Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2377 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað er J-ferill?

Hugtakið J-ferill er stundum notað til að lýsa því ef áhrif tiltekinnar breytingar á ákveðna stærð eru önnur til skamms tíma en til langs tíma. Ef áhrifin eru teiknuð með stærðina sem verið er að skoða á lóðrétta ásnum en tíma á þeim lárétta getur ferillinn líkst stafnum J, þess vegna er talað um J-feril. Sem d...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við hvað er átt þegar sagt er „ekki verður bókvit í askana látið”?

Með orðinu bókvit er átt við þann lærdóm sem fenginn er úr bókum. Máltækið ekki verður bókvit í askana látið er ekki mjög gamalt, tekist hefur að rekja það aftur á miðja 19. öld. Átt er við að lærdóm, fenginn úr bókum, sé ekki hægt að skammta mönnum, þeir verði að hafa fyrir því sjálfir að afla sér hans. Áður fyrr...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað þýðir orðið 'blákalt' og hvaðan kemur það?

Orðið blákalt þýðir eiginlega bara kalt en forliðurinn blá- er notaður í herðandi merkingu; það sem er ‘blákalt’ er ennþá kaldara en kalt. Aðrir litaforliðir eru til dæmis ‘svart-’ eins og í orðunum ‘svartnætti’ sem er dimm nótt og ‘svartamarkaður’ þar sem verslað er á ólöglegan hátt eða með óleyfilegar vörur....

category-iconLandafræði

Hvað er Reykjavík margir metrar?

Venjulega er talað um stærð eða flatarmál sveitarfélaga í ferkílómetrum (km2) en ekki metrum. Upplýsingar um stærð sveitarfélaga er meðal annars að finna í Árbók sveitarfélaga sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út. Þar kemur fram að Reykjavík nær yfir 273 km2 svæði en það er ekki nema 0,27% af flatarmáli...

category-iconTrúarbrögð

Er Guð stelpa eða strákur?

Flestir líta líklega svo á að Guð kristninnar sé karlkyns. Talað er um Guð en ekki Gyðju, og fólk biður Faðirvorið, en ekki Móðirvorið, svo dæmi séu tekin. Arnfríður Guðmundsdóttir, lektor í guðfræði, bendir þó á að jafnvel þótt Guð sé yfirleitt karlgerður sé Guð hafinn yfir kynferði og því hvorki karl né kona...

category-iconMálvísindi: íslensk

Nánast allir fréttamenn á Íslandi tala um helmingi meira þegar þeir meina tvöfalt meira. Er það ekki rangt hjá þeim?

Í prósentureikningi er oft sagt að einhver tala sé tilteknum prósentum meiri eða minni en önnur tala. Þá er venjan sú að reikna prósentuna alltaf af þeirri tölu sem ,,en” stendur fyrir framan. Dæmi: Hvað er 10% meira en 1000 krónur? Svar: 1100 krónur. Hvað er 10% minna en 1000 krónur? Svar: 900 krónur. Ef þeirri r...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða lurg á ég að taka?

Orðið lurgur merkir ‘þykkt hár, hárbrúskur’. Orðasambandið að taka í lurginn á einhverjum merkir því orðrétt ‘að rífa í hárið á e-m’ en er oftast notað í yfirfærðri merkingu um að jafna um við einhvern, taka einhvern til bæna. Hér tekur annar grænklæddi rugbyleikmaðurinn bókstaflega í lurginn á þeim bláklædda og...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru punktar í lánum?

Hugtakið punktur er notað í fjármálaheiminum til að tákna einn hundraðasta úr einu prósenti, það er 0,01%. Vaxtakjör eru oft tilgreind sem tiltekið álag ofan á eitthvert viðmið og álagið þá gefið upp í punktum. Til dæmis gæti lán í evrum verið veitt með 50 punkta álagi ofan á þá vexti sem bönkum bjóðast í evru...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Éta einhverjar fisktegundir svartfuglsegg?

Það er harla erfitt fyrir fiska að komast í tæri við svartfuglsegg þar sem svartfuglar verpa á þurru landi líkt og aðrir fuglar. Þegar talað er um svartfugla er átt við algenga sjófugla við Ísland, til dæmis lunda (Fratercula arctica), langvíu (Uria aalge), stuttnefju (Uria lomvia) og álku (Alca torda). Erfitt ...

category-iconHugvísindi

Hver er uppruni orðsins 'olnbogabarn' og hvað er átt við með því?

Orðið olnbogi er ytri hluti liðar milli fram- og upphandleggjar. Sögnin að olnboga merkir að ‘reka olnbogann í, hrinda frá sér með olnboganum’. Oft er talað um að menn hafi þurft að olnboga sig áfram í þrengslum, til dæmis á skemmtunum. Olnbogabarn er þá barnið sem olnboginn er rekinn í, það er barnið sem verður f...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir að munstra sig á skip og hver er uppruni orðatiltækisins?

Sögnin að munstra merkir ‛að skrá einhvern í skipsrúm’, það er að skrá einhvern sem áhafnarmeðlim á skipi. Hún þekkist í málinu að minnsta kosti frá miðri 17. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Af henni eru leidd nafnorðið munstrun ‛skráning, það að skrá einhvern í skipsrúm’ og lýsingarorði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru herkjur og er þetta fleirtöluorð?

Kvenkynsorðið herkja merkir í eintölu ‘harka’. Það er oftast notað í fleirtölu herkjur og merkir orðið þá ‘hörkubrögð, erfiðismunir’. Hann hafði háan hita og komst með herkjum fram úr rúminu. Hann gat með herkjum lyft höfði frá kodda. Í báðum dæmunum er átt við að sá sem talað er um hafi getað gert eitthvað með er...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér allt um járn?

Járn hefur sætisgildið 26 í lotukerfinu og það er táknað með stöfunum Fe. Atómmassi þess er 55,845 en eðlismassinn er 7,847 g/cm3. Bræðslumark járns er 1538°C en suðumarkið 2861°C. Járn er frumefni sem hefur verið til frá ómunatíð. Járn er lífsnauðsynlegt fyrir lífverur þar sem járn í blóðrauðanum sér um að ...

category-iconLandafræði

Hvað bjuggu margir á Íslandi árin 1978 og 1997?

Á vef Hagstofu Íslands undir ,,hagtölur'' og ,,mannfjöldi'' má nálgast upplýsingar um fjölda íbúa á Íslandi allt aftur til 1703. Þar má meðal annars sjá að árið 1978 voru Íslendingar 222.552 talsins. Tveimur áratugum síðar, árið 1997, hafði landsmönnum fjölgað um rúmlega 47.000 eða upp í 269.874. Eins og ...

category-iconHugvísindi

Af hverju heita hesthús, fjárhús, hænsnahús og fleira eftir íbúum sínum, en svo heitir kýrhús allt í einu fjós?

Orðið fjós er mjög gamalt í málinu. Það var upphaflega samsett orð, *fē-(h)ūs sem dróst saman og varð fjós við það að ē, sem fór næst á undan uppmælta sérhljóðinu ū varð að hálfsérhljóðinu -i- sem síðar varð að -j-. Upphaflega var orðið fjós samsett orð, fé(h)ús. Fjósið var notað fyrir stórg...

Fleiri niðurstöður