Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar tegundir af eitruðum snákum í heiminum?

Jón Már Halldórsson

Af rúmlega 3.000 tegundum snáka í heiminum er talið að um 600 tegundir séu eitraðar og rétt um 200 tegundir, eða um 7%, búi yfir svo öflugu eitri að þær geti skaðað manneskjur lífshættulega.

Til þess að meta hversu banvæn efni eru er gjarnan vísað til svokallaðs LD50-gildis (LD sendur fyrir lethal dose) en það er það magn efnis sem veldur því að 50% tilraunadýra drepast. Því lægra sem LD50-gildið er því meiri eru eitrunaráhrifin.

Sá snákur sem býr yfir öflugasta eitrinu (lægsta LD50-gildinu) er líkast til áströlsk tegund sem kallast á ensku inland taipan (Oxyuranus microlepidotus, ekkert íslenskt heiti er til um tegundina). Rannsóknir hafa sýnt að í einu biti snáka af þessar tegund er nægt eitur til þess að bana 250.000 músum eða að minnsta kosti 100 fullorðnum manneskjum. Þrátt fyrir öflugt eitur er ekki vitað til þess að manneskja hafi látið lífið af völdum bits þessarar tegundar. Helgast það líklega af því að þessi snákur lifir lengst úti í óbyggðum Ástralíu og verður því mjög sjaldan á vegi manna. Enn fremur heldur tegundin sig til hlés og er lítt árásargjörn.

Rannsóknir hafa sýnt að í einu biti snáka af tegundinni inland taipan (Oxyuranus microlepidotus) er nægt eitur til þess að bana 250.000 músum eða að minnsta kosti 100 fullorðnum manneskjum.

Það er því ekki rétt að nota aðeins til styrks eitursins til að meta hversu hættulegar einstaka snákategundir eru heldur skipta aðrir þættir ekki síður máli. Eðli málsins samkvæmt stafar fólki mun meiri hætta af snákategundum sem finnast á mannmörgum svæðum heldur þeim sem halda sig lengst úti í óbyggðum. Einnig skiptir magn eiturs í biti máli, snákar sem ekki búa yfir eins sterku eitri og sumar aðrar tegundir geta verið mun hættulegri ef magn eitursins sem þeir gefa frá sér er mikið.

Að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eru snákabit heilbrigðisvandamál í mörgum löndum án þess að fá nógu mikla athygli sem slíkt. Talið er að á ári hverju verði um 5,4 milljónir snákabita, þar af leiði á bilinu 1,8-2,7 milljónir til eitrunar. Þá er áætlað að árlega megi rekja á bilinu 81-138 þúsund dauðsföll til snákabita og um þrisvar sinnum fleiri aflimanir eða aðrar varanlegar afleiðingar. Flest bit verða í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku og eru konur, börn og bændur á dreifbýlum svæðum í fátækari löndum í mestri hættu.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.8.2022

Spyrjandi

Þorsteinn

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af eitruðum snákum í heiminum?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83376.

Jón Már Halldórsson. (2022, 12. ágúst). Hvað eru til margar tegundir af eitruðum snákum í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83376

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af eitruðum snákum í heiminum?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83376>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar tegundir af eitruðum snákum í heiminum?
Af rúmlega 3.000 tegundum snáka í heiminum er talið að um 600 tegundir séu eitraðar og rétt um 200 tegundir, eða um 7%, búi yfir svo öflugu eitri að þær geti skaðað manneskjur lífshættulega.

Til þess að meta hversu banvæn efni eru er gjarnan vísað til svokallaðs LD50-gildis (LD sendur fyrir lethal dose) en það er það magn efnis sem veldur því að 50% tilraunadýra drepast. Því lægra sem LD50-gildið er því meiri eru eitrunaráhrifin.

Sá snákur sem býr yfir öflugasta eitrinu (lægsta LD50-gildinu) er líkast til áströlsk tegund sem kallast á ensku inland taipan (Oxyuranus microlepidotus, ekkert íslenskt heiti er til um tegundina). Rannsóknir hafa sýnt að í einu biti snáka af þessar tegund er nægt eitur til þess að bana 250.000 músum eða að minnsta kosti 100 fullorðnum manneskjum. Þrátt fyrir öflugt eitur er ekki vitað til þess að manneskja hafi látið lífið af völdum bits þessarar tegundar. Helgast það líklega af því að þessi snákur lifir lengst úti í óbyggðum Ástralíu og verður því mjög sjaldan á vegi manna. Enn fremur heldur tegundin sig til hlés og er lítt árásargjörn.

Rannsóknir hafa sýnt að í einu biti snáka af tegundinni inland taipan (Oxyuranus microlepidotus) er nægt eitur til þess að bana 250.000 músum eða að minnsta kosti 100 fullorðnum manneskjum.

Það er því ekki rétt að nota aðeins til styrks eitursins til að meta hversu hættulegar einstaka snákategundir eru heldur skipta aðrir þættir ekki síður máli. Eðli málsins samkvæmt stafar fólki mun meiri hætta af snákategundum sem finnast á mannmörgum svæðum heldur þeim sem halda sig lengst úti í óbyggðum. Einnig skiptir magn eiturs í biti máli, snákar sem ekki búa yfir eins sterku eitri og sumar aðrar tegundir geta verið mun hættulegri ef magn eitursins sem þeir gefa frá sér er mikið.

Að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eru snákabit heilbrigðisvandamál í mörgum löndum án þess að fá nógu mikla athygli sem slíkt. Talið er að á ári hverju verði um 5,4 milljónir snákabita, þar af leiði á bilinu 1,8-2,7 milljónir til eitrunar. Þá er áætlað að árlega megi rekja á bilinu 81-138 þúsund dauðsföll til snákabita og um þrisvar sinnum fleiri aflimanir eða aðrar varanlegar afleiðingar. Flest bit verða í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku og eru konur, börn og bændur á dreifbýlum svæðum í fátækari löndum í mestri hættu.

Heimildir og mynd:

...