Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju myglar brauð ekki ef það er geymt í púðursykri?

Emelía Eiríksdóttir

Púðursykur er mjúkur vegna þess að hann inniheldur örlítið vatn eða um 1,5% af heildarmassanum, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu? Ef umbúðirnar utan um púðursykurinn eru ekki nægilega loftþéttar gufar vatnið í honum upp og sykurinn harðnar. Þrátt fyrir að púðursykur geti misst vatn tiltölulega auðveldlega þá er hann einnig rakadrægur.

Í brauði er talsvert af raka og það þornar auðveldlega ef það er ekki í loftþéttum umbúðum. Brauðsneið er því tilvalinn rakagjafi fyrir harðan púðursykur. Ef brauðsneið er lokuð inni í íláti með hörðum púðursykri dregur púðursykurinn í sig rakann úr brauðsneiðinni. Við þetta verður púðursykurinn mýkri en brauðið harðnar.

Þegar brauð og púðursykur eru saman í lokuðu íláti drekkur sykurinn í sig rakann úr brauðinu þannig að það verður þurrt og myglugró ná ekki að fjölga sér.

Myglugró (e. mold spore) eru út um allt í kringum okkur. Þau þrífast á raka og næringu og eiga því auðvelt með að fjölga sér á ferskri brauðsneið þar sem hún inniheldur nægilega mikið vatn fyrir mygluna. Þegar púðursykurinn hefur dregið vatnið úr brauðsneiðinni er ekki nægilegur raki í brauðinu til þess að myglugróin nái að fjölga sér. Það er því einfaldlega vatnsleysið í brauðsneiðinni sem veldur því að hún myglar ekki.

Mögulega hafa einhverjir lesendur tekið eftir því að púðursykurinn er stundum hvítari efst þar sem brauðsneiðin hefur legið. Þegar fersk brauðsneið liggur upp við púðursykurinn sýgur hún aðeins í sig sírópsblönduna úr efsta lagi púðursykursins en hvíti sykurinn verður eftir og veldur það þessum litamun. Það er með öllu óhætt að borða púðursykur sem hefur orðið fyrir þessum litabreytingum en sumir gætu fundið örlítinn mun á bragði.

Hægt er nota ýmislegt annað til að mýkja púðursykur, til dæmis eplasneið, perusneið eða sykurpúða. Kosturinn við sykurpúða fram yfir brauð er að hann dregur ekki í sig sírópsblönduna úr púðursykrinum og veldur því ekki litabreytingu eða breytingu á bragði.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.10.2021

Spyrjandi

John Friðrik Bond Grétarsson, Björgvin Brynjarsson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju myglar brauð ekki ef það er geymt í púðursykri?“ Vísindavefurinn, 5. október 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66335.

Emelía Eiríksdóttir. (2021, 5. október). Af hverju myglar brauð ekki ef það er geymt í púðursykri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66335

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju myglar brauð ekki ef það er geymt í púðursykri?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66335>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju myglar brauð ekki ef það er geymt í púðursykri?
Púðursykur er mjúkur vegna þess að hann inniheldur örlítið vatn eða um 1,5% af heildarmassanum, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu? Ef umbúðirnar utan um púðursykurinn eru ekki nægilega loftþéttar gufar vatnið í honum upp og sykurinn harðnar. Þrátt fyrir að púðursykur geti misst vatn tiltölulega auðveldlega þá er hann einnig rakadrægur.

Í brauði er talsvert af raka og það þornar auðveldlega ef það er ekki í loftþéttum umbúðum. Brauðsneið er því tilvalinn rakagjafi fyrir harðan púðursykur. Ef brauðsneið er lokuð inni í íláti með hörðum púðursykri dregur púðursykurinn í sig rakann úr brauðsneiðinni. Við þetta verður púðursykurinn mýkri en brauðið harðnar.

Þegar brauð og púðursykur eru saman í lokuðu íláti drekkur sykurinn í sig rakann úr brauðinu þannig að það verður þurrt og myglugró ná ekki að fjölga sér.

Myglugró (e. mold spore) eru út um allt í kringum okkur. Þau þrífast á raka og næringu og eiga því auðvelt með að fjölga sér á ferskri brauðsneið þar sem hún inniheldur nægilega mikið vatn fyrir mygluna. Þegar púðursykurinn hefur dregið vatnið úr brauðsneiðinni er ekki nægilegur raki í brauðinu til þess að myglugróin nái að fjölga sér. Það er því einfaldlega vatnsleysið í brauðsneiðinni sem veldur því að hún myglar ekki.

Mögulega hafa einhverjir lesendur tekið eftir því að púðursykurinn er stundum hvítari efst þar sem brauðsneiðin hefur legið. Þegar fersk brauðsneið liggur upp við púðursykurinn sýgur hún aðeins í sig sírópsblönduna úr efsta lagi púðursykursins en hvíti sykurinn verður eftir og veldur það þessum litamun. Það er með öllu óhætt að borða púðursykur sem hefur orðið fyrir þessum litabreytingum en sumir gætu fundið örlítinn mun á bragði.

Hægt er nota ýmislegt annað til að mýkja púðursykur, til dæmis eplasneið, perusneið eða sykurpúða. Kosturinn við sykurpúða fram yfir brauð er að hann dregur ekki í sig sírópsblönduna úr púðursykrinum og veldur því ekki litabreytingu eða breytingu á bragði.

Heimildir og mynd:...