Í norsku blaði var sagt frá því að 21. des. 2020 muni jólastjarna sjást á himni. Síðast sást hún fyrir 826 árum. Mun hún sjást á Íslandi?„Jólastjarnan“ umrædda eru pláneturnar Júpíter og Satúrnus. Mánudagskvöldið 21. desember 2020 verða þær svo nálægt hvor annarri á himni að það er sem þær snertist. Þetta kallast samstaða og er sú þéttasta sem orðið hefur í rúm 400 ár. Þar sem samstöðuna ber upp um jólaleytið hefur hún í allmörgum fjölmiðlum víða um heim verið kölluð „jólastjarnan“.
- Jólastjarna á himni? | Fréttir | Stjörnufræðivefurinn. (Sótt 17.12.2020).