er hættulegust, enda ekki alveg ljóst við hvað er átt. Hér verður einfaldlega farin sú leið að fjalla um þá geitungategund sem hefur hvað flest mannslíf á “samviskunni” en það er asíski risageitungurinn (Vespa mandarinia, e. giant asian hornet). Að meðaltali deyja árlega ...

category-iconHeimspeki

Hver var afstaða Sókratesar til ástarinnar?

Þegar rætt er um viðhorf Sókratesar ber að hafa varann á, því að Sókrates samdi engin rit og lýsir því hvergi eigin viðhorfum með eigin orðum. Aftur á móti eru helstu heimildirnar um viðhorf Sókratesar ritverk nemenda hans, einkum þeirra Xenofons og Platons. Platon var afar frumlegur heimspekingur sem samdi ekki h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni sagnarinnar að bardúsa?

Sögnin að bardúsa ‛dútla, sýsla við’ og nafnorðið bardús ‛dútl, baks’ eru talin tökuorð af óvissum uppruna. Ásgeir Blöndal Magnússon giskar á tengsl við danska orðið bardus sem er upphrópun notuð til að lýsa undrun yfir einhverju óvæntu (Íslensk orðsifjabók 1989:41). Upphrópunin er komin úr þýsku barda...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver eru þrjú stærstu núlifandi landdýrin?

Stærsta núlifandi landdýrið er afríski gresjufíllinn (Loxodonta africana). Fullvaxnir tarfar verða að jafnaði um 6 tonn að þyngd en þekkt eru dæmi um mun stærri einstaklinga. Stærsti afríski fíllinn sem hefur verið felldur vó tæplega 13 tonn. Hann var drepinn í Angóla árið 1955. Næststærsta landdýrið er asíski ...

category-iconLæknisfræði

Hver eru einkenni blóðtappa í fæti?

Áður hefur verið fjallað um blóðtappa í hægra og vinstra heilahveli í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er blóðtappi? Í blóðinu eru efni og ferlar sem stjórna því að blóð storknar þegar á þarf að halda, til dæmis til að loka sári og til að hindra útbreiðslu sýkingar. Blóð getur þó einnig stor...

category-iconLandafræði

Hver er yngsta þjóð í heimi?

Til þess að svara þessari spurning þarf fyrst að gera grein fyrir því hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar, eða hvaða skilning er valið að leggja í orðin. Hugtakið þjóð er til dæmis langt frá því að vera einfalt eins og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur fjallar um í pistli á Pressan.is. Þar segir meðal...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er launamunur kynjanna í Sviss?

Nýjustu tölur Hagstofu Sviss sem birtar voru í lok árs 2012 sýna að launamunur kynjanna í Sviss mældist 18,4% að meðaltali árið 2010. Þrátt fyrir að reglan um sömu laun fyrir sömu störf hafi verið stjórnarskrárbundin í Sviss síðan árið 1981 og jafnréttislög í gildi frá 1996 minnkar launamunur kynjanna einungis lít...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðsins 'utangarðs'?

Sambandið að eitthvað sé utan eða innan garðs er gamalt í málinu. Garður er þarna í merkingunni ‛gerði, hleðsla utan um jarðarpart’ Í Njáls sögu segir til dæmis „sauðahús stóð í gerðinu, en garðrinn var lágr um“ (JFr I:813). Gerði er þarna landspilda umlukin garði. Í gömlum norskum lögum er tekið fram að ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver eru áhrif Júpíters á jörðina?

Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og jafnframt sú stærsta í okkar sólkerfi. Eins og á við um aðrar plánetur hefur Júpíter tungl. Nú er vitað um 67 slík. Stærst þeirra er Ganýmedes, það er stærra en reikistjarnan Merkúr. Júpíter er einn af fjórum gasrisum sólkerfisins en hinir gasrisarnir eru Satúrnus, Ú...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var rithöfundurinn Guðrún frá Lundi?

Guðrún Baldvina Árnadóttir frá Lundi fæddist árið 1887 í Skagafirði. Hún ólst upp í mikilli fátækt, í torfbæ, fjórða barnið í hópi níu systkina sem upp komust. Hún átti lítinn kost á menntun en þurfti að vinna frá blautu barnsbeini. Hún fékk farkennslu þrjár vikur á ári í þrjá vetur, samtals níu vikur. Það var öl...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör janúarmánaðar 2017?

Í janúarmánuði 2017 birtust 32 ný svör við spurningum lesenda. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Af fimm mest lesnu svörum janúarmánaðar voru tvö svör um jarðfræði og það kemur ekki á óvart þar sem svö...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör febrúarmánaðar 2017?

Í febrúarmánuði 2017 birtust 30 ný svör við spurningum lesenda. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Bólgur, hitakrem, einkavæðing, rafmagn, Kötlugos og Babýlon til forna komu við sögu í fimm mest lesnu s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er uppruni grænukorna í heilkjarnafrumum?

Grænukorn eru aðsetur ljóstillífunar í plöntum og því afar mikilvæg frumulíffæri. Ljóstillífun er ákaflega áhrifaríkt efnahvarf þar sem orka sólar er bundin í lífkerfi og súrefni (O2) skilað út í andrúmsloftið og er þar með undirstaða lífs eins og við þekkjum það hér á jörðinni. Hjá öllum lífverum sem framleiða...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp spegilinn og hvenær?

Þetta er ágæt spurning en því miður er ekki vitað með fullri vissu hver fann upp spegilinn. Elstu speglar sem vitað er um eru frá því um 6000 f.Kr. Þeir fundust í Anatólíu þar sem nú er Tyrkland. Enn fremur hafa speglast fundist í Mesópótamíu (Mið-Austurlönd) frá því um 4000 f.Kr., í Egyptalandi frá 3000 f.Kr. og...

Fleiri niðurstöður