Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 167 svör fundust
Gætu eldflugur lifað á Íslandi?
Eldflugur eru í raun ekki flugur heldur bjöllur af ættinni Lampyridae. Á ensku nefnast bjöllur af þessari ætt fireflies eða lightning bug. Rúmlega 1100 tegundir eru þekktar af bjöllum sem nota ljósmögnun (e. bioluminescence) til samskipta sín á milli, langoftast á pörunartímanum. Dýrin laða þá aðila af hinu kyninu...
Er til eitthvert dýr sem heitir múmeldýr?
Spurningin í fullri lengd hljómaði svona: Er til eitthvert dýr sem heitir múmeldýr? Þá er ég ekki að tala um múrmeldýr sem er þá afbrigði af kameldýri eða eitthvað slíkt? Við könnumst ekki við að til sé dýr sem gengur undir heitinu múmeldýr. En það er rétt hjá spyrjanda að til eru svokölluð múrmeldýr en latnes...
Hvað á maður að gefa smáfuglum, skógarþröstum og öðrum, að éta úti í garði á veturna?
Þegar vetrarhörkur ríkja sækja þúsundir fugla til byggða í fæðuleit og fjölmargir landsmenn bera út fæðu fyrir þá. Á höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann eru algengustu smáfuglarnir skógarþröstur (Turdus iliacus), stari (Sturnus vulgaris), hrafn (Corvus corax), snjótittlingur (Plectrophenax nivalis) og auðnutittli...
Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Íslandi, fyrst þær geta lifað báðum megin á Grænlandi?
Moskítóflugur, Culicidae, eru tvívængjur, Diptera, sem lifa um allan heim. Fullorðin kvendýr sjúga blóð úr spendýrum, fuglum og í sumum tilfellum skriðdýrum til að afla næringar og próteina. Án blóðmáltíðar geta þær ekki þroskað egg. Þær lifa ekki hér á landi, en eru algengar í nágrannalöndunum. Á Grænlandi er...
Hver var Árni Friðriksson og hvert var hans framlag til vísindanna?
Árni Friðriksson er einn af merkustu frumkvöðlum í rannsóknum á lífríki hafsins hér við land. Árni var Vestfirðingur, fæddur þann 22. desember 1898. Hann gekk í barnaskóla í tvo vetur hjá séra Böðvari Bjarnasyni á Rafnseyri sem veitti honum nauðsynlegan undirbúning fyrir menntaskóla. Árið 1920 hóf hann nám í stærð...
Hafís í blöðunum 1918. IV. Harði veturinn 1880-1881
Þessi pistill er sá fjórði í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Frosthörkurnar snemma árs 1918 urðu tilefni þess að í blöðum var rifjaður upp harði veturinn 1880-1881. Samtíningur þessi er fenginn hjá hinni aðdáunarverðu gagnavefsíðu Landsbókasafns-Háskólab...
Hvernig verður kuldi til?
Þótt okkur sé tamt að líta á hita og kulda sömu augum, þá er algjör grundvallarmunur á hugtökunum tveimur samkvæmt skilningi eðlisfræðinnar. Hiti tengist hreyfingum smæstu efniseindanna og því meiri sem hraðinn og hreyfiorkan eru að meðaltali, þeim mun meiri er hitinn. Um kulda gegnir öðru máli: Kuldi er ekkert ne...
Hver er ástæðan fyrir þessum björtu sumarnóttum hér á Íslandi?
Snúningsmöndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar heldur hallar hann um 23,5° frá lóðréttu. Þessi möndulhalli jarðar er það sem veldur árstíðaskiptum. Ef möndullinn hallaði ekki væru engar breytingar á hitastigi og birtu milli árstíða og sólin væri alltaf á lofti hálfan sólarhringinn alls staðar í h...
Hver er munurinn á prósentum og prósentustigum?
Hugtakið prósentustig (e. percentage point) er notað til að tákna einn hundraðasta eða eitt prósent. Það er einungis notað þegar talað er um breytingu á prósentu. Þess vegna er ekki sagt að vextir séu til dæmis sjö prósentustig, heldur sjö prósent. Ef það ætti að hækka eða lækka vextina þá væri hugtakið prósentust...
Getið þið sagt mér eitthvað um Helga magra?
Í 2. kafla Íslendingabókar Ara fróða eru taldir upp fjórir landnámsmenn, einn í hverjum landsfjórðungi. Þeir eru Hrollaugur Rögnvaldsson, sagður hafa numið land austur á Síðu og verið ættfaðir Síðumanna, Ketilbjörn Ketilsson á Mosfelli í Grímsnesi, ættfaðir Mosfellinga, Auður Ketilsdóttir djúpúðga, ættmóðir Breiðf...
Hafís í blöðunum 1918. II. Febrúar til áramóta
Þessi pistill er annar í röðinni af sex þar sem birtar eru fréttir um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Þær eru að mestu úr blöðum hér heima á Fróni en stöku frétt úr vestur-íslenskum blöðum er birt til fróðleiks. Þá eru birtar greinar og frásagnir úr blöðunum, eða glefsur úr slíkum, þar sem ...
Hvar bjuggu útilegumenn og hversu lengi var mannabyggð í Laugarvatnshelli?
Um útilegumenn hefur áður verið fjallað um í svari við spurningunni Hvar bjuggu útilegumenn? Voru þeir yfirleitt í hellum? Þar kemur meðal annars fram að lýsingar á verustað útilegumanna í þjóðsögum taka allar mið af lýsingu á bústað þursins Þóris í Grettis sögu. Bústaðurinn er í dal sem er hulinn af fjöllum eða j...
Hvenær er sumardagurinn fyrsti og er hann vel valinn sem upphaf sumarsins?
Sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18. Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. Á þessum tíma er hlýnun á vori komin vel í gang, meðalhiti 25. apríl er 0,3 stigum hærri en 1...
Af hverju er veðrið í Skandinavíu öðruvísi en á Íslandi?
Upprunalega spurningin var: Af hverju er mildara veður á Íslandi heldur en í Skandinavíu þrátt fyrir að vera bæði undir áhrifum Golfstraumsins? Í þröngri merkingu nær hugtakið „Skandinavía“ aðeins til Noregs og Svíþjóðar, hér að neðan er rýmri merking notuð, látin ná til „Norðurlanda“ án Íslands, Færeyja og Græ...
Er hægt að vera staddur fyrir austan sól og sunnan mána? Er hægt að segja eitthvað um aðstæður þar, til dæmis hvort þar er dagur eða nótt, vetur eða sumar?
Svarið er já; það er hægt að gefa þessum orðum merkingu á skynsamlegan hátt á grundvelli stjörnufræðinnar, og kannski má bæði hafa af því nokkurt gagn og gaman! Jörðin er kúla eins og kunnugt er og sólin er á hverjum tíma beint yfir einhverjum tilteknum stað á jörðinni. Gegnum þennan stað má draga "línu" í norð...