Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1345 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Árný Erla Sveinbjörnsdóttir rannsakað?

Árný Erla Sveinbjörnsdóttir er jarðfræðingur, jarðefnafræðingur og vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun Háskólans. Helstu rannsóknasvið hennar eru ískjarnarannsóknir, grunnvatnsrannsóknir og aldursgreiningar. Rannsóknir Árnýjar á sýnum úr ískjörnum frá Grænlandsjökli hafa varpað ljósi á veðurfar á jörðinni til f...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Hjalti Magnússon rannsakað?

Sigurður H. Magnússon er gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hann lauk formlega störfum í árslok 2017 en vinnur nú sem lausamaður hjá stofnuninni að nokkrum verkefnum. Viðfangsefni Sigurðar hafa verið margvísleg en mörg tengjast þau landnámi plantna og framvindu gróðurs. Hann hefur meðal annars...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Mun „jólastjarnan“ sjást frá Íslandi 21. desember 2020?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Í norsku blaði var sagt frá því að 21. des. 2020 muni jólastjarna sjást á himni. Síðast sást hún fyrir 826 árum. Mun hún sjást á Íslandi? „Jólastjarnan“ umrædda eru pláneturnar Júpíter og Satúrnus. Mánudagskvöldið 21. desember 2020 verða þær svo nálægt hvor annarri á himni að ...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um "earth overshoot day" og er hugtakið til á íslensku?

Dagurinn sem á ensku hefur verið kallaður „Earth Overshoot Day“ er oftast nefndur yfirdráttardagur jarðar á íslensku en einnig hefur verið vísað til hans sem yfirskotsdags eða dags þolmarka jarðarinnar. Yfirdráttardagurinn er sá dagur þegar afrakstur ársins er genginn til þurrðar, mannkynið er búið að nota jafn mi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af eitruðum snákum í heiminum?

Af rúmlega 3.000 tegundum snáka í heiminum er talið að um 600 tegundir séu eitraðar og rétt um 200 tegundir, eða um 7%, búi yfir svo öflugu eitri að þær geti skaðað manneskjur lífshættulega. Til þess að meta hversu banvæn efni eru er gjarnan vísað til svokallaðs LD50-gildis (LD sendur fyrir lethal dose) en það ...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er Þorláksmessa merkileg og hvaða hefðir tengjast henni?

Þorláksmessa á vetur 23. desember hlaut óhjákvæmilega að tengjast jólahaldi á Íslandi vegna nálægðar sinnar í tíma. Hún er annars dánardagur Þorláks Skálholtsbiskups Þórhallssonar, sem var útnefndur heilagur maður árið 1198, fimm árum eftir dauða sinn. Hinn 20. júlí árið 1237 voru bein hans tekin úr jörðu og lögð ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er monsún og hvernig myndast hann?

Í upphaflegri merkingu er monsún nafn á árstíðabundinni breytingu vinda á norðanverðu Indlandshafi, í Suður- og Austur-Asíu og suður með austurströnd Afríku. Nafnið er dregið af arabísku orði, mausim eða mawsim sem þýða mun árstíð. Arabar stunduðu snemma milliríkjaviðskipti á þessum slóðum og nýttu sér monsúnvinda...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Er rétt að morðið á austurríska ríkisarfanum í Sarajevó 28. júní 1914 hafi hleypt heimsstyrjöldinni fyrri af stað?

Morðið á Franz Ferdinand (1863–1914) ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu (1868-1914) eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914 hleypti heimsstyrjöldinni fyrri ekki af stað. En það hratt af stað afdrifaríkri atburðarás sem á endanum leiddi til þess að Evrópa logaði í ófriði. Orsakir stríðsins voru flóknar og marg...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða bækur voru prentaðar í prentsmiðju Jóns Arasonar biskups?

Breviarium Holense. Óumdeildar heimildir eru um eina bók á latínu, Breviarium Holense, sem Jón Matthíasson prentaði á Hólum í tíð Jóns biskups Arasonar. Árni Magnússon átti seinasta kunna eintak bókarinnar sem brann 1728. Jón Ólafsson úr Grunnavík skrifaði eftir minni titilblað og niðurlagsorð bókarinnar og sagði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær var Einstein uppi?

Albert Einstein fæddist 14. mars 1879 í bænum Ulm í Bæjaralandi, Þýskalandi, og lést 18. apríl 1955 í Princeton, Bandaríkjunum. Einstein bjó í München mesta bernsku sína, með foreldrum sínum. Hann olli þeim áhyggjum því að hann var seinþroska. Sem barn átti hann erfitt um mál, var lítt gefinn fyrir leiki og lei...

category-iconVísindi almennt

Hvað er amerískur fótbolti stór?

Ameríski fótboltinn lýtur ströngum reglum um útlit, stærð og þyngd. Boltinn er ílangur eins og myndin sýnir og saumaður saman úr fjórum brúnum leðurbútum. Hann er 27 til 29 sentimetra langur og ummál hans er 72 eða 54 sentimetrar eftir því á hvorn veginn er mælt. Boltinn vegur um 14 til 15 únsur eða 395 til 425 gr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fiskur er Amúr-drottning?

Amúr-drottningin, sem oftar er nefnd Kaluga-styrjan (Huso dauricus) eða stóra síberíska styrjan (e. great Siberian sturgeon), er stærsti núlifandi ferskvatnsfiskur í heimi. Hún getur orðið allt að 6 metrar á lengd og vegið yfir 1000 kg. Slíkar stærðarskepnur eru þó orðnar mjög sjaldgæfar nú á dögum vegna ofveiði, ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta einhver dýr, fyrir utan manninn, drepið steypireyði?

Fyrir utan manninn eru háhyrningar einu náttúrulegu afræningjar reyðarhvala. Nokkur tilvik eru skráð þar sem háhyrningar hafa drepið unga steypireyði. Meðal annars urðu ljósmyndarar tímaritsins National Geographic vitni að því þegar hópur háhyrninga réðst á steypireyðarkálf sem var í fylgd með móður sinni og særðu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna notuðu Vestfirðingar "d" í stað "ð" í orðum eins og sagdi, fardu?

Framburðurinn rd, gd, fd í stað rð, gð, fð í orðum eins og harður, sagði, hafði hefur verið talinn eitt af einkennum vestfirsks framburðar. Ásgeir Blöndal Magnússon skrifaði um hann grein í tímaritið Íslenzk tunga (1959: 9–25) og benti á að heimildir hafi verið um hann víðar á landinu: í Mýrasýslu, á Snæfellsnesi,...

category-iconLæknisfræði

Er ekki hægt að fá mænudeyfingu ef maður er með tattú á mjóbakinu?

Á undanförnum árum hefur orðið æ algengara að ungar konur fái sér húðflúr eða tattú á neðri hluta baks. Oft eru þessi tattú á lendarhrygg á því svæði sem mænudeyfingar og utanbastsdeyfingar vegna fæðinga eru lagðar. Lyf sem notuð eru við mænu- og utanbastsdeyfingar eru þaulrannsökuð og vitað að þau eru örugg. ...

Fleiri niðurstöður