Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2846 svör fundust
Hvað er „harmónískt” meðaltal og til hvers er það notað?
Íslenska orðið yfir „harmónískt” meðaltal er þýtt meðaltal (e. harmonic mean). Ef við höfum \(n\) jákvæðar tölur \(a_{1}, a_{2}, ..., a_{n}\) þá er þýtt meðaltal þeirra \(H\) skilgreint \[H=\frac{n}{\frac{1}{a_{1}}+\frac{1}{a_{2}}+...+\frac{1}{a_{n}}}\] Í ýmsum tilvikum er rétt að nota þýtt meðaltal í staðinn fyri...
Hvert er bræðslumark demants?
Demantur hefur hæsta bræðslumark allra þekktra efna, 3547°C. Það þýðir að við það hitastig og staðalþrýstingsskilyrði (1 bars þrýsting) umbreytist demantur úr föstu formi í vökvaform. Demantur er annað tveggja meginforma kolefnis á föstu formi (C(s)). Hitt formið er grafít, sem hefur gjörólíka eiginleika, eins ...
Af hverju er skarðið sem sumir hafa framan á hökunni kallað „pétursspor“?
Flestir kannast við að sumir hafa eins og skarð eða spor í höku. Þetta skarð er ýmis nefnt hökuskarð, pétursskarð eða pétursspor. Þrátt fyrir talsverða leit hefur ekki fundist sögn sem skýrir hvers vegna orðið pétursspor er kennt við Pétur, hugsanlega Pétur postula. Þó er rétt að nefna þá trú að sankti Pétur hafi ...
Hvað er samfélag?
Samfélag er hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag, og samfélögin geta verið bæði lítil og stór. Minnstu samfélögin sem maður tilheyrir eru fjölskyldan og vinahópurinn. Næst kemur sveitarfélagið, þá Ísland, Evrópa og loks alheimssamfélagið sem a...
Hvort varð færeyska eða íslenska til á undan?
Færeyjar eiga það sameiginlegt með Íslandi að norskir menn settust þar að á landnámsöld og síðan hafa eyjarnar verið byggðar. Upphaflega hefur sama mál verið talað bæði á Íslandi og í Færeyjum. Það var mál landnámsmannanna sem flestir komu frá vestanverðum Noregi, en einhverjir einnig frá Danmörku og Svíþjóð. Gera...
Hvort á að segja 'bar beinin' eða 'beraði beinin' og hvers vegna?
Orðtakið bera beinin í merkingunni ‘deyja, ljúka lífi sínu’ er þekkt í fornu máli og hefur lifað allt fram á þennan dag. Af dæmum úr fornum textum er augljóst að um sterku sögnina bera er að ræða (bera – bar – bárum – borið). Í bókinni Íslenzkt orðtakasafn (1968:52) getur Halldór Halldórsson sér þess til að sö...
Hvað þýðir að vera á kojufylliríi?
Orðið koja er notað um tvö rúm þar sem annað er yfir hinu. Stundum eru rúmin þó þrjú, sjaldan fleiri. Upphaflega voru kojur fyrst og fremst notaðar á skipum til þess að nýta plássið sem best. Talað var um að fara í koju í merkingunni ‘fara að sofa’ og orðið kojuvakt er á sjómannamáli notað um svefntíma skipverja á...
Hversu margir búa í borginni São Paulo í Brasilíu?
São Paulo í Brasilíu er stærsta borg á suðurhveli jarðar. Talið er að íbúar borgarinnar séu rétt rúmlega 11 milljónir. Þessi tala verður töluvert hærri ef stórborgarsvæðið allt er tekið með, það er borgin sjálf og aðliggjandi sveitarfélög. Reyndar er misjafnt hvernig stórborgarsvæðið er afmarkað en samkvæmt einni...
Af hverju er það kallað "að gefa selbita" þegar gefið er högg á kinn með vísifingri sem spyrnt er frá þumli?
Ólafur Davíðsson þjóðfræðingur flokkar leikinn "að gefa selbita" undir hrekkjabrögð og nánar undir fantabrögð (1887:167). Hann lýsir verknaðinum þannig:Selbiti eða sölbiti er fólginn í því að fremsti liðurinn á laungutaung eða vísifíngri er spentur við þumalfíngursgóminn; er honum svo kipt fram af gómnum á höndina...
Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0? - Myndband
Aðalástæðan fyrir því að tölvur byggjast upp á tvíundakerfinu er tæknileg. Í mjög einfölduðu máli er það vegna þess að auðvelt er að greina á milli þess hvort það sé straumur í straumrásum tölvunnar (táknað 1) eða enginn straumur (táknað 0). Ef framleiða ætti tölvu sem ynni jafneðlilega í tugakerfinu þyrfti að gre...
Eru fuglar með eyru?
Já, fuglar hafa eyru og reyndar eru margar tegundir með nokkuð góða heyrn. Mesti munurinn á líffærafræði eyrna fugla og spendýra er sú að þeir fyrrnefndu hafa ekki ytri eyru líkt og á við um flest landspendýr. Séð utan frá eru eyrun himnuklætt svæði á höfðinu. Svæðið er ekki sýnilegt þar sem fíngert fiður þekur...
Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum?
Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“ og hefst hún á 4. sunnudegi fyrir jóladag. Þessi árstími var löngum - og er reyndar víða enn - kallaðar jólafasta, sem helgast af því að fyrr á öldum mátti þá ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt. Aðventukransinn ...
Finnur maður fyrir hraða eða vindi úti í geimnum?
Spurningin í heild var svona:Finnur maður fyrir hraða úti í geimnum, til dæmis ef maður er á 500 km hraða? Finnur maður fyrir vindi eða hraða?Stutta svarið er að það er enginn vindur úti í geimnum af því að þar er ekkert loft heldur tómarúm (e. vacuum). Við finnum yfirleitt ekki fyrir hraða ef hann er jafn heldur ...
Hver var Sighvatur Þórðarson?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var Sighvatur Þórðarson? Hvað gerði hann og var hann skyldur Snorra Sturlusyni? Sighvatur Þórðarson var sonur Þórðar nokkurs sem var kallaður Sigvaldaskáld. Þórður var íslenskur maður en hafði verið með Sigvalda jarli í Noregi og komst síðan í þjónustu Ólafs konungs Harald...
Hvernig vitum við að hlýnun jarðar er af manna völdum?
Þessi spurning er að sjálfsögðu afar eðlileg enda velta margir henni fyrir sér, og það getur verið svolítið verk að kynna sér málið. Byrjum á lítilli dæmisögu til að skýra aðferðirnar sem við beitum. Við erum stödd á breiðri en fáfarinni sandströnd og sjáum þar óljós spor í þurrum sandi. Við fyrstu athugun sjáum ...