Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 552 svör fundust

category-iconHagfræði

Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?

Það veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands við ESB hvernig reglur um fjárfestingar ESB-borgara á Íslandi mundu breytast með aðild Íslands að sambandinu. Líklegt má þó telja að innganga Íslands í ESB mundi leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir regluverk sem heimilar ekki hömlur af okkar hálfu á fr...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað er malbik og hvernig er það framleitt?

Efsta lag vegbyggingar nefnist slitlag en hér á landi er aðallega um tvenns konar bikbundin slitlög að ræða, malbik sem er heitblandað í malbikunarstöð og klæðingu. Óbundin slitlög nefnast malarslitlög. Malbik er blanda af steinefni, biki og stundum íaukum (trefjum, viðloðunarefnum, vaxi, sementi, kalkdufti og ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er úruxinn enn til sem sérstök tegund?

Upprunalega hljóðað spurningin svona:Mér hefur skilist að forfaðir núverandi nautgripa, það er húsdýranna, sé svokalaður úruxi. Er hann ennþá til sem sérstök tegund eða sem undirtegund innan ættkvíslarinnar eins og til dæmis yak eða vatnabuffall? Úruxinn (Bos primigenius) er réttilega forfaðir núlifandi nautgri...

category-iconLandafræði

Hvernig haldið þið að ferðamannastraumurinn á Íslandi muni þróast á næstu árum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl. Hvernig teljið þið að ferðamannastraumurinn á Íslandi muni þróast á næstu árum? Mun vera aukning á honum eða jafnvel minnkun? Von um góð svör, Kristján Magnússon. Allt frá 2010 hefur ferðafólki á Íslandi fjölgað í kringum 30% milli ára. Í því ljósi og þegar horft er til þ...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerðist eftir að risaeðlur dóu út og þangað til maðurinn kom fram?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Getur einhver útskýrt hvað gerðist frá því að risaeðlurnar dóu út og til ísaldar þegar spendýrin komu fram? Miklar breytingar urðu á dýralífi jarðar fyrir um 66 milljón árum, á mörkum miðlífsaldar og nýlífsaldar. Þá dóu um 75% allra dýrategunda út, þar með taldar allar ...

category-iconHugvísindi

Hvar bjuggu útilegumenn? Voru þeir yfirleitt í hellum?

Gleggsta lýsing á útilegumannabyggð í íslenskum fornsögum er í Grettis sögu Ásmundarsonar, þar sem segir að eitt haust fór Grettir í Geitland í Borgarfirði, gekk upp á Geitlandsjökulog stefndi á landsuður eftir jöklinum og hafði með sér ketil og eldsvirki. ... Grettir fór þar til er hann fann dal í jöklinum, langa...

category-iconHugvísindi

Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að?

Í svarinu verður fyrst og fremst fjallað um Versalasamningana eins og þeir snertu Þýskaland. Versalir er lítil borg 22 km suður af París. Í janúar 1919 flykktust þangað prúðbúnir leiðtogar sigurvegaranna í heimsstyrjöldinni fyrri til skrafs og ráðagerða um frið við Þýskaland sem ásamt bandamönnum sínum hafði b...

category-iconHugvísindi

Um hvað snerist Kúbudeilan?

Í stuttu máli snerist Kúbudeilan um vígbúnaðarkapphlaup og pólitískt stolt risaveldanna. Þau áttu bágt með að gefa eftir þegar deilan hafði náð ákveðnu stigi og eins hafa ýmsir fræðimenn fullyrt að Nikita Krúséff Sovétleiðtogi hafi teflt djarfan leik til að styrkja sig í sessi eftir ýmis pólitísk vonbrigði heima o...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Lásu 18. aldar Íslendingar engin fornrit?

Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru um landið þvert og endilangt árin 1752–1757 á kostnað Danakonungs og í mikilfenglegri ferðabók, sem ekki kom út fyrr en árið 1772, lýstu þeir náttúru og dýralífi, en líka íslensku samfélagi og alþýðumenningu. Í frásögn um Kjósarsýslu segja þeir: „Því verður ekki móti mælt, að...

category-iconStjórnmálafræði

Hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær byrjuðu Bandaríkin að beita sér á heimsvettvangi og hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag? Bandaríkin urðu til sem nýtt, fullvalda ríki með sigri í sjálfstæðisstríðinu (1775-1783) gegn Bretlandi. Nýja ríkið var sambandsríki. Hvert og eitt ríki B...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju vildu dönsk yfirvöld veita Íslendingum fullveldi?

Stutta svarið hljómar svona: Danir höfðu blátt áfram engan áhuga lengur á því að ráða yfir Íslandi. Árið 1848 var einveldi afnumið í Danmörku og frá því að þingræði var innleitt árið 1901 höfðu frjálslyndir stjórnmálamenn setið að völdum, menn sem höfðu samúð með sjálfstæðiskröfum Íslendinga. Það getur aldrei þjón...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til afgerandi málfræðileg rök fyrir því að rita eigi leysir frekar en leisir?

Orðið laser í ensku og fleiri tungumálum er í raun skammstöfun sem vísar til enska hugtaksins ‘Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation’. Ýmsir hafa velt fyrir sér hvort finna megi afgerandi málfræðileg rök fyrir því að íslenskur ritháttur sé leysir fremur en leisir. Stutta svarið við spurningunni e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið skápur í örnefninu Skápadalur?

Skápadalur er jörð innst í Patreksfirði í gamla Rauðasandshreppi, Vestur-Barðastrandarsýslu. Í örnefnaskrá fyrir jörðina sem Jónína Hafsteinsdóttir tók saman árið 1978 kemur fram að í eldri skrá eftir Ara Gíslason sé sagt „að nafn jarðarinnar sé á reiki, sé stundum Skyttudalur eða Skytjudalur. Ólafía Ólafsdóttir s...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er fyrsta íslenska skáldsagan og hvernig hófst nútímaleg skáldskapargerð hér á landi?

Álitamál er hve mikil áhrif forn sögustíll hafði á þróun sagnalistar á 18. og 19. öld. Líklegt verður þó að teljast að raunsæisleg og breið frásagnaraðferð íslenskra miðaldabókmennta, einkum Íslendingasagna, hafi haft þýðingu fyrir þróun skáldsagnagerðar en fornaldar- og riddarasögur (e. romances) höfðu þar líka m...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig eru plánetur og reikistjörnur skilgreindar?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti slíka skilgreiningu. Samkvæmt henni eru reikistjörnurnar átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, ...

Fleiri niðurstöður