Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er J-ferill?

Gylfi Magnússon

Hugtakið J-ferill er stundum notað til að lýsa því ef áhrif tiltekinnar breytingar á ákveðna stærð eru önnur til skamms tíma en til langs tíma. Ef áhrifin eru teiknuð með stærðina sem verið er að skoða á lóðrétta ásnum en tíma á þeim lárétta getur ferillinn líkst stafnum J, þess vegna er talað um J-feril.

Sem dæmi má nefna fyrirtæki sem lækkar verð á vöru sinni. Áhrifin til skamms tíma kunna að vera þau að hagnaður dregst saman en þegar til lengri tíma er litið gæti þetta aukið viðskipti svo mjög að hagnaður verður meiri en hann var fyrir verðlækkunina. Ef hagnaður er teiknaður sem fall af tíma miðað við þessar forsendur gæti ferillinn líkst stafnum J, fyrst minnkar hagnaður en svo eykst hann aftur og verður á endanum meiri en í upphafi.

Þetta er til dæmis talið eiga við um áhrif gengislækkunar á viðskiptajöfnuð. Til skamms tíma eykst viðskiptahalli, mældur í innlendum gjaldmiðli, ef gengi lækkar en þegar til lengri tíma er litið eykst útflutningur og dregur úr innflutningi svo að viðskiptajöfnuður batnar.

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.11.2000

Spyrjandi

Viðar Pétursson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er J-ferill?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1190.

Gylfi Magnússon. (2000, 28. nóvember). Hvað er J-ferill? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1190

Gylfi Magnússon. „Hvað er J-ferill?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1190>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er J-ferill?
Hugtakið J-ferill er stundum notað til að lýsa því ef áhrif tiltekinnar breytingar á ákveðna stærð eru önnur til skamms tíma en til langs tíma. Ef áhrifin eru teiknuð með stærðina sem verið er að skoða á lóðrétta ásnum en tíma á þeim lárétta getur ferillinn líkst stafnum J, þess vegna er talað um J-feril.

Sem dæmi má nefna fyrirtæki sem lækkar verð á vöru sinni. Áhrifin til skamms tíma kunna að vera þau að hagnaður dregst saman en þegar til lengri tíma er litið gæti þetta aukið viðskipti svo mjög að hagnaður verður meiri en hann var fyrir verðlækkunina. Ef hagnaður er teiknaður sem fall af tíma miðað við þessar forsendur gæti ferillinn líkst stafnum J, fyrst minnkar hagnaður en svo eykst hann aftur og verður á endanum meiri en í upphafi.

Þetta er til dæmis talið eiga við um áhrif gengislækkunar á viðskiptajöfnuð. Til skamms tíma eykst viðskiptahalli, mældur í innlendum gjaldmiðli, ef gengi lækkar en þegar til lengri tíma er litið eykst útflutningur og dregur úr innflutningi svo að viðskiptajöfnuður batnar....