Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4214 svör fundust
Hvernig myndast flóðbylgjur og af hverju?
Flóðbylgjur geta orðið til vegna jarðskjálfta en einnig vegna eldgosa og skriðufalla eða blöndu af þessu þrennu. Þegar flóðbylgja verður til vegna jarðskjálfta er það sökum lóðréttra hreyfinga á hafsbotninum. Við það kemst hreyfing á sjóinn og flóðbylgja fer af stað. Þegar jarðskjálfti á sér stað verða ekki alltaf...
Hvað er naflaslit, geta fullorðnir lent í því líka?
Upprunalega hljómaði spurningin svona:Hvað er naflaslit (hjá ungbörnum) og hvert er fræðiheitið? Naflaslit (naflahaull, e. umbilical hernia) er ein tegund af kviðsliti enda einnig kallað naflakviðslit. Kviðslit verður þar sem kviðveggur veikist á afmörkuðu svæði og rofnar þannig að innihald kviðarins eins og kv...
Hvað getur þú sagt mér um hellafiskinn Cryptotora thamicola?
Tegundin Cryptotora thamicola er afar smávaxinn hellafiskur sem vart verður lengri en 2,8 cm. Þetta er eina tegundin innan ættkvíslarinnar Cryptotora og hefur aðeins fundist í átta hellum í hellakerfi í Mae Hong Son-héraði í Taílandi. Þar lifa þessir fiskar í straumvatni djúpt inn í hellunum, meira en 500 metrum f...
Af hverju myglar brauð ekki ef það er geymt í púðursykri?
Púðursykur er mjúkur vegna þess að hann inniheldur örlítið vatn eða um 1,5% af heildarmassanum, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu? Ef umbúðirnar utan um púðursykurinn eru ekki nægilega loftþéttar gufar vatnið í honum upp og sykurinn har...
Hvað þurfti margar kálfshúðir í eina bók á Sturlungaöld?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þurfti margar nautshúðir í eina bók á Sturlungaöld? Það fór eftir því hve stór bókin var, það er í hve stóru broti hún var, en það fór líka eftir því hversu þykk hún var, það er hve mörg blöð voru í henni. Bókfell er það kallað þegar búið er að verka skinn á þa...
Af hverju breytast egg við suðu?
Egg innihalda mikið prótein, sem hefur einnig verið kallað prótín, eggjahvíta eða hvíta á íslensku. Próteinsameindin er löng keðja af minni sameindum sem nefnast amínósýrur. Amínósýrurnar í hverri próteinsameind tengjast saman með sterkum samgildum tengjum sem eru ekki líkleg til að rofna þegar eggið er soðið. Það...
Ef kynskiptingur yrði klónaður, af hvoru kyninu yrði eftirmyndin, því gamla eða nýja?
Maðurinn (Homo sapiens sapiens) hefur 46 litninga, þar af eru 44 (22 pör) sjálflitningar og tveir kynlitningar. Karlmenn hafa einn X-litning og einn Y-litning en konur hafa tvo X-litninga. Þessir litningar eru í öllum frumum líkamans nema kynfrumunum. Ef kynskiptingur, til dæmis karlmaður sem væri búinn að gang...
Hve margir lítrar af vatni eru í sjónum?
Á allri jörðinni eru ógrynni af vatni eða einhvers staðar í kringum 1.260.000.000.000.000.000.000 lítrar.Vatnið er í stöðugri hringrás þar sem það gufar upp úr hafinu, verður að loftraka og skýjum, því rignir á jörðina aftur, verður að hluta til að grunnvatni en rennur að mestu til sjávar eftir yfirborði. Um ...
Hvað laðar þorsk að æti?
Þorskur lifir á mjög fjölbreytilegri fæðu. Fyrsta sumarið lifir hann á smágerðum sviflægum krabbadýrum, næstu árin á margvíslegum botnlægum hryggleysingjum en með aukinni stærð verða ýmsar fisktegundir sífellt algengari bráð. Þorskurinn notar sjón, hreyfiskyn, heyrn, lykt og bragð til að finna bráðina. Sjón...
Hvaða gjaldmiðill er á Grænlandi?
Gjaldmiðillinn í Grænlandi er dönsk króna og eru seðlar og mynt eins útlítandi og í Danmörku. Árið 2006 var samþykkt að gera sérstaka grænlenska útgáfu af seðlum en þeir hafa ekki enn farið í dreifingu. Gert er ráð fyrir að grænlensku seðlarnir verði komnir í notkun árið 2011, en jafnframt verður áfram hægt að not...
Geta konur orðið óléttar þótt þær hafi aldrei farið á túr?
Já, konur geta orðið óléttar án þess að hafa farið nokkurn tímann á túr. Reyndar er ólíklegt að þetta eigi við um fullorðnar konur en getur vel komið fyrir ungar stúlkur sem eru enn ekki byrjaðar að hafa blæðingar. Konur fara á túr ef undirbúningur legsins fyrir fóstur er til einskis, það er að segja ef frjóvg...
Ræður einhver yfir tunglinu?
Við öll í sameiningu eigum tunglið og alla aðra hnetti sólkerfisins! Eitthvað á þessa leið hljóðaði samþykkt Sameinuðu þjóðanna. Ýmis fyrirtæki hafa boðið landskika á tunglinu og öðrum hnöttum til sölu og meira að segja heilu stjörnurnar. En með ályktun Sameinuðu þjóðanna eru menn þá einungis að selja eitthvað ...
Hvaðan koma örnefnin Ljárskógar og Ljárvatn?
Örnefnin eru kennd við ána Ljá í Laxárdal í Dalasýslu. Ýmsar skýringar hafa verið uppi um nafnið. Í Noregi er til Ljå, samanber Ljådal, Ljåmo og fleiri örnefni. Norski fræðimaðurinn K. Rygh taldi nafnið vera skylt orðinu lé eða ljár og væri farvegur árinnar ljálaga. (Norske elvenavne, bls. 46). Ásgeir Bl. Ma...
Af hverju eru hár mismunandi á litinn?
Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? kemur eftirfarandi fram: Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárs...
Falsfréttir og vísindi - afmælismálþing Vísindavefs HÍ
Í tilefni af 20 ára afmæli Vísindavefs HÍ efnir skólinn til málþings um falsfréttir og vísindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 7. febrúar nk. kl. 15.00-16.30. Hugtakið falsfréttir hefur að undanförnu orðið æ meira áberandi í umræðu um lýðræði, vísindi og traust almennings. Með falsfrétt...