Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 216 svör fundust
Hvað eru jaðarskattar?
Orðið jaðarskattar hefur verið notað til að tákna hve mikið af tekjuaukningu skattgreiðandans rennur til hins opinbera. Oft er talað um jaðarskatthlutfall og það táknar á sama hátt það hlutfall af tekjuaukningu sem rennur til hins opinbera. Oftast er bæði tekið tillit til greiðslna til hins opinbera í gegnum skatt...
Af hverju breytast egg við suðu?
Egg innihalda mikið prótein, sem hefur einnig verið kallað prótín, eggjahvíta eða hvíta á íslensku. Próteinsameindin er löng keðja af minni sameindum sem nefnast amínósýrur. Amínósýrurnar í hverri próteinsameind tengjast saman með sterkum samgildum tengjum sem eru ekki líkleg til að rofna þegar eggið er soðið. Það...
Eiga kettir það til að láta sig hverfa þegar þeir finna að dauðinn bíður þeirra?
Menn hafa oft velt því fyrir sér hvort dýr skynji dauðann nálgast og búi sig undir hann með því að yfirgefa hjörðina sína eða fjölskyldu og fara á afvikinn stað til þess að deyja. Ólíklegt er að kettir viti hvað dauði er. Hins vegar eiga þeir það til, líkt og margar aðrar tegundir spendýra og annarra dýra, að ...
Hver er ríkasti maður í heimi?
Það er ekki hlaupið að því að finna áreiðanlegar heimildir um eignir ríkasta fólks í heimi enda er allur gangur á því hvort þeir sem til greina koma vilja gefa upp hve mikið þeir eiga. Jafnvel er til í dæminu að þeir reyni að ýkja eða draga úr auði sínum. Sumir vita svo sjálfsagt ekki aura sinna tal! Engu að sí...
Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir?
Höfundur þessa svars hefur áður svarað tveimur spurningum sem beint var til Vísindavefsins um hugsanlegan kostnað vegna Icesave-samninga: Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað ef hann hefði verið samþykktur? Hvað hefðu Svavars-samningarnir kostað ef þeir hefðu verið samþykktir? Þegar fyrra svarið ...
Af hverju límist lím?
Lím eru af ýmsum gerðum en verka þó flest með sambærilegum hætti. Flest lím sem við notum dagsdaglega eru blönduð vatni eða öðrum leysiefnum (vökva) en í mismiklum mæli þó. Virku efnin í líminu eru þannig gerð að í þeim eru efnahópar sem mynda veik tengi við sameindir á yfirborði þeirra hluta sem límið getur lí...
Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri?
Spurningin var upphaflega: Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd...
Hvernig er komið í veg fyrir innherjaviðskipti og samráð á millibankamarkaði með gjaldeyri?
Spurningin var upphaflega: Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd...
Hvað er mikið af peningum á jörðinni?
Ef við tökum þá stærð sem kölluð er peningamagn og almennt sparifé (M2 á fræðimáli) í öllum löndum heims, sem tölur eru til fyrir, umreiknum yfir í krónur með því að miða við kaupmátt hvers gjaldmiðils, og leggjum saman þá fæst að árið 1996 var þessi upphæð um 1,8 milljónir milljarða króna. Sjá einnig svar sama...
Hvað er líkt og ólíkt með kolamola og demanti?
Uppröðun atóma í demanti Uppröðun atóma í grafíti Flestir vita að frumefnið kolefni finnst í náttúrunni bæði sem grafít og demantur. Þriðja formið, knattkol, er svo hægt að mynda. Við fyrstu sýn kann að virðast fráleitt að grafít, svart og mjúkt efni sem gjarnan er notað til að minnka núning og slit milli sner...
Hvað gerist ef þyngdarkraftur sólar hættir að virka?
Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna haldast reikistjörnurnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni? segir: Ef sólin hyrfi skyndilega eða þyngdarkrafturinn frá henni þá mundu reikistjörnurnar hreyfast þaðan í frá eftir beinum línum með jöfnum hraða. Þessi tilhneiging þei...
Hvernig er markaðsvirði fyrirtækis reiknað út?
Þegar finna á markaðsvirði félaga er spurning hvort um sé að ræða félag sem er skráð á hlutabréfamarkaði eða félag sem ekki er skráð á hlutabréfamarkaði. Markaðsvirði hlutafélags sem er skráð á hlutabréfamarkaði er fundið með því að margfalda saman nafnvirði útgefins hlutafjár og gengi hlutabréfa fyrirtækisins....
Hafa útsölur í janúar og júlí áhrif á neysluvísitöluna?
Verðlagsvísitala, eins og vísitala neysluverðs, á að mæla breytingar á markaðsverði tiltekinnar körfu af vörum og þjónustu yfir tíma. Þetta þýðir meðal annars að útsölur eða tímabundin verðstríð hafa áhrif til lækkunar um hríð en síðan hækkar vísitalan aftur þegar útsölum eða verðstríði lýkur. Árstíðabundnar s...
Hver er munurinn á því að taka 25 ára lán og 40 ára lán?
Munurinn liggur að hluta til í augum uppi, það er lengri tíma tekur að greiða lánið niður. Á móti kemur svo að greiðslur í hverjum mánuði eru lægri. Sem dæmi má nefna að ef vextir á láni eru 2,5% þá þarf að borga 35.750 krónur á mánuði af 10 milljóna króna láni til 40 ára en 44.862 krónur af 25 ára láni. Hér er...
Hvað getið þið sagt mér um Jacob Bernoulli og framlag hans til stærðfræðinnar?
Jacob Bernoulli (1655-1705) var svissneskur stærðfræðingur sem þróaði örsmæðareikning Leibniz, hnikareikning, algebru, aflfræði, raðir og líkindafræði. Hann sannaði meðal annars fyrstu meginsetningu líkindafræðinnar, lögmál mikils fjölda. Og þótt hann sé yfirleitt ekki kallaður heimspekingur þá setti hann fram nýs...