Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað laðar þorsk að æti?

Björn Björnsson



Þorskur lifir á mjög fjölbreytilegri fæðu. Fyrsta sumarið lifir hann á smágerðum sviflægum krabbadýrum, næstu árin á margvíslegum botnlægum hryggleysingjum en með aukinni stærð verða ýmsar fisktegundir sífellt algengari bráð.

Þorskurinn notar sjón, hreyfiskyn, heyrn, lykt og bragð til að finna bráðina. Sjónin gerir kleift að skynja stærð, lögun og útlit bráðar en þorskurinn sér bráð sem er á hreyfingu mun betur en kyrrstæða bráð. Með rákinni getur þorskurinn skynjað hreyfingu bráðar sem auðveldar eftirför og hremmingu. Heyrnin getur einnig komið að gagni við að þekkja og finna bráðina. Með fæðuumbun má kenna þorski að koma á fóðrunarstað þegar hljóðmerki er gefið. Lyktarskynið auðveldar þorskinum að staðsetja fæðudýrin gróflega en bragðskynið hjálpar til við nákvæma staðsetningu og hremmingu. Mikinn fjölda bragðnema er að finna á skeggþræði og kviðuggum þorsks.

Þá er ýmislegt fleira í umhverfi þorsksins sem getur gefið vísbendingu um meiri líkur á æti, svo sem breytilegur sjávarhiti á straumaskilum, tiltekið botndýpi og botngerð.

Sundgeta þorskseiða er mjög takmörkuð en eftir því sem þorskurinn verður stærri því hreyfanlegri verður hann og fullvaxinn þorskur getur synt mörg þúsund kílómetra á ári í leit að æti. Mikill fjöldi þorska dreifir sér um stórt svæði í leit að æti en þéttir sig þegar ætistorfa finnst. Atferli fiska sem finna fæðu getur laðað að aðra fiska í næsta nágrenni og síðan koll af kolli.

Mynd: FishBase

Höfundur

fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnuninni

Útgáfudagur

16.9.2002

Spyrjandi

Eyjólfur Karlsson

Tilvísun

Björn Björnsson. „Hvað laðar þorsk að æti?“ Vísindavefurinn, 16. september 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2703.

Björn Björnsson. (2002, 16. september). Hvað laðar þorsk að æti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2703

Björn Björnsson. „Hvað laðar þorsk að æti?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2703>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað laðar þorsk að æti?


Þorskur lifir á mjög fjölbreytilegri fæðu. Fyrsta sumarið lifir hann á smágerðum sviflægum krabbadýrum, næstu árin á margvíslegum botnlægum hryggleysingjum en með aukinni stærð verða ýmsar fisktegundir sífellt algengari bráð.

Þorskurinn notar sjón, hreyfiskyn, heyrn, lykt og bragð til að finna bráðina. Sjónin gerir kleift að skynja stærð, lögun og útlit bráðar en þorskurinn sér bráð sem er á hreyfingu mun betur en kyrrstæða bráð. Með rákinni getur þorskurinn skynjað hreyfingu bráðar sem auðveldar eftirför og hremmingu. Heyrnin getur einnig komið að gagni við að þekkja og finna bráðina. Með fæðuumbun má kenna þorski að koma á fóðrunarstað þegar hljóðmerki er gefið. Lyktarskynið auðveldar þorskinum að staðsetja fæðudýrin gróflega en bragðskynið hjálpar til við nákvæma staðsetningu og hremmingu. Mikinn fjölda bragðnema er að finna á skeggþræði og kviðuggum þorsks.

Þá er ýmislegt fleira í umhverfi þorsksins sem getur gefið vísbendingu um meiri líkur á æti, svo sem breytilegur sjávarhiti á straumaskilum, tiltekið botndýpi og botngerð.

Sundgeta þorskseiða er mjög takmörkuð en eftir því sem þorskurinn verður stærri því hreyfanlegri verður hann og fullvaxinn þorskur getur synt mörg þúsund kílómetra á ári í leit að æti. Mikill fjöldi þorska dreifir sér um stórt svæði í leit að æti en þéttir sig þegar ætistorfa finnst. Atferli fiska sem finna fæðu getur laðað að aðra fiska í næsta nágrenni og síðan koll af kolli.

Mynd: FishBase...